Innlent

Slökkvilið kallað út vegna alelda húss í Mosfellsdal

Bjarki Ármannsson skrifar
Eins og sést er íbúðarhúsið mikið brunnið.
Eins og sést er íbúðarhúsið mikið brunnið. Vísir/Stöð 2
Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna alelda húss í Tjaldanesi í Mosfellsdal rétt eftir átta í morgun. Einn maður var í húsinu og var hann fluttur á sjúkrahús.

Um var að ræða hundrað fermetra íbúðarhús úr timbri. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en húsið að innanverðu og þakið er mikið brunnið. Rjúfa þurfti þakið til að slökkva í glæðum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×