Innlent

Græða ekkert á framúrakstri

jón júlíus karlsson skrifar
vísir/stefán
Búist er við mjög þungri umferð í átt til höfuðborgarsvæðisins í dag og verður lögreglan með aukin viðbúnað á Vesturlands- og Suðurlandsvegi af þeim sökum. Lögreglan á Selfossi hvetur ökumenn til að fylgja umferðarstraumnum í rólegheitum og skapa ekki hættu með óþarfa framúrakstri.

Frídagur Verslunarmanna er einn mesti ferðadagur landsins og eru fjölmargir á leið til síns heima. Björn Emili Jónsson er lögreglumaður á Selfossi.

„Við erum með aukamannskap í dag og munum sinna eins miklu eftirliti og við getum á helstu umferðaræðum,“ sagði Björn Emil Jónsson, lögreglurmaður á Selfossi í morgun. Hann hvetur ökumenn til að vera þolinmóða í umferðinni í dag.

„Umferðin verður mjög þung og framúrakstur skilar engu. Ökumenn eiga að fylgja umferðinni í rólegheitum og hafa það notalegt,“ bætir Björn Emil við.

Gera má ráð fyrir að umferðarteppa myndist á leiðinni til höfuðborgarsvæðisins. Mikilvægt sé að ökumenn sýni aðgát í slíkum aðstæðum

„Það hefur oft brunnið við að ökumenn hafa verið að keyra aftan á bíla þar sem flöskuhálsar hafa verið að myndast. Menn gæta kannski ekki alveg að sér þegar hraðinn er lítill. Þetta hefur gerst talsvert við hringtorgið hjá Hveragerði. Ökumenn þurfa að vera vakandi,“ sagði Björn Emil Jónsson, lögreglumaður á Selfossi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×