Innlent

Umferðin gekk áfallalaust fyrir sig í gærkvöldi

Nokkuð þung umferð var um Suður- og Vesturland í átt til höfuðborgarsvæðisins langt fram á nótt en ekki urðu óhöpp eða alvarleg slys, eftir því sem fréttastofan kemst næst.

Margir bílar voru stöðvaðir til að kanna ástand ökumanna og voru nokkrir teknir úr umferð vegna neyslu áfengis eða fíkniefna, og sumir mældust alveg á mörkunum, þannig að þeir máttu ekki halda akstri áfram. Þrátt fyrir að umferðin hafi verið nokkuð samfelld, voru dæmi um að menn reyndu framúrakstur, og hlutu nokkrir sektir fyrir hraðakstur.

Ekki liggja enn fyrir tölur um hvort umferðin var álíka núna og um síðustu verslunarmannahelgar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×