Innlent

Dópaður maður réðst á móður sína

Stefán Ó. Jónsson skrifar
VÍSIR/GETTY/ANTON
Lögreglunni á stöð 4, sem sinnir útköllum í Grafarvogi, Mosfellsbæ og Árbæ, barst á ní­unda tím­an­um í gær­kvöldi til­kynn­ing um mann sem var að ganga í skrokk á móður sinni. Maðurinn, sem var í vímu, var hand­tek­inn og var hann látinn gista í fangageymslu meðan rann af honum og unnt var að yf­ir­heyra hann.

Nóttin var gríðarlega erilsöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, mikið var um ölvunar- og fíkniefnaakstur, brotist var inn í bíl við Kríuhóla og þaðan stolið GPS-tæki.

Tilkynnt var um líkamsárás í miðborginni skömmu eftir miðnætti þegar maður veittist að þremur öðrum og veitti þeim minniháttar áverka. Ekki er vitað hver var það verki.

Einnig var kona, sem var „trítilóð“ að sögn lögreglunnar, handtekin skömmu fyrir klukkan fimm í nótt og vistuð í fangageymslu sökum ástands.

Þeir aðilar sem lögreglumenn þurftu að hafa afskipti af í nótt „voru mjög ölvaðir og erfiðir“ að sögn lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×