Innlent

Óvissustig við Sólheimajökul á ný

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Þetta er ekki í fyrsta sinn í sumar sem lýst er yfir óvissustigi á svæðinu.
Þetta er ekki í fyrsta sinn í sumar sem lýst er yfir óvissustigi á svæðinu. Mynd/HAG
Óvissustigi hefur verið lýst yfir við Sólheimajökul en síðustu daga hefur fremsti hluti jökulsporðsins lyfst um 1,5 metra og brestir heyrðust í jöklinum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum ríkisins.

Í tilkynningunni segir að lokað verði fyrir umferð bíla niður á bílastæðið sem liggur næst jökullóninu og ferðamenn varaðir við því að fara fram á flatan hluta jökulsporðsins. Hann gæti brotnað framan af jöklinum í hluta eða heild. „Ef stærri stykki brotna framan af jöklinum ryðja þau frá sér vatni og það getur valdið flóðbylgju á flatlendinu við jökullónið,“ er útskýrt í tilkynningunni.

Óvissustigi verður haldið fram í vikuna eða þar til sérfræðingar hafa metið aðstæður á vettvangi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×