Innlent

Löng bílaröð frá Landeyjahöfn

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Þessa mynd birti lögreglan á Facebook-síðu sinni.
Þessa mynd birti lögreglan á Facebook-síðu sinni. MYND/LÖGREGLAN
Lögreglan á Hvolsvelli biður ferðalanga sem eiga leið til Vestmannaeyja að leggja tímanlega af stað.

Lögreglan birti mynd af bílaröð sem liggur frá Landeyjahöfn og að hennar sögn er röðin nú um 1,5 kílómetrar að löng og lengist.

Röðin stafar af því að öll bílastæði við höfnina eru full og hafa ferðalangar því tekið til þess ráðs að leggja bílum sínum meðfram Landeyjarhafnarvegi.

Lögreglan biðlar því til allra ferðamanna að leggja tímanlega af stað og gera ráð fyrir töluverðum göngutúr frá bílum sínum að höfninni.

Lögreglan mun fylgjast með umferð og ef ökumenn verða stöðvaðir fyrir of hraðan akstur tekur afgreiðsla slíks máls sinn tíma líka.

Facebook-færslu lögreglunnar má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×