Innlent

Þrisvar sinnum tilkynnt um þjófnað í dag í höfuðborginni

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Lögreglan í höfuðborginni hefur ekki getað slakað á þrátt fyrir að margir hafi farið úr bænum yfir helgina.
Lögreglan í höfuðborginni hefur ekki getað slakað á þrátt fyrir að margir hafi farið úr bænum yfir helgina.
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur þrisvar sinnum í dag verið tilkynnt um þjófnað í umdæmi sínu. Annars vegar var tilkynnt um þjófnað úr veitingasal í miðborginni en þar var um ógæfumann að ræða sem stal sér til matar. Hins vegar var í tvígang stolið úr matvöruverslun. Allar tilkynningarnar bárust eftir hádegi og hafði lögregla upp á þjófunum sem voru handteknir.

Mikill erill hefur verið hjá lögreglu það sem af er degi. Ökumaður í Kópavogi stakk af eftir árekstur á fjórða tímanum í dag og klukkustund síðar var lögreglunni í Hafnarfirði tilkynnt um árekstur á Reykjanesbraut við álverið í Straumsvík. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×