Fleiri fréttir

Allt á floti við Hverfisgötu

Töluvert tjón varð þegar vatn tók að flæða um gólf á tannsmíðaverkstæði við ofanverða Hverfisgötu í gærkvöldi þar sem gleymst hafði að skrúfa fyrir krana.

Hótelhrappurinn í haldi

Maðurinn reyndist vera á stolnu reiðhjóli en undanfarnar tvær vikur hefur maðurinn verið handtekinn daglega fyrir þjófnaði og veitingasvik víðsvegar í miðborginni.

Vill taka aftur yfir heilsugæsluna

Vilji er til þess hjá heilbrigðisráðherra að taka aftur yfir rekstur heilsugæslunnar á Akureyri ef marka má bréf ráðuneytisins til Akureyrarkaupstaðar.

Bilun á Vísi

Rétt fyrir hádegi fóru bilanir að gera vart við sig í vélarsal Advania, sem hýsir Vísi.

Alþingi mun staðfesta skipun dómara við nýtt millidómstig - Landsrétt

Stefnt er að því að nýtt millidómstig, sem tekið verður upp á Íslandi, muni bera heitið Landsréttur. Verður það sérstakur áfrýjunardómstóll fyrir allt landið sem mun létta þunganum á Hæstarétti ef tillögur nefndar sem vinna frumvarp um málið ná fram að ganga. Alþingi mun þurfa að staðfesta skipun 15 dómara við hinn nýja dómstól sem er alveg ný aðferðafræði við skipun dómara hér á landi.

Týndist í sólarhring og gaut ellefu hvolpum á meðan

Labrador tíkin Salka kom eigendum sínum á Vatnsenda í Flóahreppi heldur betur á óvart þegar hún lét sig hverfa í sólarhring í vikunni og mætti síðan aftur heim nýbúin að gjóta ellefu hvolpum í bæli undir grenitré við bæinn.

Þrjár líkamsárásir í Reykjavík í nótt

Lögreglan hafði í nógu snúast í miðborg Reykjavíkur í nótt þar sem þrjár líkamsárásir komu upp. Einnig voru fjórir ökumenn teknir undir áhrifum áfengis eða vímuefna.

Skógræktarmenn gleðjast yfir miklum trjávexti

Skógræktarmenn gleðjast yfir sumrinu því trjávöxtur hefur víða verið ævintýralega mikill eins og hjá víðitegundunum en þar er ekki óalgengt að nýjar greinar séu orðnar 50 sentímetra langar og allt upp í meter. Þá hefur þessi mikli vöxtur mjög góð áhrif á kolefnisbindingu.

Hvernig virkar eldflaugakerfið sem skaut niður flug MH17?

Sönnunargögnin hrannast upp um óbeina aðild Rússa að því þegar farþegaþota Malaysian Airlines var skotin niður yfir Úkraínu. Til er hljóðupptaka af samtali leiðtoga aðskilnaðarsinna og rússnesks embættismanns sem bendlar málið við Rússa. Þotan var skotin niður með tæknilega fullkomnu eldflugakerfi.

Lynghænuegg, hindber, biblíukökur og hrossabjúgu slá í gegn

Lynghænuegg, hindber, biblíukökur, hrossabjúgu, reykt bleikja og nýtt og ferskt brakandi grænmeti er meðal þess sem framhaldsskólakennari og prestur á Selfossi eru með í Fjallkonunni, ársgamalli verslun, sem slegið hefur í gegn á staðnum.

Votviðrið setti strik í reikninginn

Margrét Erla Maack gefur lítið fyrir ásakanir Hundavinafélagsins á Klambratúni. Sirkus Íslands hafi verið í fullum samskiptum við Reykjavíkurborg og búist er við grasið vaxi aftur í skeifunni á næstu tveimur vikum.

Handtekinn á hverri nóttu

Lögreglan þurfti að hafa afskipti af manni í nótt sem hefur verið staðinn að þjófnaði á hverri nóttu undanfarnar tvær vikur

Rögnvaldur Þorleifsson látinn

Rögnvaldur Þorleifsson skurðlæknir andaðist á Borgarspítalanum í Fossvogi þann 16. júlí, 84 ára gamall.

Slegist um humarinn í Þorlákshöfn

Slegist er um þann humar, sem veiðist í Þorlákshöfn en veiðin hefur verið með allra besta móti í sumar. Humarinn er fluttur til Spánar og hluti hans fer á innanlandsmarkað. Skólakrakkar í Þorlákshöfn vinna í humrinum og þéna þar mikla peninga.

Héðinsfjarðargöng fylltust af reyk

Allt tiltækt lið lögreglu og slökkviliðs Fjallabyggðar var kallað á vettvang eftir að Héðinsfjarðargöng fylltust af reyk fyrr í kvöld. Slökkvilið Siglufjarðar og slökkvilið Ólafsfjarðar var einnig kallað til.

Árekstur á Höfðabakka

Tveir bílar skullu saman á Höfðabakka við Húsgagnahöllina nú fyrir stundu. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu voru fimm í bílunum og voru tveir fluttir á slysadeild til skoðunar.

ESB lítur enn á Ísland sem umsóknarríki

Talsmaður stækkunarstjóra Evrópusambandsins segir sambandið reiðubúið að taka upp aðildarviðræður hvenær sem íslensk stjórnvöld kunni að óska þess.

Úrkoma alla daga nema tvo í júní

Eftirspurn eftir sólarlandaferðum hefur aukist mjög mikið á undanförnum dögum. Sólskinsstundir í Reykjavík hafa ekki verið færri í 19 ár og úrkoman hefur ekki verði meiri síðan samfelldar mælingar hófust árið 1920, segja tölur Veðurstofu Íslands.

Staðfesta að líkið er af Ástu

Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur staðfest að lík konu sem fannst síðastliðinn þriðjudag í Bleiksárgljúri hafi verið af Ástu Stefánsdóttur sem leitað hafði verið frá 10. júní síðastliðinn.

Bjargað úr 70 ára gömlu flaki

Landhelgisgæslan heldur í sumar áfram sérverkefni sem felst í aðstoð við að bjarga líkamsleifum áhafnar bandarískrar björgunarflugvélar sem fórst fyrir 70 árum á Grænlandsjökli.

Mesta hörmung í flugsögu Hollands

Forsætisráðherra Úkraínu fullyrðir að rússneskir hryðjuverkamenn hafi skotið farþegaþotu Malaysina flugfélagsins niður. Forsætisráðherra Hollands krefst ítarlegra alþjóðlegrar rannsóknar.

Líkfundur á Landmannaafrétti

Leit að Nathan Foley Mendelssohn hófst þann 27. septbember í fyrra og leituðu á tímabili um 200 björgunarsveitarmenn að honum.

Nýr sveitarstjóri Flóahrepps

Eydís Þ. Indriðadóttir hefur verið ráðinn sveitarstjóri Flóahrepps frá og með 1. ágúst n.k. úr hópi 38 umsækjenda.

Engar vísbendingar um Íslendinga um borð

Ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins segir að ekkert bendi til þess að Íslendingur hafi verið um um borð í vél Malaysia Airlines sem var skotin niður í austurhluta Úkraínu í gær.

Framhaldið er í höndum Íslands

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) er reiðubúin að hefja aftur aðildarviðræður við Ísland, kjósi Íslendingar að gera það. Þetta kemur fram í svari sendiráðs ESB við fyrirspurn Fréttablaðsins.

Sjá næstu 50 fréttir