Innlent

Kvartað undan slætti í kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæmis

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Sumarið hefur verið starfsmönnum kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma  erfitt eins og öðrum sem þurfa að hugsa um græn svæði því á sama tíma og það hefur ringt mjög mikið vex gras og illgresi sem aldrei fyrr.  Framan af sumri var ástandið sérstaklega slæmt eins og í Gufuneskirkjugarði.

„Þetta hefur nú gegnið brösulega, fyrst í sumar var það náttúrulega þannig að grasspretta var mjög mikil og illviðráðanlega vegna hlýinda og votvirðis en núna seinnipartinn, eða um miðkaflann höfum við náð í skottið á okkur hérna í kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma,“ segir Þórsteinn.

Hann segist hafa fengið mikið af kvörtunum frá reiðum aðstandendum, sem hafa kvartað undan slættinum, þó aðallega framan af sumri.

„Já, það er náttúrulega það erfiðasta í þessu, það er að mæta aðstandendum og sjá fram á það að við höfum ekki getað hirt um leiði eins og vera skyldi eins og lög kveða á um,“ bætir Þórsteinn við.

Þorgeir Adamsson er garðyrkjustjóri kirkjugarðanna.

„Slátturinn gengur  nokkuð vel, þetta myndi náttúrulega líta betur út ef það væri sólskin og gott veður en rigningin geri það að verkum að það er allt þyngra í vöfum og gengur allt miklu hægar en ef tíðin væri þokkaleg“, segir Þorgeir.

Hann segir að tæki kirkjugarðanna eins og sláttuvélar séu orðnar mjög lélegar enda hafi lítið sem ekkert af vélum og tækjum verið endurnýjað síðustu ár vegna peningaleysis. Sumarstarfsmenn kirkjugarðanna eru 115 en voru 160 fyrir fjórum árum en alls þurfa þeir að hirða um 60 hektara í fjórum kirkjugörðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×