Útilokað fyrir Nubo að kaupa Grímsstaði ef nýjar tillögur ná fram að ganga Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. júlí 2014 17:21 Nefnd innanríkisráðherra leggur til hertar reglur um heimildir útlendinga utan EES til að kaupa fasteignir í dreifbýli hér á landi. Tillögurnar útiloka eignarhald þeirra á fasteignum í atvinnustarfsemi í dreifbýli og miða að því að verja hagsmuni framtíðarkynslóða. Skýrsla nefndar innanríkisráðherra um endurskoðun laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna hefur nú verið birt en ríkisstjórnin samþykkti í september í fyrra að hafist yrði handa við heildarendurskoðun laganna til að tryggja að skýr lög og reglur giltu á þessu sviði. Katrín Olga Jóhannesdóttir viðskiptafræðingur stýrði nefndinni. Sá kafli skýrslunnar er snýr að eignarrétt í fasteignum utan þéttbýlis er áhugaverður í ljósi máls kínverska fjárfestisins Huang Nubo sem vildi kaupa Grímsstaði á Fjöllum og reisa þar golfvöll og hótel. Nefndin leggur til að takmarkaðar verði heimildir erlendra lögaðila utan EES-svæðisins til að eignast land til beinnar notkunar fyrir atvinnustarfsemi utan skipulagðs þéttbýlis á þann hátt að stærðartakmörkun miðist við 5-10 hektara og fjöldatakmörkun sem felur aðeins í sér heimild fyrir eina lóð fyrir lögaðila að meðtöldum tengdum aðilum.Útilokað að kaupa jörð fyrir atvinnustarfsemi í dreifbýli Varðandi afnotarétt (leigu) þá leggur nefndin til að erlendir aðilar geti tekið allt það land á leigu sem þeir hafa þörf fyrir til beinnar notkunar fyrir atvinnustarfsemi til t.d. tíu ára án sérstakra heimilda í stað þriggja ára eins og nú er. Þetta þýðir, svo það sé sett í samhengi við mál Huang Nubo, að sveitarfélagið Norðurþing gæti keypt Grímsstaði á Fjöllum og leigt Huang fasteignina til tíu ára, svo dæmi sé tekið. Tillögurnar útiloka hins vegar að Huang Nubo eða einhver á hans vegum geti keypt Grímsstaði. Nefndin horfði til lagaumhverfisins í nágrannalöndum. Nái tillögur nefndarinnar fram að ganga, þ.e. fari þessar tilllögur í frumvarpsgerð og verði löggjöf frá Alþingi þá verður regluverkið skýrt varðandi undanþágur. Þá verður aftengt matskennt ákvæði ráðherra, eins og í gildandi lögum, og ramminn afmarkaður fyrir þær heimildir sem útlendingar utan EES-svæðisins hafa til að eignast fasteignir (hús og jarðir) á Íslandi. „Þetta er mjög sambærilegt við það sem þekkist í nágrannalöndunum. Ef þú berð þetta saman þá er þetta mjög líkt. Það er í raun verið að taka reynslu þeirra og lærdóm og leggja til að það verði innleitt í íslenska löggjöf,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. Hanna Birna segir að tillögur nefndarinnar verði kynntar í ríkisstjórn á næstu dögum og segist reikna með frumvarpi með haustinu. „Lítist ríkisstjórninni vel á og telji hún að þetta sé grundvöllur lagasetningar þá sjáum við fyrir okkur að flytja frumvarp á næsta þingi.“Endurspeglar sjónarmið fræðimanna Tillögur nefndarinnar endurspegla í raun ágætlega sjónvarmið sem sett hafa verið fram af íslenskum fræðimönnum á sviði eignarréttar eins og Eyvindi G. Gunnarssyni forseta lagadeildar HÍ. Í desember 2012 birtist álitsgerð sem Eyvindur vann ásamt Valgerði Sólnes, nú aðstoðarmanni hæstaréttardómara, fyrir innanríkisráðuneytið um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, sem má nálgast hér. Þótt meginsjónarmiðið sé frjálsræði og gegnsæi telur nefnd innanríkisráðherra að tilteknar takmarkanir á möguleikum erlendra aðila utan EES til að öðlast réttindi yfir jarðnæði hér á landi geti verið réttlætanlegar og nauðsynlegar. Flest lönd hafa slíkar takmarkanir gagnvart fjárfestingum frá þriðju ríkjum. Að baki slíkum sjónarmiðum standa t.d. viðhorf um mikilvægi þess að standa vörð um sjálfstæði eða fullveldi landsins og möguleika komandi kynslóða til að njóta arðs af auðlindum landsins til lengri framtíðar. Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira
Nefnd innanríkisráðherra leggur til hertar reglur um heimildir útlendinga utan EES til að kaupa fasteignir í dreifbýli hér á landi. Tillögurnar útiloka eignarhald þeirra á fasteignum í atvinnustarfsemi í dreifbýli og miða að því að verja hagsmuni framtíðarkynslóða. Skýrsla nefndar innanríkisráðherra um endurskoðun laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna hefur nú verið birt en ríkisstjórnin samþykkti í september í fyrra að hafist yrði handa við heildarendurskoðun laganna til að tryggja að skýr lög og reglur giltu á þessu sviði. Katrín Olga Jóhannesdóttir viðskiptafræðingur stýrði nefndinni. Sá kafli skýrslunnar er snýr að eignarrétt í fasteignum utan þéttbýlis er áhugaverður í ljósi máls kínverska fjárfestisins Huang Nubo sem vildi kaupa Grímsstaði á Fjöllum og reisa þar golfvöll og hótel. Nefndin leggur til að takmarkaðar verði heimildir erlendra lögaðila utan EES-svæðisins til að eignast land til beinnar notkunar fyrir atvinnustarfsemi utan skipulagðs þéttbýlis á þann hátt að stærðartakmörkun miðist við 5-10 hektara og fjöldatakmörkun sem felur aðeins í sér heimild fyrir eina lóð fyrir lögaðila að meðtöldum tengdum aðilum.Útilokað að kaupa jörð fyrir atvinnustarfsemi í dreifbýli Varðandi afnotarétt (leigu) þá leggur nefndin til að erlendir aðilar geti tekið allt það land á leigu sem þeir hafa þörf fyrir til beinnar notkunar fyrir atvinnustarfsemi til t.d. tíu ára án sérstakra heimilda í stað þriggja ára eins og nú er. Þetta þýðir, svo það sé sett í samhengi við mál Huang Nubo, að sveitarfélagið Norðurþing gæti keypt Grímsstaði á Fjöllum og leigt Huang fasteignina til tíu ára, svo dæmi sé tekið. Tillögurnar útiloka hins vegar að Huang Nubo eða einhver á hans vegum geti keypt Grímsstaði. Nefndin horfði til lagaumhverfisins í nágrannalöndum. Nái tillögur nefndarinnar fram að ganga, þ.e. fari þessar tilllögur í frumvarpsgerð og verði löggjöf frá Alþingi þá verður regluverkið skýrt varðandi undanþágur. Þá verður aftengt matskennt ákvæði ráðherra, eins og í gildandi lögum, og ramminn afmarkaður fyrir þær heimildir sem útlendingar utan EES-svæðisins hafa til að eignast fasteignir (hús og jarðir) á Íslandi. „Þetta er mjög sambærilegt við það sem þekkist í nágrannalöndunum. Ef þú berð þetta saman þá er þetta mjög líkt. Það er í raun verið að taka reynslu þeirra og lærdóm og leggja til að það verði innleitt í íslenska löggjöf,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. Hanna Birna segir að tillögur nefndarinnar verði kynntar í ríkisstjórn á næstu dögum og segist reikna með frumvarpi með haustinu. „Lítist ríkisstjórninni vel á og telji hún að þetta sé grundvöllur lagasetningar þá sjáum við fyrir okkur að flytja frumvarp á næsta þingi.“Endurspeglar sjónarmið fræðimanna Tillögur nefndarinnar endurspegla í raun ágætlega sjónvarmið sem sett hafa verið fram af íslenskum fræðimönnum á sviði eignarréttar eins og Eyvindi G. Gunnarssyni forseta lagadeildar HÍ. Í desember 2012 birtist álitsgerð sem Eyvindur vann ásamt Valgerði Sólnes, nú aðstoðarmanni hæstaréttardómara, fyrir innanríkisráðuneytið um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, sem má nálgast hér. Þótt meginsjónarmiðið sé frjálsræði og gegnsæi telur nefnd innanríkisráðherra að tilteknar takmarkanir á möguleikum erlendra aðila utan EES til að öðlast réttindi yfir jarðnæði hér á landi geti verið réttlætanlegar og nauðsynlegar. Flest lönd hafa slíkar takmarkanir gagnvart fjárfestingum frá þriðju ríkjum. Að baki slíkum sjónarmiðum standa t.d. viðhorf um mikilvægi þess að standa vörð um sjálfstæði eða fullveldi landsins og möguleika komandi kynslóða til að njóta arðs af auðlindum landsins til lengri framtíðar.
Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira