ESB lítur enn á Ísland sem umsóknarríki Heimir Már Pétursson skrifar 18. júlí 2014 19:30 Evrópusambandið lítur enn á Ísland sem umsóknarríki og er reiðubúið að taka upp aðildarviðræður á nýjan leik um leið og Íslendingar kjósa að gera það. Það gæti hins vegar tekið um þrjú ár að ljúka samningum og fá þá staðfesta hjá öllum aðildarríkjum sambandsins. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur túlkað ummæli Jean-Claude Junker verðandi forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að aðildarríkjum þess verði ekki fjölgað á næstu fimm árum, með þeim hætti að aðildarferli Íslands að sambandinu væri lokið. Fréttastofan spurði Peter Stano talsmann Stefans Fule stækkunarstjóra Evrópusambandsins hver væri afstaða þess til aðildarviðræðna Íslands og hvort þær gætu hafist að nýju óskuðu íslensk stjórnvöld eftir því. Stano segir: „Íslensk stjórnvöld ákváðu í maí 2013 að gera hlé á aðildarviðræðunum. Óski íslensk stjórnvöld á einhverjum tímapunkti eftir því að hefja viðræðurnar á nýjan leik er framkvæmdastjórnin tilbúin til áframhaldandi viðræðna.“ Af þessum svörum er auglóst að Evrópusambandið lítur enn á Ísland sem umsóknarríki. Háttsettir embættismenn innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem fréttastofa ræddi við, segja að það muni taka að minnsta kosti tvö ár að klára aðildarviðræðurnar við Íslendinga, að því gefnu að samkomulag náist um erfiðasta málið, sjávarútvegsmálin. Þá tæki við staðfesting á aðildarsamningi á Íslandi og meðal 28 aðildarríkja Evrópusambandsins, sem reikna mætti með að tæki að minnsta kosti ár. Að því gefnu að ný ríkisstjórn að loknum kosningum árið 2017 myndi vilja ljúka aðildarviðræðunum, myndi þeim aldrei ljúka og aðildarsamningur staðfestur fyrr en að minnsta kosti ári eftir að fimm ára tímabilið sem Junker talar um væri runnið út árið 2019. Ríkisstjórnin gæti hins vegar lagt tillögu fyrir Alþingi um að slíta viðræðunum en um þann möguleika sagði utanríkisráðherra þetta í Bylgjufréttum í gær: „Það er eithvað sem menn þurfa bara að meta. Ég hef ákveðnar efasemdir um að þess þurfi í framhaldi af þessu. Ef það það er hins vegar þannig þá er ég að sjálfsögðu reiðubúinn til þess að fara með tillögu fyrir þingið. En við metum bara stöðuna. Það er ekkert sem liggur á í rauninni í þessu,“ sagði Gunnar Bragi. Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Evrópusambandið lítur enn á Ísland sem umsóknarríki og er reiðubúið að taka upp aðildarviðræður á nýjan leik um leið og Íslendingar kjósa að gera það. Það gæti hins vegar tekið um þrjú ár að ljúka samningum og fá þá staðfesta hjá öllum aðildarríkjum sambandsins. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur túlkað ummæli Jean-Claude Junker verðandi forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að aðildarríkjum þess verði ekki fjölgað á næstu fimm árum, með þeim hætti að aðildarferli Íslands að sambandinu væri lokið. Fréttastofan spurði Peter Stano talsmann Stefans Fule stækkunarstjóra Evrópusambandsins hver væri afstaða þess til aðildarviðræðna Íslands og hvort þær gætu hafist að nýju óskuðu íslensk stjórnvöld eftir því. Stano segir: „Íslensk stjórnvöld ákváðu í maí 2013 að gera hlé á aðildarviðræðunum. Óski íslensk stjórnvöld á einhverjum tímapunkti eftir því að hefja viðræðurnar á nýjan leik er framkvæmdastjórnin tilbúin til áframhaldandi viðræðna.“ Af þessum svörum er auglóst að Evrópusambandið lítur enn á Ísland sem umsóknarríki. Háttsettir embættismenn innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem fréttastofa ræddi við, segja að það muni taka að minnsta kosti tvö ár að klára aðildarviðræðurnar við Íslendinga, að því gefnu að samkomulag náist um erfiðasta málið, sjávarútvegsmálin. Þá tæki við staðfesting á aðildarsamningi á Íslandi og meðal 28 aðildarríkja Evrópusambandsins, sem reikna mætti með að tæki að minnsta kosti ár. Að því gefnu að ný ríkisstjórn að loknum kosningum árið 2017 myndi vilja ljúka aðildarviðræðunum, myndi þeim aldrei ljúka og aðildarsamningur staðfestur fyrr en að minnsta kosti ári eftir að fimm ára tímabilið sem Junker talar um væri runnið út árið 2019. Ríkisstjórnin gæti hins vegar lagt tillögu fyrir Alþingi um að slíta viðræðunum en um þann möguleika sagði utanríkisráðherra þetta í Bylgjufréttum í gær: „Það er eithvað sem menn þurfa bara að meta. Ég hef ákveðnar efasemdir um að þess þurfi í framhaldi af þessu. Ef það það er hins vegar þannig þá er ég að sjálfsögðu reiðubúinn til þess að fara með tillögu fyrir þingið. En við metum bara stöðuna. Það er ekkert sem liggur á í rauninni í þessu,“ sagði Gunnar Bragi.
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira