Innlent

Erill hjá lögreglu í Hafnarfirði og Kópavogi

Randver Kári Randversson skrifar
Erilsamt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt.
Erilsamt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Vísir/Vilhelm
Erilsamt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og var í nógu að snúast í Hafnarfirði og Kópavogi.

Í Hafnarfirði var maður um þrítugt tekinn úr umferð þar sem hann hafði ekið bifreið sinni eftir Reykjanesbraut undir áhrif fíkniefna.

Um klukkan hálf eitt í nótt voru fjórir karlmenn, á þrítugsaldri,  handteknir í norðurbæ Hafnafjarðar eftir að lögregla stöðvaði kannabissamkvæmi.  Fíkniefni fundust í húsinu sem enginn kannaðist við að eiga, einnig fundust fíkniefni í fórum mannanna.  Þeir eru vistaðir í fangageymslu og verða yfirheyrðir þegar þeir verða í ástandi til þess.

Þá var karl á þrítugsaldri fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild eftir að hann hafði verið stunginn með hníf í kálfa.  Atvikið átti sér stað í heimahúsi í Hafnarfirði.  Maðurinn, sem varð fyrir stungunni, segir að kona  sem hafi verið í húsinu hafi stungið sig.  Hún var farin af vettvangi þegar lögreglu bar að.

Rétt fyrir miðnætti kom leigubifreiðastjóri með farþega að lögreglustöðinni við Dalveg í Kópavogi vegna farþega sem ekki vildi greiða fyrir farið.  Þegar lögreglumenn hugðust ræða við manninn veittist hann að þeim.  Eftir átök við lögreglumennina var hann handtekinn og fluttur í fangaklefa. Klukkan rúmlega fjögur í nótt var karl um þrítugt tekinn úr umferð eftir að hann ók bifreið eftir Salavegi undir áhrifum fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×