Fleiri fréttir

Íbúarnir telja beð auka hættu

Íbúar í Hvassahrauni í Grindavík hafa afhent skipulags- og umhverfisnefnd undirskriftalista þar sem mótmælt er uppsetningu á gróðurbeðum í götunni.

Bæjarstjóri fær áttatíu milljónir á fjórum árum

Fulltrúar Samfylkingar og Framsóknarflokks í minnihluta í bæjarráði Árborgar segja nýjan ráðningarsamning við Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra sveitarfélagsins, þýða greiðslur til hennar upp á 1,6 milljónir króna á mánuði.

Biðst afsökunar á sex milljóna króna villu

"Vinir Skálholts“ segja kirkjuna greiða skuldir óreiðumanna í Þorláksbúð. Ólíkt því sem framkvæmdastjóri Kirkjuráðs sagði í Fréttablaðinu hafi kirkjan áður lagt fé í verkið. Framkvæmdastjórinn biðst afsökunar á því.

Aðildarviðræður gætu hafist á ný

Sendiráð ESB á Íslandi áréttar að framkvæmdastjórn ESB sé reiðubúin að hefja á ný aðildarviðræður við Ísland, komi um það ósk héðan. Nýr forseti framkvæmdastjórnarinnar segir ný ríki ekki bætast við næstu fimm ár.

Skipið laust af strandstað

Um 100 metra langt skip er strandað fyrir utan Grundarfjörð og hefur Björgunarsveitin Klakkur verið kölluð út vegna strandsins. Enginn um borð er talinn í hættu.

21 stigs hiti á Egilsstöðum

Það má með sanni segja að Austfirðingar njóti sumarsins í dag en þar er 21 stigs hiti auk þess sem varla hreyfir vind.

Varaþingmaður Framsóknar hættir vegna moskumálsins

Þorsteinn Magnússon, varaþingmaður Framsóknarflokksins, segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson ekki hafa tekið á moskumálinu með nógu afgerandi hætti. "Verða orð hans vart skilin öðruvísi en hann hafi ekkert við umræddan málflutning framboðsins að athuga.“

Össur segir ESB umsókn í fullu gildi

Össur Skarphéðinsson segir afstöðu Jean-Claude Juncker passa Íslendingum vel. Ný ríkisstjórn geti klárað aðildarviðræður innan fimm ára.

Smálaxinn lætur sig vanta

Nú stefnir í versta laxveiðiár sem um getur og eitthvað meiriháttar virðist vera að gerast í hafinu sem veldur því að skilyrðin fyrir viðgang laxastofnsins eru óbærileg.

Uglum snarfjölgar á Íslandi

Uglu hefur snarfjölgað hér á landi og tala fuglafræðingar um tvöföldun branduglustofnsins á fáeinum árum auk þess sem nýjar tegundir eru nú að nema hér land.

Sjúklingarnir borga: Enn ein blauta tuskan frá stjórnvöldum

Forseti ASÍ segir ríkið sé enn að hækka gjöld á fólki sem hefur ekkert val. Hann gagnrýnir harðlega hækkun á hlutdeild sjúklinga í kostnaði vegna sérfræðilækna. Formaður samninganefndar sérfræðilækna segir að hlutur sjúklinga hafi lækkað.

Frammistaða Íslands verst allra

Ísland mælist aftur með verstu frammistöðu allra EES-ríkjanna þegar kemur að innleiðingu EES-tilskipana og reglugerða.

Ósjálfbjarga vegna ölvunar

Leigubílsstjóri leitaði aðstoðar lögreglu vegna konu sem settist í bílinn en vissi svo ekkert hvert hún var að fara eða hvaðan hún var að koma.

Smalaði hundrað hrossum á flugvél

Hundrað hross sem sluppu úr gerði í óbyggðum. Hringt var í flugmann til að vitja þeirra. Smalinn fljúgandi stefndi framan að fremstu hrossunum og kom þeim í opna skjöldu. Atvikið átti sér stað í yfirreið ferðamanna.

Heilbrigðisráðherra segist ekki ætla að loka starfsstöðvum

Sameining ellefu heilbirgðisstofnana í þrjár hefur verið ákveðin með reglugerð heilbrigðisráðherra. Nærri 400 kílómetrar eru á milli starfsstöðva nýrrar Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Markmiðið að ákvarðanir séu nálægt íbúum.

Þrjú risaskip við höfnina

Sífellt fleiri skemmtiferðaskip venja komur sínar vestur á Ísafjörð og mátti sjá skýra birtingarmynd þess í gær en þá lágu þrjú slík við bryggju.

Eldur í bílum við Hamraborg | Myndband

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var rétt í þessu að slökkva eld í kyrrstæðum bílum í Auðbrekku, rétt norðan við Hamraborgina í Kópavogi.

Lögreglan leitar tveggja manna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur birt meðfylgjandi myndband á facebook síðu sinni og óskar eftir að ná tali af mönnunum sem sjást á myndbandinu vegna máls sem hún hefur til rannsóknar.

Erlent flutningaskip kyrrsett á Grundartanga

Erlent flutningaskip hefur verið kyrrsett á Grundartanga frá því mánudaginn 7. júlí. Skipið kom með kolafarm frá New Orleans en var kyrrsett að kröfu Samgöngustofu, vegna vangoldinna gjalda og launa til skipverja.

Sjá næstu 50 fréttir