Fleiri fréttir

Var ekki tryggð staðan fyrirfram

Magnús Geir Þórðarson nýr útvarpsstjóri segir umrót síðustu missera hafa sett RÚV í erfiða stöðu. Hann neitar því að honum hafi verið lofuð staðan fyrirfram.

Stofnanir brjóta lög með því að bjóða ekki túlk

Mörg dæmi eru um að ekki sé kallaður til túlkur þrátt fyrir lög um túlkaþjónustu. Framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands segir opinberar stofnanir neyddar til að brjóta lög ef þær kalla ekki til túlk vegna sparnaðar.

Yfir tveggja ára bið eftir parkúrþjálfun

Rúmlega 140 bíða eftir að komast í götufimleika hjá Gerplu. Eftirspurnin alls staðar mikil. Ekki nóg að koma upp sem flestum fótboltavöllum. Mörg börn sem vilja ekki vera í keppnisíþróttum missa af hreyfingu, segir Sindri Viborg þjálfari.

Rusl á víð og dreif um Öskjuhlíð

Skelfileg umgengni blasir við þeim sem eiga leið um Öskjuhlíð í Reykjavík, en dæmi eru um að folk hafi skilið eftir ónýt raftæki á svæðinu.

Meirihlutinn heldur og Sjálfstæðisflokkur missir mann

Núverandi meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur héldi öruggum meirihluta og sínum níu fulltrúum, ef kosið yrði núna, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið.

Þyrlan bjargaði vélsleðamönnum við Drekavatn

Tveimur karlmönnum var í gærkvöldi bjargað úr mjög hættulegum aðstæðum upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem flutti þá á öruggan stað og amaði ekkert að þeim. Þeir voru á vélsleðum við Drekavatn, austan við Þórisvatn á hálendinu, þegar þeir lentu úr í miklum krapa.

Magnús nýr útvarpsstjóri

Magnús Geir Þórðarson hefur gengist við boði stjórnar RÚV um að taka við starfi útvarpsstjóra.

Lika er komin með dvalarleyfi

Ríkisfangslaus kona sem búið hefur á Íslandi í yfir átta ár hefur nú fengið dvalarleyfi. Hún segir það óraunverulegt eftir allan þennan tíma og segist vera svo hamingjusöm að hún geti ekki sofið.

Barnsgrátur barst frá íbúðinni á öllum tímum sólarhrings

Fjögur önnur börn eru til heimilis á sama stað og sex ára gömul telpa sem Hæstiréttur úrskurðaði í gær að skyldi dvelja hjá fósturfjölskyldu á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu eru til rannsóknar. Grunur leikur á að telpan hafi verið fórnarlamb mansals

„Algjörlega úr lausu lofti gripið"

„Ég myndi telja að það sé verið að færa íslenskri fósturfjölskyldu barn á silfurfati," segir lögmaður mannsins sem sætir nú athugunar af hálfu Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Hún segir afleitt að tala um að umbjóðandi sinn sé grunaður um mansal.

Líf og saga í kirkjugarðinum

Kirkjugarðurinn er mjög lifandi vinnustaður, fullyrðir umsjónarmaður Hólavallagarðs en um þessar mundir eru 175 ár frá því að fyrsta gröfin var tekin í garðinum.

Meðalaldur sprautufíkla hækkar verulega

Meðalaldur íslenskra sprautufíkla hefur hækkað mikið á undanförnum árum. Áhyggjuefni segir yfirlæknir á Vogi sem kallar eftir markvissum aðgerðum frá heilbrigðiskerfinu.

"Kæran er út í hött"

Sjö konur og tveir karlar hafa verið ákærð fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu í október á síðasta ári, þegar þau neituðu að færa sig úr Gálgahrauni er Vegagerðin hugðist hefja þar framkvæmdir við að leggja nýjan veg. "Kæran er út í hött," segir ein ákærðu.

Allir þingmenn fengu iPad

Þingmenn gátu valið á milli þess að fá bleikt eða blátt lok á iPadana en Helgi er ekki með tölur yfir það hvor liturinn hafi verið vinsælli.

Nöfn í einkamálum verða birt

Um áramótin var gerð sú breyting að ekki átti að birta nöfn málsaðila í einkamálum og vitna í sakamálum.

Réttarríkið, fjölmiðlar og Glenn Greenwald

Glenn Greenwald, sem leitt hefur umfjöllun um Snowden lekann og er í raun í innsta hring Edward Snowden, lýsir því í einlægu viðtali þegar maður hans, David Miranda, var handtekinn í Lundúnum að því er virðist fyrir eitt að vera í sambúð með Greenwald. Þá fer hann yfir stöðu fjölmiðla á 21. öldinni og mannréttindabrot bandarískra stjórnvalda.

Fengu leyfi fyrir hvalabjórnum

Umhverfis- og auðlindaráðherra heimilaði í gær sölu og dreifingu á hvalabjór Brugghússins Steðja í Borgarfirði.

Ökuþórar enda í skotlínu byssumanna

Félagar í Skotfélagi Akureyrar óttast að skothríð ógni nágrönnum þeirra í Akstursíþróttafélagi vésleða- og torfæruhjólamanna ef aksturssvæði þess félags í Glerárdal verður stækkað.

"Ég tek bara Pollýönnu á þetta“

Blöðrur við mænu lömuðu Jónu Kristínu Erlendsdóttur fyrir neðan mitti þegar hún var skiptinemi í Perú í nóvember. Hún einsetti sér strax að takast á við veikindin með jákvæðu hugarfari og er mjög þakklát fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi.

Sjá næstu 50 fréttir