Innlent

Nöfn í einkamálum verða birt

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
„Ég hef verið þeirrar skoðunar að málefnið sé það viðamikið að það eigi að kveða á um þetta í lögum og það sé því löggjafinn sem eigi að ráða því hvernig þessu er háttað,“ segir Símon.
„Ég hef verið þeirrar skoðunar að málefnið sé það viðamikið að það eigi að kveða á um þetta í lögum og það sé því löggjafinn sem eigi að ráða því hvernig þessu er háttað,“ segir Símon. VÍSIR/PJETUR
Ákvörðun um að birta ekki nöfn í einkamálum sem rekin eru fyrir héraðsdómi hefur verið afturkölluð. Ákvörðunin var tekin á fundi dómstólaráðs í gær.

Um áramótin var gerð sú breyting að ekki átti að birta nöfn málsaðila í einkamálum og vitna í sakamálum. Nöfn vitna í sakamálum verða áfram afmáð úr dómum héraðsdóms en nöfn ákærðu hafa alltaf verið birt.

Sú breyting var jafnframt gerð að ákveðið var að fækka þeim málum sem birt væru á heimasíðum dómstólanna. „Sú ákvörðun stendur ennþá og á við viðkvæmustu málaflokkana eins og dóma í forsjármálum,“ segir Símon Sigvaldason, formaður dómstólaráðs.

Símon sagði í samtali við fréttastofu að ástæðan fyrir ákvörðuninni væri sú að það hafi reynst mun tímafrekara að afmá nöfn úr dómum en reiknað hafði verið með.

„Ég hef verið þeirrar skoðunar að málefnið sé það viðamikið að það eigi að kveða á um þetta í lögum og það sé því löggjafinn sem eigi að ráða því hvernig þessu er háttað,“ segir Símon.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×