"Ég tek bara Pollýönnu á þetta“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 25. janúar 2014 08:00 Blöðrur við mænu lömuðu Jónu Kristínu Erlendsdóttur fyrir neðan mitti þegar hún var skiptinemi í Perú í nóvember. Hún einsetti sér strax að takast á við veikindin með jákvæðu hugarfari og er mjög þakklát fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi. Jóna var sautján ára þegar hún hélt til Perú í ágúst á síðasta ári og var það í fyrsta sinn sem hún steig fæti út fyrir landsteinana. Hún fór á vegum skiptinemasamtakanna AFS og var ætlunin að eyða tíu mánuðum þar í landi. Hún hafði dvalið í Perú í fjóra mánuði þegar hún fór að finna fyrir bakverkjum sem ágerðust með degi hverjum. Þegar hún átti orðið erfitt með gang fór hún til læknis sem sagði henni að hún þyrfti að gangast undir aðgerð hið snarasta.Alein á sjúkrahúsi í Perú „Þegar þeir sögðu mér að ég væri með blöðrur við mænuna eða einhvers konar æxli fór ég að gráta og var mjög hrædd, enda alein á sjúkrahúsi í Perú. Læknirinn sagði mér að þeir yrðu að skera mig upp strax, annars myndi ég lamast að eilífu. Ég var eiginlega bara dofin á þessum tímapunkti og sagði bara: Já, ókei,“ rifjar Jóna upp. Eftir aðgerðina dvaldi hún á spítalanum í fimmtán daga. Jóna segir starfsfólkið hafa verið mjög almennilegt en hún fékk litlar upplýsingar og leið eins og læknarnir gerðu sér ekki fyllilega grein fyrir stöðunni. „Mér var sagt að ég ætti að geta hreyft fæturna stuttu eftir aðgerðina en svo var ekki,“ segir hún.Dásamlegt að lenda á Íslandi Foreldrar Jónu flugu út til Perú og fylgdu henni heim. Heimferðin tók rúman sólarhring og lýsir Jóna henni sem því erfiðasta sem hún hefur upplifað. Fegnust var hún þó að komast heim til Íslands. „Það var dásamlegt að lenda á Íslandi, ég hef sjaldan verið jafn fegin. Það er mikill munur á spítölunum í Suður-Ameríku og hér heima. Þó að þetta hafi verið betra en ég þorði að vona úti þá er heilbrigðiskerfið miklu betra hér og við getum svo sannarlega verið þakklát fyrir það.“Heldur áfram að vera jákvæð Jóna lagðist inn á Landspítalann í Fossvogi og var svo færð yfir á Grensás á Þorláksmessu þar sem hún hefur verið síðan. Stuttu eftir að hún kom heim tjáðu læknarnir henni að líkurnar á að hún fengi aftur mátt í fæturna væru nánast engar. „Það er orðið ljóst að ég mun ekki fá fullan styrk í fæturna en það er ekki enn vitað hversu mikill hann verður eða verður ekki. Ég ætla bara að halda áfram að vera jákvæð. Eftir því sem ég get meira verð ég sáttari við þetta og við erum strax farin að sjá árangur í endurhæfingunni. Ég veit að það verður allt í lagi, sama hvernig þetta fer. Ef maður er með rétta hugarfarið þá kemst maður í gegnum hvað sem er,“ segir hún einlæg.Fékk bestu jólagjöf ævinnar Jóna tekur þessari stóru U-beygju í lífi sínu með einstöku æðruleysi. Ásamt því að vera á fullu í endurhæfingu er hún nú, aðeins sex vikum eftir að hún lamaðist, byrjuð aftur í Menntaskólanum við Hamrahlíð þar sem hún leggur áherslu á sálfræði. Jóna hefur fjölbreytt áhugasvið og segist aðspurð hafa mjög gaman af því að leika, syngja, skrifa og spila á píanó. „Ég fékk hljómborð í jólagjöf og það er besta gjöf sem ég hef á ævinni fengið. Það skiptir engu máli hvort ég get gengið, ég get alltaf spilað á píanóið og hef alveg ofboðslega gaman af því.“Sér ekki eftir tímanum í Perú Þrátt fyrir áfallið segist Jóna ekki sjá eftir tímanum í Perú og segir mánuðina þar vera þá bestu sem hún hefur upplifað. Hún segist ekki vilja hugsa til þess hvort hlutunum væri öðruvísi háttað hefði hún farið fyrr til læknis eða ekki verið stödd í annarri heimsálfu þegar verkirnir gerðu vart við sig. Enginn hefði getað séð þetta fyrir. „Auðvitað koma dagar þar sem ég er reið og líður ömurlega yfir þessu. En ég er nú bara þannig gerð að ég ákvað strax að eyða ekki tíma í að vera reið, hvorki út í sjálfa mig né aðra. Ég las bókina um Pollýönnu og hún var alltaf svo jákvæð og sá það góða við allt, en hún lamaðist líka í sögunni. Þetta er eitthvað sem ég ákvað strax að tileinka mér – að taka bara Pollýönnu á þetta.“Tjáir sig á bloggsíðu sinni Jóna heldur úti blogginu jonaiperu.blogspot.com þar sem hún tjáir sig á einlægan og ítarlegan hátt um veikindi sín. "Ef ég er hreinskilin við sjálfa mig og ykkur finnst mér ég vera manneskja sem get tekist á við svona því ég neita að láta þetta brjóta mig niður, því ég reyni alltaf að vera jákvæð og að þrátt fyrir að þetta hafi gerst er ég enn þakklát fyrir lífið og allt sem ég á og ég neita að vorkenna mér fyrir þetta. " "En ég brotnaði líka niður og gat ekki haldið uppi jákvæðninni. Einu sinni þegar mamma og pabbi voru hjá mér og mér leið illa yfir að þurfa að fara heim sagði ég við mömmu: „Fyrirgefðu, mamma, bara…þetta áttu að vera tíu bestu mánuðir lífs míns en í staðinn fékk ég fjóra mánuði og æxli.“ "Mig dreymir oft drauma þar sem ég hef tilfinningu í löppunum og get hreyft þá en það skrítna er að í þeim draumum er ég alltaf mjög hrædd um að mig sé að dreyma. Sumir af þeim eru líka raunverulegustu draumar sem mig hefur dreymt og t.d. í Perú skoðaði ég umhverfi mitt í draumnum og það var NÁKVÆMLEGA eins og sjúkrastofan þar var." „Núna nýlega hef ég horft á tvær myndir sem fjalla um menn sem eru lamaðir upp að hálsi. Fyrri myndin er franska myndin Intouchables sem flestir hafa séð. Ég fékk tár í augun yfir tveimur atriðanna, þegar allir fóru að dansa heima hjá honum í veislunni því vá, ég sakna þess svo mikið og svo þegar hann talaði um að hann hefði ekki tilfinningu en fyndi samt til. Þetta eru svokallaðir draugaverkir sem lamað fólk fær oft og líka þeir sem hafa misst útlim geta fengið verki í horfna útlimininn, sem er ótrúlegt!" Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
Blöðrur við mænu lömuðu Jónu Kristínu Erlendsdóttur fyrir neðan mitti þegar hún var skiptinemi í Perú í nóvember. Hún einsetti sér strax að takast á við veikindin með jákvæðu hugarfari og er mjög þakklát fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi. Jóna var sautján ára þegar hún hélt til Perú í ágúst á síðasta ári og var það í fyrsta sinn sem hún steig fæti út fyrir landsteinana. Hún fór á vegum skiptinemasamtakanna AFS og var ætlunin að eyða tíu mánuðum þar í landi. Hún hafði dvalið í Perú í fjóra mánuði þegar hún fór að finna fyrir bakverkjum sem ágerðust með degi hverjum. Þegar hún átti orðið erfitt með gang fór hún til læknis sem sagði henni að hún þyrfti að gangast undir aðgerð hið snarasta.Alein á sjúkrahúsi í Perú „Þegar þeir sögðu mér að ég væri með blöðrur við mænuna eða einhvers konar æxli fór ég að gráta og var mjög hrædd, enda alein á sjúkrahúsi í Perú. Læknirinn sagði mér að þeir yrðu að skera mig upp strax, annars myndi ég lamast að eilífu. Ég var eiginlega bara dofin á þessum tímapunkti og sagði bara: Já, ókei,“ rifjar Jóna upp. Eftir aðgerðina dvaldi hún á spítalanum í fimmtán daga. Jóna segir starfsfólkið hafa verið mjög almennilegt en hún fékk litlar upplýsingar og leið eins og læknarnir gerðu sér ekki fyllilega grein fyrir stöðunni. „Mér var sagt að ég ætti að geta hreyft fæturna stuttu eftir aðgerðina en svo var ekki,“ segir hún.Dásamlegt að lenda á Íslandi Foreldrar Jónu flugu út til Perú og fylgdu henni heim. Heimferðin tók rúman sólarhring og lýsir Jóna henni sem því erfiðasta sem hún hefur upplifað. Fegnust var hún þó að komast heim til Íslands. „Það var dásamlegt að lenda á Íslandi, ég hef sjaldan verið jafn fegin. Það er mikill munur á spítölunum í Suður-Ameríku og hér heima. Þó að þetta hafi verið betra en ég þorði að vona úti þá er heilbrigðiskerfið miklu betra hér og við getum svo sannarlega verið þakklát fyrir það.“Heldur áfram að vera jákvæð Jóna lagðist inn á Landspítalann í Fossvogi og var svo færð yfir á Grensás á Þorláksmessu þar sem hún hefur verið síðan. Stuttu eftir að hún kom heim tjáðu læknarnir henni að líkurnar á að hún fengi aftur mátt í fæturna væru nánast engar. „Það er orðið ljóst að ég mun ekki fá fullan styrk í fæturna en það er ekki enn vitað hversu mikill hann verður eða verður ekki. Ég ætla bara að halda áfram að vera jákvæð. Eftir því sem ég get meira verð ég sáttari við þetta og við erum strax farin að sjá árangur í endurhæfingunni. Ég veit að það verður allt í lagi, sama hvernig þetta fer. Ef maður er með rétta hugarfarið þá kemst maður í gegnum hvað sem er,“ segir hún einlæg.Fékk bestu jólagjöf ævinnar Jóna tekur þessari stóru U-beygju í lífi sínu með einstöku æðruleysi. Ásamt því að vera á fullu í endurhæfingu er hún nú, aðeins sex vikum eftir að hún lamaðist, byrjuð aftur í Menntaskólanum við Hamrahlíð þar sem hún leggur áherslu á sálfræði. Jóna hefur fjölbreytt áhugasvið og segist aðspurð hafa mjög gaman af því að leika, syngja, skrifa og spila á píanó. „Ég fékk hljómborð í jólagjöf og það er besta gjöf sem ég hef á ævinni fengið. Það skiptir engu máli hvort ég get gengið, ég get alltaf spilað á píanóið og hef alveg ofboðslega gaman af því.“Sér ekki eftir tímanum í Perú Þrátt fyrir áfallið segist Jóna ekki sjá eftir tímanum í Perú og segir mánuðina þar vera þá bestu sem hún hefur upplifað. Hún segist ekki vilja hugsa til þess hvort hlutunum væri öðruvísi háttað hefði hún farið fyrr til læknis eða ekki verið stödd í annarri heimsálfu þegar verkirnir gerðu vart við sig. Enginn hefði getað séð þetta fyrir. „Auðvitað koma dagar þar sem ég er reið og líður ömurlega yfir þessu. En ég er nú bara þannig gerð að ég ákvað strax að eyða ekki tíma í að vera reið, hvorki út í sjálfa mig né aðra. Ég las bókina um Pollýönnu og hún var alltaf svo jákvæð og sá það góða við allt, en hún lamaðist líka í sögunni. Þetta er eitthvað sem ég ákvað strax að tileinka mér – að taka bara Pollýönnu á þetta.“Tjáir sig á bloggsíðu sinni Jóna heldur úti blogginu jonaiperu.blogspot.com þar sem hún tjáir sig á einlægan og ítarlegan hátt um veikindi sín. "Ef ég er hreinskilin við sjálfa mig og ykkur finnst mér ég vera manneskja sem get tekist á við svona því ég neita að láta þetta brjóta mig niður, því ég reyni alltaf að vera jákvæð og að þrátt fyrir að þetta hafi gerst er ég enn þakklát fyrir lífið og allt sem ég á og ég neita að vorkenna mér fyrir þetta. " "En ég brotnaði líka niður og gat ekki haldið uppi jákvæðninni. Einu sinni þegar mamma og pabbi voru hjá mér og mér leið illa yfir að þurfa að fara heim sagði ég við mömmu: „Fyrirgefðu, mamma, bara…þetta áttu að vera tíu bestu mánuðir lífs míns en í staðinn fékk ég fjóra mánuði og æxli.“ "Mig dreymir oft drauma þar sem ég hef tilfinningu í löppunum og get hreyft þá en það skrítna er að í þeim draumum er ég alltaf mjög hrædd um að mig sé að dreyma. Sumir af þeim eru líka raunverulegustu draumar sem mig hefur dreymt og t.d. í Perú skoðaði ég umhverfi mitt í draumnum og það var NÁKVÆMLEGA eins og sjúkrastofan þar var." „Núna nýlega hef ég horft á tvær myndir sem fjalla um menn sem eru lamaðir upp að hálsi. Fyrri myndin er franska myndin Intouchables sem flestir hafa séð. Ég fékk tár í augun yfir tveimur atriðanna, þegar allir fóru að dansa heima hjá honum í veislunni því vá, ég sakna þess svo mikið og svo þegar hann talaði um að hann hefði ekki tilfinningu en fyndi samt til. Þetta eru svokallaðir draugaverkir sem lamað fólk fær oft og líka þeir sem hafa misst útlim geta fengið verki í horfna útlimininn, sem er ótrúlegt!"
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira