Stofnanir brjóta lög með því að bjóða ekki túlk Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 27. janúar 2014 11:33 Þrátt fyrir að þjónusta túlka sé lögbundinn réttur á ýmsum sviðum samfélagsins eru mörg dæmi um misbrest á slíku. Algengt er að börn eða kunningjar túlki fyrir ættingja og vini í viðkvæmum málum þrátt fyrir að lög veiti rétt á túlkaþjónustu. Íslensk lög kveða á um að þeir sem tala ekki íslensku eigi rétt á túlki í heilbrigðiskerfinu, við meðferð sakamála, í skólakerfinu, félagskerfinu, almannatryggingamálum og sjúkratryggingamálum. Mikil umræða var um börn og túlkun fyrir þremur árum og skrifaði Sabine Leskopf grein um málið með yfirskriftinni „Mamma, ég held þú sért með krabbamein“. Fyrir utan viðkvæmar læknaheimsóknir tók hún dæmi um börn sem túlkuðu fyrir foreldra sína hjá Sýslumanninum í Reykjavík í skilnaðar- og forsjármálum en ekki eru lög um að sýslumaður þurfi að kalla til túlk.Mörg dæmi um að börn túlki fyrir fjölskyldu sína Þrátt fyrir lagasetningu um túlkun og umræðuna sem hefur skapast hefur staðan ekkert breyst. Túlkar og ráðgjafar sem Fréttablaðið ræddi við voru allir sammála um að mörg dæmi væru um að börn túlkuðu fyrir fjölskyldu sína. Einnig að upplýsa ætti fagfólk um réttindi þeirra sem ekki tala íslensku og efla eftirlit. Jolanta Polanska, Margrét Steinarsdóttir og Edda Ólafsdóttir starfa allar að málefnum innflytjenda og eru sammála um að staða túlkaþjónustu á Íslandi sé ábótavant.„Við fáum fréttir af þessu á hverjum degi,“ segir Jolanta Polanska, sem hefur starfað sem túlkur í fimmtán ár og rekur Túlkaþjónustuna. Hún segist hafa fundið fyrir að ríki og sveitarfélög spari í þessum málum og hefur orðið vitni að dæmum þar sem einstaklingar eiga rétt á túlki en er ekki boðin þjónustan eða hreinlega hafnað um hana. „Ég veit um nokkur tilfelli í mæðraeftirliti þar sem konum er tilkynnt að þær geti aðeins tvisvar fengið túlk í mæðraskoðun. En það er ekki rétt, þær eiga rétt á því í hvert skipti samkvæmt lögunum.“ Edda Ólafsóttir, sérfræðingur í innflytjendamálum á mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur, tekur í sama streng. „Ráðgjafarnir sem starfa hjá okkur hafa heyrt ótal dæmi um börn sem túlka fyrir foreldra. Núna nýlega var tíu ára barn til sex um morguninn á bráðamóttökunni með veikum föður sínum að túlka. Þrátt fyrir að foreldrarnir vilji mögulega að barnið túlki þá eiga yfirvöld að vernda börnin og kalla til túlk.“Opinberar stofnanir neyddar til að brjóta lögMargrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, segist vilja sjá réttinn um túlkaþjónustu vera í stjórnsýslulögum eins og í Finnlandi og Svíþjóð. „Fólki á að bjóðast túlkur og á ekki að þurfa að ganga á eftir því. Þarna eru stjórnvöld að bregðast skyldu sinni og þetta getur leitt til þess að mannréttindi séu brotin. Þekktasta dæmið er konan sem gaf upp forsjá barna sinna því hún skildi ekki hvað fór fram hjá sýslumanni.“ Margrét hefur heyrt dæmi um að stofnanir séu búnar með fjármagnið sem nýta á til túlkaþjónustu og því sé ekki kallaður til túlkur. „Það þarf að auka fjármagnið og eyrnamerkja túlkaþjónustu. Annars er verið að neyða opinberar stofnanir til að brjóta lög. Þar að auki þarf að upplýsa fagfólk um skyldu þess að bjóða túlk þegar lög segja svo fyrir um.“ Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Algengt er að börn eða kunningjar túlki fyrir ættingja og vini í viðkvæmum málum þrátt fyrir að lög veiti rétt á túlkaþjónustu. Íslensk lög kveða á um að þeir sem tala ekki íslensku eigi rétt á túlki í heilbrigðiskerfinu, við meðferð sakamála, í skólakerfinu, félagskerfinu, almannatryggingamálum og sjúkratryggingamálum. Mikil umræða var um börn og túlkun fyrir þremur árum og skrifaði Sabine Leskopf grein um málið með yfirskriftinni „Mamma, ég held þú sért með krabbamein“. Fyrir utan viðkvæmar læknaheimsóknir tók hún dæmi um börn sem túlkuðu fyrir foreldra sína hjá Sýslumanninum í Reykjavík í skilnaðar- og forsjármálum en ekki eru lög um að sýslumaður þurfi að kalla til túlk.Mörg dæmi um að börn túlki fyrir fjölskyldu sína Þrátt fyrir lagasetningu um túlkun og umræðuna sem hefur skapast hefur staðan ekkert breyst. Túlkar og ráðgjafar sem Fréttablaðið ræddi við voru allir sammála um að mörg dæmi væru um að börn túlkuðu fyrir fjölskyldu sína. Einnig að upplýsa ætti fagfólk um réttindi þeirra sem ekki tala íslensku og efla eftirlit. Jolanta Polanska, Margrét Steinarsdóttir og Edda Ólafsdóttir starfa allar að málefnum innflytjenda og eru sammála um að staða túlkaþjónustu á Íslandi sé ábótavant.„Við fáum fréttir af þessu á hverjum degi,“ segir Jolanta Polanska, sem hefur starfað sem túlkur í fimmtán ár og rekur Túlkaþjónustuna. Hún segist hafa fundið fyrir að ríki og sveitarfélög spari í þessum málum og hefur orðið vitni að dæmum þar sem einstaklingar eiga rétt á túlki en er ekki boðin þjónustan eða hreinlega hafnað um hana. „Ég veit um nokkur tilfelli í mæðraeftirliti þar sem konum er tilkynnt að þær geti aðeins tvisvar fengið túlk í mæðraskoðun. En það er ekki rétt, þær eiga rétt á því í hvert skipti samkvæmt lögunum.“ Edda Ólafsóttir, sérfræðingur í innflytjendamálum á mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur, tekur í sama streng. „Ráðgjafarnir sem starfa hjá okkur hafa heyrt ótal dæmi um börn sem túlka fyrir foreldra. Núna nýlega var tíu ára barn til sex um morguninn á bráðamóttökunni með veikum föður sínum að túlka. Þrátt fyrir að foreldrarnir vilji mögulega að barnið túlki þá eiga yfirvöld að vernda börnin og kalla til túlk.“Opinberar stofnanir neyddar til að brjóta lögMargrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, segist vilja sjá réttinn um túlkaþjónustu vera í stjórnsýslulögum eins og í Finnlandi og Svíþjóð. „Fólki á að bjóðast túlkur og á ekki að þurfa að ganga á eftir því. Þarna eru stjórnvöld að bregðast skyldu sinni og þetta getur leitt til þess að mannréttindi séu brotin. Þekktasta dæmið er konan sem gaf upp forsjá barna sinna því hún skildi ekki hvað fór fram hjá sýslumanni.“ Margrét hefur heyrt dæmi um að stofnanir séu búnar með fjármagnið sem nýta á til túlkaþjónustu og því sé ekki kallaður til túlkur. „Það þarf að auka fjármagnið og eyrnamerkja túlkaþjónustu. Annars er verið að neyða opinberar stofnanir til að brjóta lög. Þar að auki þarf að upplýsa fagfólk um skyldu þess að bjóða túlk þegar lög segja svo fyrir um.“
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira