Innlent

Hinsegin fólk stendur ekki jafnfætis gagnkynhneigðum í ættleiðingum þrátt fyrir að lögin kveði svo um

„Ástæðan er einföld. Löndin sem við skiptum við leyfa ekki ættleiðingar samkynhneigðra,“ segir Unnsteinn Jóhannsson, sem fer fyrir áhugahópi um ættleiðingar hinsegins fólks. Í vikunni stóð hópurinn ásamt Samtökunum '78 fyrir fjölmennum fundi um stöðu ættleiðinga á Íslandi eftir lagabreytingar.

Á fundinum kom fram að þrátt fyrir lög og skýran, þverpólitískan, vilja virðast hinsegin pörum ekki vera leiðin greið þegar kemur að ættleiðingum utan landssteinanna.

Unnsteinn segir það sæta furðu að frá árinu 2006 hafi engin eftrifylgni verið með setningu laganna og nú, tæpum átta árum síðar, standi fólk næstum því á sama stað og fyrir lagabreytingu. Brýnt sé að koma á samningum við lönd sem heimila ættleiðingar til samkynhneigðra.

Unnsteinn bendir einnig á að staða trans fólks sé mun verri en líkt og komið hefur fram er transfólk skráð með geðsjúkdóm í opinberum gögnum til þess að niðurgreiðsla fáist á aðgerð þeirra.Unnsteinn segir að ástandið letji mörg hinsegin pör í að stíga skrefið og hefja um ættleiðingaferlið. Nú er því svo komið að aðeins eitt samkynhneigt par er á lista íslenskrar ættleiðingar. Hann hvetur því hinsegin fólk að setja sig í samband við íslenska ættleiðingu til að mynda þrýsting á úrbætur.

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá ítarlegt viðtal við Unnstein úr kvöldfréttum Stöðvar tvö. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.