„Ég væri ekki á lífi ef það væri ekki fyrir kannabis“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 27. janúar 2014 13:10 „Ég væri ekki á lífi ef það væri ekki fyrir kannabis. Ég er sönnun þess að fólk getur reykt kannabis en samt verið aktíft,“ segir Pétur Kristján Guðmundsson, kvikmyndagerðamaður sem lamaðist í slysi í Austurríki fyrir rúmlega þremur árum síðan. Pétur vakti athygli á því að hann reykir kannabis til þess að lina þjáningar sínar í þættinum Sjálfstæðu fólki á Stöð 2 í gær. Pétur þjáist af krónískum verkjum í kjölfar slyssins sem hann lenti í og segir verkjalyfin sem hann fær uppáskrifuð frá læknum ekki duga jafn vel og kannabis. „Þegar ég reyki kannabis fara verkirnir yfirleitt samstundis. Pillurnar virka misvel og ef þær virka þá tekur það langan tíma. Verkjapillurnar sem ég fæ uppáskrifaðar eru líka ofboðslega ávanabindnandi. Líkaminn er rosalega fljótur að byggja upp þol gagnvart þeim og maður þarf sífellt að stækka skammtana,“ segir Pétur.Pétur hefur sagt frá því að hann ætli sér að ganga. Hér sést hann standa á sérhönnuðum spelkum.Honum finnst fáránlegt að vera titlaður, samkvæmt lagaskilgreiningu, sem eiturlyfjafaneytandi. „Það er búið að heilaþvo okkur þegar kemur að kannabisreykingum. Fólk tengir kannabis oft við leti, að þeir sem reyki verði að sófadýrum. Í mínu tilviki er þetta algjörlega öfugt. Ef ég hefði ekki kannabis þá væri ég fastur í sófanum vegna verkjanna, þá væri myndin sem ég var að klára jafnvel ekki til. Allavega miklu styttri. Á meðan ég gerði myndina þurfti ég gjarnan að reykja daglega, til að lina verkina svo ég gæti haldið áfram vinnu minni.“ Pétur nefnir sérstaklega tvö verkjalyf sem hann hefur fengið uppáskrifuð, sem séu skaðleg. „Ég var á lyrica en hætti og tek stundum oxicontin við verkjum. Ef kannabisið virkar ekki á verkina tek ég oxicontin og stundum virkar það. En ég þarf að passa það sérstakelga að taka ekki mikið af oxicontin, því það tekur líkamann stuttan tíma að byggja upp þol gagnvart lyfinu og fólk verður auðveldlega háð því. Þessi lyf eru bæði skaðleg og það er mikill vandi í kringum misnotkun á þeim víða um heim.“ Hann vill þó taka fram að hann er algjörlega á móti því að unglingar reyki kannabis. „Ef ungt fólk reykir, þá getur það leitt til varanlegrar skerðingar á þroska. Alveg eins og með alla aðra vímugjafa – ungt fólk á að láta þetta í friði. En það eru dæmi um að kannabis bjargi fólki, til dæmis var ungri stúlku í Colorado bjargað með því að gefa henni efni unnin úr Kannabis,“ útskýrir Pétur.* Pétur vinnur nú að því að koma heimildamynd sinni, sem ber titilinn Heild, í kvikmyndahús. Í desember sagði Vísir frá því að Pétur hafði lokið við myndina. Pétur vann myndina nánast alla á eigin spýtur og ætlar að nota ágóðann sem hlýst af myndinni í tilraunir á sjálfum sér í þágu framþróunnar á úrræðum fyrir lamaða. Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Tuttugu milljónir í bankanum og kona í haldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Sjá meira
„Ég væri ekki á lífi ef það væri ekki fyrir kannabis. Ég er sönnun þess að fólk getur reykt kannabis en samt verið aktíft,“ segir Pétur Kristján Guðmundsson, kvikmyndagerðamaður sem lamaðist í slysi í Austurríki fyrir rúmlega þremur árum síðan. Pétur vakti athygli á því að hann reykir kannabis til þess að lina þjáningar sínar í þættinum Sjálfstæðu fólki á Stöð 2 í gær. Pétur þjáist af krónískum verkjum í kjölfar slyssins sem hann lenti í og segir verkjalyfin sem hann fær uppáskrifuð frá læknum ekki duga jafn vel og kannabis. „Þegar ég reyki kannabis fara verkirnir yfirleitt samstundis. Pillurnar virka misvel og ef þær virka þá tekur það langan tíma. Verkjapillurnar sem ég fæ uppáskrifaðar eru líka ofboðslega ávanabindnandi. Líkaminn er rosalega fljótur að byggja upp þol gagnvart þeim og maður þarf sífellt að stækka skammtana,“ segir Pétur.Pétur hefur sagt frá því að hann ætli sér að ganga. Hér sést hann standa á sérhönnuðum spelkum.Honum finnst fáránlegt að vera titlaður, samkvæmt lagaskilgreiningu, sem eiturlyfjafaneytandi. „Það er búið að heilaþvo okkur þegar kemur að kannabisreykingum. Fólk tengir kannabis oft við leti, að þeir sem reyki verði að sófadýrum. Í mínu tilviki er þetta algjörlega öfugt. Ef ég hefði ekki kannabis þá væri ég fastur í sófanum vegna verkjanna, þá væri myndin sem ég var að klára jafnvel ekki til. Allavega miklu styttri. Á meðan ég gerði myndina þurfti ég gjarnan að reykja daglega, til að lina verkina svo ég gæti haldið áfram vinnu minni.“ Pétur nefnir sérstaklega tvö verkjalyf sem hann hefur fengið uppáskrifuð, sem séu skaðleg. „Ég var á lyrica en hætti og tek stundum oxicontin við verkjum. Ef kannabisið virkar ekki á verkina tek ég oxicontin og stundum virkar það. En ég þarf að passa það sérstakelga að taka ekki mikið af oxicontin, því það tekur líkamann stuttan tíma að byggja upp þol gagnvart lyfinu og fólk verður auðveldlega háð því. Þessi lyf eru bæði skaðleg og það er mikill vandi í kringum misnotkun á þeim víða um heim.“ Hann vill þó taka fram að hann er algjörlega á móti því að unglingar reyki kannabis. „Ef ungt fólk reykir, þá getur það leitt til varanlegrar skerðingar á þroska. Alveg eins og með alla aðra vímugjafa – ungt fólk á að láta þetta í friði. En það eru dæmi um að kannabis bjargi fólki, til dæmis var ungri stúlku í Colorado bjargað með því að gefa henni efni unnin úr Kannabis,“ útskýrir Pétur.* Pétur vinnur nú að því að koma heimildamynd sinni, sem ber titilinn Heild, í kvikmyndahús. Í desember sagði Vísir frá því að Pétur hafði lokið við myndina. Pétur vann myndina nánast alla á eigin spýtur og ætlar að nota ágóðann sem hlýst af myndinni í tilraunir á sjálfum sér í þágu framþróunnar á úrræðum fyrir lamaða.
Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Tuttugu milljónir í bankanum og kona í haldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Sjá meira