Framandi sjávarlífverur ógna lífríki í íslenskum sjó Hrund Þórsdóttir skrifar 26. janúar 2014 00:01 Guðrún Þórarinsdóttir, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir fæstar nýju tegundanna skaðlegar en þó einhverjar. Fjöldi framandi sjávarlífvera við Ísland hefur aukist mikið á undanförnum árum og hafa um 15 nýjar tegundir tekið sér bólfestu. Sumar eru skaðlegar og breyta ásýnd lífríkisins en aðrar gætu jafnvel orðið arðbærar. Þessa miklu aukningu má fyrst og fremst rekja til hlýnunar sjávar og stóraukinnar skipaumferðar. Skipin koma hingað full af kjölfestuvatni. „Þegar þau nálgast landið henda þau kjölfestuvatninu út í sjó og í því eru fleiri hundruð eða þúsundir lífvera. Þessu er sem sagt bara dömpað hér út í sjóinn hvar sem er,“ segir Guðrún Þórarinsdóttir, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. Sumar tegundir verða ráðandi og breyta ásýnd lífríkisins. „Ef þetta eru slæmar tegundir geta þær haft virkilegan efnahagslegan skaða, haft áhrif á veiðar og allt mögulegt og jafnvel haft heilsufarslegan skaða ef sjúkdómar fylgja þeim,“ segir Guðrún. Vírusar og bakteríur geta sem dæmi borist með skeljum út í lífríkið og þaðan í fólk, en hér eru engin dæmi um það. Fæstar nýjar tegundir eru skaðlegar en þó má nefna sandrækju og flundru, sem hingað komu frá Evrópu. Flundran er gráðug í seiði, sérstaklega annarra flatfiska, svo þeirri tegund þarf að hafa gætur á. Sagþang er botnsþörungategund sem hefur breiðst lítið út en þó útrýmt skúfþangi þar sem það var fyrir. Svo er það glærmöttullinn sem fannst hér fyrst árið 2007. Hann hefur valdið miklu fjárhagslegu tjóni í kræklingarækt erlendis. Ágengastur er þó grjótkrabbinn, sem kom hingað árið 2006 frá austurströnd Bandaríkjanna eða Kanada. Útbreiðsla hans er gríðarleg á stuttum tíma. „Þessi tegund er veidd til manneldis í Kanada og þetta er verðmæt krabbategund. Það verður að segjast að hann er miklu stærri og verðmætari en þær krabbategundir sem hann er að útrýma hérna hjá okkur,“ segir Guðrún. Grjótkrabbinn gæti því verið fjárhagslega arðbær. „Ógnin felst í því að lífríkið breytist og maður veit aldrei hvaða afleiðingar það hefur. Afkoma okkar byggir á sjónum í kringum landið og því sem hann inniheldur svo við verðum að fylgjast mjög vel með því hvað kemur hingað og hvað stefnir í.“ Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Fjöldi framandi sjávarlífvera við Ísland hefur aukist mikið á undanförnum árum og hafa um 15 nýjar tegundir tekið sér bólfestu. Sumar eru skaðlegar og breyta ásýnd lífríkisins en aðrar gætu jafnvel orðið arðbærar. Þessa miklu aukningu má fyrst og fremst rekja til hlýnunar sjávar og stóraukinnar skipaumferðar. Skipin koma hingað full af kjölfestuvatni. „Þegar þau nálgast landið henda þau kjölfestuvatninu út í sjó og í því eru fleiri hundruð eða þúsundir lífvera. Þessu er sem sagt bara dömpað hér út í sjóinn hvar sem er,“ segir Guðrún Þórarinsdóttir, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. Sumar tegundir verða ráðandi og breyta ásýnd lífríkisins. „Ef þetta eru slæmar tegundir geta þær haft virkilegan efnahagslegan skaða, haft áhrif á veiðar og allt mögulegt og jafnvel haft heilsufarslegan skaða ef sjúkdómar fylgja þeim,“ segir Guðrún. Vírusar og bakteríur geta sem dæmi borist með skeljum út í lífríkið og þaðan í fólk, en hér eru engin dæmi um það. Fæstar nýjar tegundir eru skaðlegar en þó má nefna sandrækju og flundru, sem hingað komu frá Evrópu. Flundran er gráðug í seiði, sérstaklega annarra flatfiska, svo þeirri tegund þarf að hafa gætur á. Sagþang er botnsþörungategund sem hefur breiðst lítið út en þó útrýmt skúfþangi þar sem það var fyrir. Svo er það glærmöttullinn sem fannst hér fyrst árið 2007. Hann hefur valdið miklu fjárhagslegu tjóni í kræklingarækt erlendis. Ágengastur er þó grjótkrabbinn, sem kom hingað árið 2006 frá austurströnd Bandaríkjanna eða Kanada. Útbreiðsla hans er gríðarleg á stuttum tíma. „Þessi tegund er veidd til manneldis í Kanada og þetta er verðmæt krabbategund. Það verður að segjast að hann er miklu stærri og verðmætari en þær krabbategundir sem hann er að útrýma hérna hjá okkur,“ segir Guðrún. Grjótkrabbinn gæti því verið fjárhagslega arðbær. „Ógnin felst í því að lífríkið breytist og maður veit aldrei hvaða afleiðingar það hefur. Afkoma okkar byggir á sjónum í kringum landið og því sem hann inniheldur svo við verðum að fylgjast mjög vel með því hvað kemur hingað og hvað stefnir í.“
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira