Framandi sjávarlífverur ógna lífríki í íslenskum sjó Hrund Þórsdóttir skrifar 26. janúar 2014 00:01 Guðrún Þórarinsdóttir, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir fæstar nýju tegundanna skaðlegar en þó einhverjar. Fjöldi framandi sjávarlífvera við Ísland hefur aukist mikið á undanförnum árum og hafa um 15 nýjar tegundir tekið sér bólfestu. Sumar eru skaðlegar og breyta ásýnd lífríkisins en aðrar gætu jafnvel orðið arðbærar. Þessa miklu aukningu má fyrst og fremst rekja til hlýnunar sjávar og stóraukinnar skipaumferðar. Skipin koma hingað full af kjölfestuvatni. „Þegar þau nálgast landið henda þau kjölfestuvatninu út í sjó og í því eru fleiri hundruð eða þúsundir lífvera. Þessu er sem sagt bara dömpað hér út í sjóinn hvar sem er,“ segir Guðrún Þórarinsdóttir, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. Sumar tegundir verða ráðandi og breyta ásýnd lífríkisins. „Ef þetta eru slæmar tegundir geta þær haft virkilegan efnahagslegan skaða, haft áhrif á veiðar og allt mögulegt og jafnvel haft heilsufarslegan skaða ef sjúkdómar fylgja þeim,“ segir Guðrún. Vírusar og bakteríur geta sem dæmi borist með skeljum út í lífríkið og þaðan í fólk, en hér eru engin dæmi um það. Fæstar nýjar tegundir eru skaðlegar en þó má nefna sandrækju og flundru, sem hingað komu frá Evrópu. Flundran er gráðug í seiði, sérstaklega annarra flatfiska, svo þeirri tegund þarf að hafa gætur á. Sagþang er botnsþörungategund sem hefur breiðst lítið út en þó útrýmt skúfþangi þar sem það var fyrir. Svo er það glærmöttullinn sem fannst hér fyrst árið 2007. Hann hefur valdið miklu fjárhagslegu tjóni í kræklingarækt erlendis. Ágengastur er þó grjótkrabbinn, sem kom hingað árið 2006 frá austurströnd Bandaríkjanna eða Kanada. Útbreiðsla hans er gríðarleg á stuttum tíma. „Þessi tegund er veidd til manneldis í Kanada og þetta er verðmæt krabbategund. Það verður að segjast að hann er miklu stærri og verðmætari en þær krabbategundir sem hann er að útrýma hérna hjá okkur,“ segir Guðrún. Grjótkrabbinn gæti því verið fjárhagslega arðbær. „Ógnin felst í því að lífríkið breytist og maður veit aldrei hvaða afleiðingar það hefur. Afkoma okkar byggir á sjónum í kringum landið og því sem hann inniheldur svo við verðum að fylgjast mjög vel með því hvað kemur hingað og hvað stefnir í.“ Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Fjöldi framandi sjávarlífvera við Ísland hefur aukist mikið á undanförnum árum og hafa um 15 nýjar tegundir tekið sér bólfestu. Sumar eru skaðlegar og breyta ásýnd lífríkisins en aðrar gætu jafnvel orðið arðbærar. Þessa miklu aukningu má fyrst og fremst rekja til hlýnunar sjávar og stóraukinnar skipaumferðar. Skipin koma hingað full af kjölfestuvatni. „Þegar þau nálgast landið henda þau kjölfestuvatninu út í sjó og í því eru fleiri hundruð eða þúsundir lífvera. Þessu er sem sagt bara dömpað hér út í sjóinn hvar sem er,“ segir Guðrún Þórarinsdóttir, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. Sumar tegundir verða ráðandi og breyta ásýnd lífríkisins. „Ef þetta eru slæmar tegundir geta þær haft virkilegan efnahagslegan skaða, haft áhrif á veiðar og allt mögulegt og jafnvel haft heilsufarslegan skaða ef sjúkdómar fylgja þeim,“ segir Guðrún. Vírusar og bakteríur geta sem dæmi borist með skeljum út í lífríkið og þaðan í fólk, en hér eru engin dæmi um það. Fæstar nýjar tegundir eru skaðlegar en þó má nefna sandrækju og flundru, sem hingað komu frá Evrópu. Flundran er gráðug í seiði, sérstaklega annarra flatfiska, svo þeirri tegund þarf að hafa gætur á. Sagþang er botnsþörungategund sem hefur breiðst lítið út en þó útrýmt skúfþangi þar sem það var fyrir. Svo er það glærmöttullinn sem fannst hér fyrst árið 2007. Hann hefur valdið miklu fjárhagslegu tjóni í kræklingarækt erlendis. Ágengastur er þó grjótkrabbinn, sem kom hingað árið 2006 frá austurströnd Bandaríkjanna eða Kanada. Útbreiðsla hans er gríðarleg á stuttum tíma. „Þessi tegund er veidd til manneldis í Kanada og þetta er verðmæt krabbategund. Það verður að segjast að hann er miklu stærri og verðmætari en þær krabbategundir sem hann er að útrýma hérna hjá okkur,“ segir Guðrún. Grjótkrabbinn gæti því verið fjárhagslega arðbær. „Ógnin felst í því að lífríkið breytist og maður veit aldrei hvaða afleiðingar það hefur. Afkoma okkar byggir á sjónum í kringum landið og því sem hann inniheldur svo við verðum að fylgjast mjög vel með því hvað kemur hingað og hvað stefnir í.“
Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira