Fleiri fréttir

Lömdu og rændu unga stúlku

Tvær ákærðu veittust að öðru fórnarlambinu sem var þá 19 ára með spörkum í bak jafnframt sem þær slógu hana í andlitið með höndunum og með spýtu í lærið.

Endurspeglar refsiþorsta yfirvalda í fíkniefnamálum

Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata segir að eins árs fangelsisdómur yfir spænskri stúlku sem var handtekin á Keflavíkurflugvelli í október fyrir fíkniefnasmygl endurspegli refsiþorsta yfirvalda í fíkniefnamálum.

Tennur grísa slípaðar til að minnka skaða

„Mér þykir furðulegt að heyra virtan dýralækni gefa það í skyn að það sé ekki verið að huga að velferð svína þegar tennur þeirra eru slípaðar,“ segir Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands.

Mannréttindi og viðskiptahagsmunir togast á

Utanríkisráðherra segir samkomulag við Kínverja um hvernig rætt skuli um vinnuverndar- og mannréttindamál við Kína. Talskona Falun Gong er á móti fríverslunarsamningi við Kína sem bíður staðfestingar Alþingis.

Ákærðu í Gálgahraunsmáli neituðu öll sök

Ein þeirra ákærðu er 71 árs gömul kona sem sat í hrauninu með kaffibrúsann sinn af hugsjón. "Maður hlýtur að velta því fyrir sér hver situr á toppnum,“ segir Skúli Bjarnason, lögmaður fjögurra ákærðu.

Flestir vilja sjá Dag sem borgarstjóra

Rétt tæplega helmingur þeirra, sem spurðir voru í könnun Félagsvísindastofnunar Háskólans fyrir Morgunblaðið, vill að Dagur B.Eggertsson verði næsti borgarstjóri.

Hálka víða um land

Mikil hálka er víða á vegum landsins, en ekki er vitað um slys eða óhöpp vegna hennar. Í gærkvöldi varaði Veðurstofan við því að hiti færi lækkandi á láglendi og yrði í kringum frostmarkið í nótt.

Framhaldsskólakennarar eiga digran verkfallssjóð

Samningar framhaldsskólakennara renna út í lok janúar. Djúp gjá milli kennaranna og viðsemjenda þeirra. Framhaldsskólar eru hringlandi beinagrindur. 1.400 milljónir króna í sameiginlegum verkfallssjóði.

Ráðherrar beiti sér fyrir Hjördísi

Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, kallaði eftir því á Alþingi í gær að ráðherrar ríkisstjórnarinnar beittu sér í máli Hjördísar Svan.

Ráðherra svari Skagfirðingum

"Það algera áhugaleysi sem ráðherrar í ríkisstjórn Íslands undir forystu Framsóknarflokksins sýna málefnum Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki er vægast sagt sláandi,“ segir í bókun Sigurjóns Þórðarsonar, fulltrúa Frjálslyndra og óháðra í sveitarstjórn Skagafjarðar.

Ungri konu byrlað ketamín í Keflavík

Alexandra Marý Hauksdóttir varð fyrir vægast sagt slæmri lífsreynslu um helgina en henni var byrlað ketamín á skemmtistað í Reykjanesbæ.

Þörf á túlkun metin þrátt fyrir lögbundinn rétt

Samkvæmt reglum Heilsugæslunnar taka heilbrigðisstarfsmenn ákvörðun um hvort pantaður sé túlkur. Framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands segir hvergi koma fram í lögum að meta eigi þörf á túlkun heldur séu það skýr réttindi.

Of mikið magnesíum veldur niðurgangi

Mikið magnesíumæði hefur gripið landann á nýju ári og virðist almenningur vera nota efnið til að hreinsa líkamann og jafnvel til að léttast.

Spurt um uppruna peninga

Dönsk skattayfirvöld fóru í sérstakt átak til að kanna fjármagnsflutninga frá Danmörku til lágskattaríkja.

Bæjarstjórnarfundir fyrir opnum dyrum

„Bæjarstjórnarfundir eru haldnir fyrir opnum dyrum,“ segir í svari Kópavogsbæjar til Kauphallar Íslands sem óskaði skýringa á því að fjölmiðlar sögðu frá samþykkt um byggingu félagslegs húsnæðis áður en tilkynning barst um málið til Kauphallarinnar.

Hvatt til óháðrar rannsóknar á lekamálinu

Innanríkisráðherra segir ítarlega rannsókn innan innanríkisráðuneytisins og stofnana þess sýna að minnisblað um hælisleitanda hafi ekki komið úr ráðuneytinu. Mörður Árnason er með minnisblaðið.

"Ég gerði þetta til að vernda fjölskyldu mína“

"Ég myndi gera þetta aftur til að vernda móður mína og systur.“ Þetta segir spænsk stúlka sem hlaut árs fangelsisdóm fyrir fíkniefnasmygl sem hún var neydd til að taka þátt í. Héraðsdómur taldi sögu hennar trúverðuga en ákvað engu að síður að læsa stúlkuna á bak við lás og slá.

Lífríki sjávar: Íslendingar sinna forvörnum illa

Íslendingar hafa sinnt forvörnum gegn framandi sjávarlífverum illa og margar nýjar tegundir hafa náð fótfestu í hafinu umhverfis landið. Sumar eru skaðlegar og þetta gæti stefnt mikilvægum hagsmunum í hættu.

„Þetta er út í hött“

Það er út í hött að halda því fram að fósturforeldrar hafi fjárhagslegan ávinning af því að fóstra börn á heimilum sínum, segir varaformaður Félags fósturforeldra. Hún og maður hennar gerðust fósturforeldrar af hugsjón og segja umræðu um annað óþægilega.

„Sami árangur ætti að nást hjá öllum þjóðfélagshópum“

Íslendingar státa af einni lægstu tíðni reykinga í Evrópu, og sífellt færri landsmenn reykja daglega. Það vekur hinsvegar athygli að umtalsverður munur er á fjölda dagreykingafólks þegar menntun er annars vegar auk þess sem talsverður munur er á tíðni daglegra reykinga eftir fjölskyldutekjum

Vill leiða Ríkisútvarpið inn í nýja tíma

"Ég hef engin áform um að koma inn með hvelli, en hef þó ákveðnar hugmyndir um hvernig ég vill sjá Ríkisútvarpið þróast," segir Magnús Geir Þórðarson, nýráðinn útvarpsstjóri. Hann segist hlakka til að takast á við nýja áskorun, en segist jafnframt gerira sér grein fyrir að hann eigi ekki auðvelt verk fyrir höndum.

Mótmæla hugmyndum um náttúrupassa

SAMÚT, samtök útivistarfélaga, mómæla harðlega hugmyndum um náttúrupassa. Á fjölmennum félagsfundi SAMÚT þann 15. janúar síðastliðin var eftirfarandi ályktun samþykkt:

Sjá næstu 50 fréttir