Mannréttindi og viðskiptahagsmunir togast á Heimir Már Pétursson skrifar 28. janúar 2014 12:54 Utanríkisráðherra segir samkomulag við Kínverja um hvernig rætt skuli um vinnuverndar- og mannréttindamál við Kína. Talskona Falun Gong er á móti fríverslunarsamningi við Kína sem bíður staðfestingar Alþingis. Utanríkisráðherra segir mikla efnahagslega hagsmuni felast í fríverslunarsamningi við Kína sem Ísland hefur fyrst evrópuþjóða undirritað. Talskona Falun Gong á Íslandi segir mannréttindi skipta meira máli en efnahagslegur ávinningur. Atkvæðagreiðslu um þingsályktun vegna fríverslunarsamnings Íslands og Kína var frestað á Alþingi í gær að ósk Birgittu Jónsdóttur þingmanns Pírata sem var í útlöndum en vill vera viðstödd atkvæðagreiðsluna. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir samninginn hefðbundinn fríverslunarsamning. Í dag flytji Íslendingar t.d. út töluvert af sjávarafurðum til Kína sem beri tolla. „Þeir tollar munu falla niður í áföngum eða strax við gildistöku samningsins. Það má líka nefna möguleika varðandi landbúnaðarafurðir. Í þessum samningi er fjallað um hugverkaréttindi, það er fjallað um þjónustuviðskipti og svo framvegis. Þannig að við erum að opna með þessu á tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki hvort sem er í framleiðslu eða þjónustu að gríðarlega stórum markaði,“ segir Gunnar Bragi. Á móti fá Kínverjar eðli málsins samkvæmt að flytja inn vörur til Íslands en ekkert er um fjárfestingar í samningnum segir utanríkisráðherra, heldur vísað til eldri fjárfestingasamnings frá 1994 sem enn sé í gildi. En Ísland sé fyrsta evrópuríkið til að gera fríverslunarsamning við Kína. Utanríkisráðherra segir Íslendinga eiga samskipti og samstarf við ýmsar þjóðir þar sem bæta megi stöðu mannréttindamála. „Og við nýtum hvert einasta tækifæri til að minnast á það og brýna Kínverja eða aðra sem við ræðum við hvar þeir þurfa og megi gera betur. Við gerum sérstakt samkomulag við Kínversk stjórnvöld um hvernig við ætlum að nálgast þessi mál, varðandi vinnuréttindi og varðandi mannréttindamál,“ segir utanríkisráðherra.Þórdís Hauksdóttir talskona Falun Gong á Íslandi telur efnahagslegan ávinning ekki réttlæta fríverslunarsamning við Kína þar sem mannréttindi og manngildi sitji á hakanum. „Og þá á ég við að íslensk fyrirtæki gætu farið með tímanum að þrýsta á einhvers konar þjónkun við kínversk stjórnvöld, og nóg er nú samt. Við höfum orðið uppvís að því samkvæmt úrskurðum að hafa brotið mannréttindi á bæði íslenskum og erlendum þegnum til að þóknast þeim. Þetta myndi væntanlega ekki draga úr því, frekar öfugt,“ segir Þórdís. Ef mannréttindi væru Íslendingum efst í huga væru aðrar leiðir áhrifameiri í samskiptum við Kína, samtöl bakvið luktar dyr skili ekki árangri. „Það eru opinberar yfirlýsingar og að standa fast á okkar grunngildum. Ekki kvika frá þeim og síst af öllu fyrir þá sem þrýsta á okkur eins og kínversk stjórnvöld hafa verið staðin að að gera hér á landi og víðar,“ segir Þórdís Hauksdóttir talskona Falun Gong á Íslandi. Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
Utanríkisráðherra segir mikla efnahagslega hagsmuni felast í fríverslunarsamningi við Kína sem Ísland hefur fyrst evrópuþjóða undirritað. Talskona Falun Gong á Íslandi segir mannréttindi skipta meira máli en efnahagslegur ávinningur. Atkvæðagreiðslu um þingsályktun vegna fríverslunarsamnings Íslands og Kína var frestað á Alþingi í gær að ósk Birgittu Jónsdóttur þingmanns Pírata sem var í útlöndum en vill vera viðstödd atkvæðagreiðsluna. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir samninginn hefðbundinn fríverslunarsamning. Í dag flytji Íslendingar t.d. út töluvert af sjávarafurðum til Kína sem beri tolla. „Þeir tollar munu falla niður í áföngum eða strax við gildistöku samningsins. Það má líka nefna möguleika varðandi landbúnaðarafurðir. Í þessum samningi er fjallað um hugverkaréttindi, það er fjallað um þjónustuviðskipti og svo framvegis. Þannig að við erum að opna með þessu á tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki hvort sem er í framleiðslu eða þjónustu að gríðarlega stórum markaði,“ segir Gunnar Bragi. Á móti fá Kínverjar eðli málsins samkvæmt að flytja inn vörur til Íslands en ekkert er um fjárfestingar í samningnum segir utanríkisráðherra, heldur vísað til eldri fjárfestingasamnings frá 1994 sem enn sé í gildi. En Ísland sé fyrsta evrópuríkið til að gera fríverslunarsamning við Kína. Utanríkisráðherra segir Íslendinga eiga samskipti og samstarf við ýmsar þjóðir þar sem bæta megi stöðu mannréttindamála. „Og við nýtum hvert einasta tækifæri til að minnast á það og brýna Kínverja eða aðra sem við ræðum við hvar þeir þurfa og megi gera betur. Við gerum sérstakt samkomulag við Kínversk stjórnvöld um hvernig við ætlum að nálgast þessi mál, varðandi vinnuréttindi og varðandi mannréttindamál,“ segir utanríkisráðherra.Þórdís Hauksdóttir talskona Falun Gong á Íslandi telur efnahagslegan ávinning ekki réttlæta fríverslunarsamning við Kína þar sem mannréttindi og manngildi sitji á hakanum. „Og þá á ég við að íslensk fyrirtæki gætu farið með tímanum að þrýsta á einhvers konar þjónkun við kínversk stjórnvöld, og nóg er nú samt. Við höfum orðið uppvís að því samkvæmt úrskurðum að hafa brotið mannréttindi á bæði íslenskum og erlendum þegnum til að þóknast þeim. Þetta myndi væntanlega ekki draga úr því, frekar öfugt,“ segir Þórdís. Ef mannréttindi væru Íslendingum efst í huga væru aðrar leiðir áhrifameiri í samskiptum við Kína, samtöl bakvið luktar dyr skili ekki árangri. „Það eru opinberar yfirlýsingar og að standa fast á okkar grunngildum. Ekki kvika frá þeim og síst af öllu fyrir þá sem þrýsta á okkur eins og kínversk stjórnvöld hafa verið staðin að að gera hér á landi og víðar,“ segir Þórdís Hauksdóttir talskona Falun Gong á Íslandi.
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira