„Þetta er út í hött“ Hrund Þórsdóttir skrifar 27. janúar 2014 20:00 Síðustu daga hefur Stöð 2 fjallað um mál sex ára stúlku sem Hæstiréttur úrskurðaði að skyldi dvelja hjá fósturfjölskyldu á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu væru til rannsóknar. Stúlkan var flutt til Íslands árið 2012 af móðurafa sínum, en um er að ræða flóttafólk frá Haítí.Í samtali við Vísi í gærkvöldi sagði lögmaður afans meðal annars að verið væri að færa íslenskri fósturfjölskyldu barn á silfurfati og að fósturfjölskyldan hefði fjárhagslega hagsmuni af því að hafa barnið hjá sér og það sem lengst. „Þarna er látið í veðri vaka að fósturfjölskyldan hafi haft eitthvað um það að segja hvort, hvar og hversu lengi barnið ætti að vistast utan heimilis sem er alveg fráleitt,“ segir Steinunn Kristín Pétursdóttir, varaformaður Félags fósturforeldra.Greiðslur til fósturforeldra eru ákvarðaðar af velferðarráðuneytinu og Steinunn segir þær standa straum af góðri umönnun fyrir börnin en ekkert meira en það. „Þegar sagt er að fósturfjölskylda hafi fjárhagslegan ávinning af því að taka barn í fóstur er hægt að líkja því við að sendibílstjóri hafi fjárhagslegan ávinning af því að fá fólk borið út af heimilum sínum af því að hann hefur avtvinnu af því að flytja búslóðir,“ segir Steinunn. Í samtalinu við Vísi sagði lögmaðurinn einnig að venjulega væru börn fyrst færð á Vistheimili barna en að í þessu máli hefði stúlkan strax verið send á heimili fósturforeldra og þar hefði beðið hennar bleikmálað herbergi með nafni stúlkunnar. Þetta væri skrýtið. Steinunn segir þetta hins vegar bera vott um alúð sem fósturforeldrarnir hafi sýnt stúlkunni, enda sé fósturforeldrum alltaf uppálagt að leggja sig fram um að börn sem tekin séu í fóstur finni að þau séu velkomin á heimilin og tilheyri fjölskyldunni. Hún og maður hennar gerðust fósturforeldrar af hugsjón. „Við vitum að þörfin er mikil víða og þetta var okkar leið til að greiða til baka til samfélagsins, ef við getum orðað það sem svo.“ Hún segir ummæli lögmannsins óþægileg. „Þetta eru alltaf erfið mál svo oft eru svona ummæli viðhöfð í miklum tilfinningahita. Við höfum svo sem skilning á því en það er engu að síður óþægilegt að lesa þetta eða heyra,“ segir Steinunn að lokum. Tengdar fréttir Barnsgrátur barst frá íbúðinni á öllum tímum sólarhrings Fjögur önnur börn eru til heimilis á sama stað og sex ára gömul telpa sem Hæstiréttur úrskurðaði í gær að skyldi dvelja hjá fósturfjölskyldu á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu eru til rannsóknar. Grunur leikur á að telpan hafi verið fórnarlamb mansals 26. janúar 2014 19:15 Fjögur önnur börn búa á heimili meints mansalsfórnarlambs Fjögur önnur börn eru til heimilis á sama stað og sex ára gömul telpa sem Hæstiréttur úrskurðaði í gær að skyldi dvelja hjá fósturfjölskyldu á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu eru til rannsóknar. 26. janúar 2014 18:00 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira
Síðustu daga hefur Stöð 2 fjallað um mál sex ára stúlku sem Hæstiréttur úrskurðaði að skyldi dvelja hjá fósturfjölskyldu á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu væru til rannsóknar. Stúlkan var flutt til Íslands árið 2012 af móðurafa sínum, en um er að ræða flóttafólk frá Haítí.Í samtali við Vísi í gærkvöldi sagði lögmaður afans meðal annars að verið væri að færa íslenskri fósturfjölskyldu barn á silfurfati og að fósturfjölskyldan hefði fjárhagslega hagsmuni af því að hafa barnið hjá sér og það sem lengst. „Þarna er látið í veðri vaka að fósturfjölskyldan hafi haft eitthvað um það að segja hvort, hvar og hversu lengi barnið ætti að vistast utan heimilis sem er alveg fráleitt,“ segir Steinunn Kristín Pétursdóttir, varaformaður Félags fósturforeldra.Greiðslur til fósturforeldra eru ákvarðaðar af velferðarráðuneytinu og Steinunn segir þær standa straum af góðri umönnun fyrir börnin en ekkert meira en það. „Þegar sagt er að fósturfjölskylda hafi fjárhagslegan ávinning af því að taka barn í fóstur er hægt að líkja því við að sendibílstjóri hafi fjárhagslegan ávinning af því að fá fólk borið út af heimilum sínum af því að hann hefur avtvinnu af því að flytja búslóðir,“ segir Steinunn. Í samtalinu við Vísi sagði lögmaðurinn einnig að venjulega væru börn fyrst færð á Vistheimili barna en að í þessu máli hefði stúlkan strax verið send á heimili fósturforeldra og þar hefði beðið hennar bleikmálað herbergi með nafni stúlkunnar. Þetta væri skrýtið. Steinunn segir þetta hins vegar bera vott um alúð sem fósturforeldrarnir hafi sýnt stúlkunni, enda sé fósturforeldrum alltaf uppálagt að leggja sig fram um að börn sem tekin séu í fóstur finni að þau séu velkomin á heimilin og tilheyri fjölskyldunni. Hún og maður hennar gerðust fósturforeldrar af hugsjón. „Við vitum að þörfin er mikil víða og þetta var okkar leið til að greiða til baka til samfélagsins, ef við getum orðað það sem svo.“ Hún segir ummæli lögmannsins óþægileg. „Þetta eru alltaf erfið mál svo oft eru svona ummæli viðhöfð í miklum tilfinningahita. Við höfum svo sem skilning á því en það er engu að síður óþægilegt að lesa þetta eða heyra,“ segir Steinunn að lokum.
Tengdar fréttir Barnsgrátur barst frá íbúðinni á öllum tímum sólarhrings Fjögur önnur börn eru til heimilis á sama stað og sex ára gömul telpa sem Hæstiréttur úrskurðaði í gær að skyldi dvelja hjá fósturfjölskyldu á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu eru til rannsóknar. Grunur leikur á að telpan hafi verið fórnarlamb mansals 26. janúar 2014 19:15 Fjögur önnur börn búa á heimili meints mansalsfórnarlambs Fjögur önnur börn eru til heimilis á sama stað og sex ára gömul telpa sem Hæstiréttur úrskurðaði í gær að skyldi dvelja hjá fósturfjölskyldu á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu eru til rannsóknar. 26. janúar 2014 18:00 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira
Barnsgrátur barst frá íbúðinni á öllum tímum sólarhrings Fjögur önnur börn eru til heimilis á sama stað og sex ára gömul telpa sem Hæstiréttur úrskurðaði í gær að skyldi dvelja hjá fósturfjölskyldu á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu eru til rannsóknar. Grunur leikur á að telpan hafi verið fórnarlamb mansals 26. janúar 2014 19:15
Fjögur önnur börn búa á heimili meints mansalsfórnarlambs Fjögur önnur börn eru til heimilis á sama stað og sex ára gömul telpa sem Hæstiréttur úrskurðaði í gær að skyldi dvelja hjá fósturfjölskyldu á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu eru til rannsóknar. 26. janúar 2014 18:00