Ungri konu byrlað ketamín í Keflavík Stefán Árni Pálsson skrifar 28. janúar 2014 07:00 Alexandra Marý Hauksdóttir hvetur alla til að fara varlega á skemmtanalífinu. mynd /aðsend Alexandra Marý Hauksdóttir varð fyrir vægast sagt slæmri lífsreynslu um helgina en henni var byrlað ketamín á skemmtistað í Reykjanesbæ. Alexandra sem er um tvítugt lýsir reynslu sinni sem hreinni matröð. „Ég byrjaði kvöldið í heimahúsi með vinkonum mínum hér í Grindavík, bara að spila og hafa gaman áður en leiðinni var haldið í tvítugsafmæli. Þar drukkum við nokkra drykki og héldum svo í veisluna,“ segir Alexandra, í samtali við Vísi. „Afmæli var haldið á skemmtistaðnum Mamma Mía og þar drakk ég kannski tvö glös og var bara mjög hress og skemmti mér vel á þeim tíma.“ Alexandra segist því næst hafa farið á skemmtistaðinn Center í Keflavík, stoppað stutt við og haldið síðan yfir á Players.Man ekkert eftir kvöldinu „Ég fór á barinn inn á Players og fékk mér einn drykk, síðan fór ég á dansgólfið með vinkonum mínum en í raun man ég ekkert meira.“ Vinkonur Alexöndru lýsa hegðun hennar seinnipart kvöldsins á þann veg að hún hafi gjörsamlega umbreyst. Daginn eftir fór Alexandra til læknis þar sem kom í ljós að henni hafi verið byrlað ketamín. „Sem betur fer fékk ég staðfestingu á því. Samkvæmt fólki sem varð vitni af mér þetta kvöld voru einkennin mín þannig að ég var rosalega reið á köflum. Mér voru gefin nokkur vatnsglös en þau runnu strax úr höndunum mínum þar sem ég var ekki með mátt til þess að halda þeim uppi. Ég átti erfitt með andardrátt á tímabili, féll oft niður, og hafði þar með lítinn mátt yfir höfuð.“ Alexandra vill alls ekki kenna starfsfólki skemmtistaðarins um hvernig fór enda þekkir hún vel til og ber þeim söguna vel. „Ég man ekki eftir því að hafa lagt glas frá mér þetta kvöld en mér finnst það í raun og veru líklegt að mér hafi verið byrlað á dansgólfinu þar sem ég var með drykk.“Fer inn á sálina „Þetta er búið að fara rosalega inn á sál mína og hvet ég alla að hafa alltaf augun opin. Ég vil biðja alla þá afsökunar sem urðu var við mína hegðun þetta kvöld og þykir mér þetta virkilega leiðinlegt.“ Samskonar mál hefur komið upp í Reykjanesbæ á árinu en Helenu Ósk Ívarsdóttur var byrlað nauðgunarlyf á skemmtistað í Keflavík í byrjun ársins. Alexandra vill brýna fyrir ungu fólki að fara varlega á skemmtanalífinu. Alexandra er nemandi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja en í skólanum hefur ekki farið fram nein umræða af stjórnendum skólans um mál af þessari tegund. „Það hefur ekki verið rætt um svona mál í skólanum en ég er alltaf að heyra fleiri og fleiri sögur um mál af þessari tegund. Ég hef sjálf orðið vitni af því þegar vinkona mín lenti í svipuðu atviki, nema hún byrjaði strax að kastaði upp um nóttina. Í Mínu tilviki byrjaði það allt daginn eftir og ég hélt engu niðri.“Áhrifin geta verið ofskynjanir Ketamín er lyf sem notað er læknisfræðilega á mönnum og dýrum, fyrst og fremst við svæfingar og þá í samsetningu með róandi lyf. Önnur not eru róandi áhrif við gjörgæsluaðstæður þegar sársaukin er of mikill fyrir sjúklinginn. Áhrif efnisins eru sljóvgun, ofskynjanir, hækkun á blóðþrýstingi og er efnið hættulegt ef það er misnotað. Tengdar fréttir Var byrlað nauðgunarlyf umkringd fjölskyldunni "Maður er greinilega aldrei óhultur, sama hvaða fólki maður er með,“ segir Helena Ósk Ívarsdóttir, sem byrlað var nauðgunarlyf á skemmtistað í Keflavík á laugardaginn. Helena deildi lífsreynslu sinni á Facebook-síðu sinni í gær og vonast til að þetta verði öðrum víti til varnaðar. 1. janúar 2014 23:18 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Sjá meira
Alexandra Marý Hauksdóttir varð fyrir vægast sagt slæmri lífsreynslu um helgina en henni var byrlað ketamín á skemmtistað í Reykjanesbæ. Alexandra sem er um tvítugt lýsir reynslu sinni sem hreinni matröð. „Ég byrjaði kvöldið í heimahúsi með vinkonum mínum hér í Grindavík, bara að spila og hafa gaman áður en leiðinni var haldið í tvítugsafmæli. Þar drukkum við nokkra drykki og héldum svo í veisluna,“ segir Alexandra, í samtali við Vísi. „Afmæli var haldið á skemmtistaðnum Mamma Mía og þar drakk ég kannski tvö glös og var bara mjög hress og skemmti mér vel á þeim tíma.“ Alexandra segist því næst hafa farið á skemmtistaðinn Center í Keflavík, stoppað stutt við og haldið síðan yfir á Players.Man ekkert eftir kvöldinu „Ég fór á barinn inn á Players og fékk mér einn drykk, síðan fór ég á dansgólfið með vinkonum mínum en í raun man ég ekkert meira.“ Vinkonur Alexöndru lýsa hegðun hennar seinnipart kvöldsins á þann veg að hún hafi gjörsamlega umbreyst. Daginn eftir fór Alexandra til læknis þar sem kom í ljós að henni hafi verið byrlað ketamín. „Sem betur fer fékk ég staðfestingu á því. Samkvæmt fólki sem varð vitni af mér þetta kvöld voru einkennin mín þannig að ég var rosalega reið á köflum. Mér voru gefin nokkur vatnsglös en þau runnu strax úr höndunum mínum þar sem ég var ekki með mátt til þess að halda þeim uppi. Ég átti erfitt með andardrátt á tímabili, féll oft niður, og hafði þar með lítinn mátt yfir höfuð.“ Alexandra vill alls ekki kenna starfsfólki skemmtistaðarins um hvernig fór enda þekkir hún vel til og ber þeim söguna vel. „Ég man ekki eftir því að hafa lagt glas frá mér þetta kvöld en mér finnst það í raun og veru líklegt að mér hafi verið byrlað á dansgólfinu þar sem ég var með drykk.“Fer inn á sálina „Þetta er búið að fara rosalega inn á sál mína og hvet ég alla að hafa alltaf augun opin. Ég vil biðja alla þá afsökunar sem urðu var við mína hegðun þetta kvöld og þykir mér þetta virkilega leiðinlegt.“ Samskonar mál hefur komið upp í Reykjanesbæ á árinu en Helenu Ósk Ívarsdóttur var byrlað nauðgunarlyf á skemmtistað í Keflavík í byrjun ársins. Alexandra vill brýna fyrir ungu fólki að fara varlega á skemmtanalífinu. Alexandra er nemandi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja en í skólanum hefur ekki farið fram nein umræða af stjórnendum skólans um mál af þessari tegund. „Það hefur ekki verið rætt um svona mál í skólanum en ég er alltaf að heyra fleiri og fleiri sögur um mál af þessari tegund. Ég hef sjálf orðið vitni af því þegar vinkona mín lenti í svipuðu atviki, nema hún byrjaði strax að kastaði upp um nóttina. Í Mínu tilviki byrjaði það allt daginn eftir og ég hélt engu niðri.“Áhrifin geta verið ofskynjanir Ketamín er lyf sem notað er læknisfræðilega á mönnum og dýrum, fyrst og fremst við svæfingar og þá í samsetningu með róandi lyf. Önnur not eru róandi áhrif við gjörgæsluaðstæður þegar sársaukin er of mikill fyrir sjúklinginn. Áhrif efnisins eru sljóvgun, ofskynjanir, hækkun á blóðþrýstingi og er efnið hættulegt ef það er misnotað.
Tengdar fréttir Var byrlað nauðgunarlyf umkringd fjölskyldunni "Maður er greinilega aldrei óhultur, sama hvaða fólki maður er með,“ segir Helena Ósk Ívarsdóttir, sem byrlað var nauðgunarlyf á skemmtistað í Keflavík á laugardaginn. Helena deildi lífsreynslu sinni á Facebook-síðu sinni í gær og vonast til að þetta verði öðrum víti til varnaðar. 1. janúar 2014 23:18 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Sjá meira
Var byrlað nauðgunarlyf umkringd fjölskyldunni "Maður er greinilega aldrei óhultur, sama hvaða fólki maður er með,“ segir Helena Ósk Ívarsdóttir, sem byrlað var nauðgunarlyf á skemmtistað í Keflavík á laugardaginn. Helena deildi lífsreynslu sinni á Facebook-síðu sinni í gær og vonast til að þetta verði öðrum víti til varnaðar. 1. janúar 2014 23:18
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent