Dæmdur fyrir að reyna að myrða níu ára stúlku: Ætlaði að herma eftir hryllingsmynd Kjartan Atli Kjartansson skrifar 28. janúar 2014 13:33 Árásin átti sér stað í fjörunni við Herjólfsgötu i Hafnarfirði. Vísir/Daníel Fimmtán ára drengur var í gær sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að gera tilraun til þess að ráða níu ára stúlku bana í fjörunni við Herjólfsgötu í Hafnarfirði þann 27. apríl í fyrra. Drengurinn tjáði lögreglumönnum, í kjölfar verknaðarins, að hann hafi fengið hugmyndina að árásinni eftir að hafa horft á kvikmyndina Halloween. Stúlkan sem hann réðst á sagði lögreglu að hún hafi verið að leik í fjörunni við Herjólfsgötu ásamt tveimur vinkonum sínum. Hún sá drenginn koma gangandi að sér með hvíta húfu sem var dreginn yfir andlit hans, þannig að aðeins sást í augun. Hann gekk að henni, reif í hár hennar og kastaði henni á steinanna í fjörunni. Hún sá drenginn svo standa yfir sér og gerði hann tilraun til að skera hana á háls með brauðhníf. Hún reyndi að verja sig og bar hendurnar fyrir sig. Hún skarst á höndum. Síðan komst drengurinn aftan að stúlkunni og hélt í hár hennar á meðan hann skar hana ítrekað hægra meginn á hálsinum. Alls þurfti að sauma 34 spor á hálsi stúlkunnar. Hún hlaut fjölda skurða og stungusára. Í læknisvottorði sem notað var fyrir dómi kemur fram að dýpstu skurðirnir hafi verið yfir hálsæðum og barka og hefðu þeir verið aðeins dýpri eru allar líkur á því að um lífshættulega áverka hefði verið að ræða.Borgaði öðrum til þess að myrða óvin Í dóminum kemur jafnframt fram að móðir drengsins sagðist, í samtali við lögreglu, hafa reynt að finna úrræði fyrir hann og látið félagsþjónustu og heilbrigðisyfirvöld vita að hún teldi eitthvað hættulegt í vændum. Að drengurinn væri öðrum hættulegur. Hún sagði hann vera einhverfan og þjást af ranghugmyndum. Móðir hans tjáði lögreglunni að hann væri með langan lista af fólki sem hann vildi drepa. Móðir drengsins tjáði lögreglu jafnframt að hann hafi verið búinn að fá annan, 17 ára gamlan dreng sem var vistaður á stuðlum á sama tíma og sonur hennar, til þess að ráða óvin sinn af lífi. Hafi drengurinn sem var sakfelldur í gær borgað þessum 17 ára pilti 15 þúsund krónur fyrir að myrða óvininn. Skýrslur af samskiptum drengjanna í gegnum SMS staðfesta þetta. 17 ára drengurinn ætlaði jafnframt að útvega 15 ára drengnum vopn.Fékk hugmyndina úr Halloween Drengurinn sem sakfelldur var í gær sagðist, í yfirheyrslu hjá lögreglu, hafa fengið hugmyndina að árásinni eftir að hafa horft á myndina Halloween sem fjallar um morðóðan brjálæðing. Drengurinn segir heila sinn hafa sagt sér að myrða alla sem ættu það skilið. Drengurinn sagðist jafnframt vilja kála öllum lögregluþjónum sem hann myndi sjá, eftir að lögreglan handtók hann í mars á síðasta ári. Honum þótti handtakan harkaleg og í kjölfar hennar hafði hann þróað með sér áráttu; að vilja myrða lögregluþjóna. Drengurinn var ósáttur við tilveru sína og ákvað, þennan afdrifaríka dag, að taka líf einhverrar manneskju. Hann sagði lögreglu að hann hafi tekið hníf sem hann faldi undir rúmi sínu, útbúið grímu úr hvítri húfu sem hann átti og haldið út. Hann ákvað „að taka líf af einhverjum.“ Hann vildi láta vanlíðan sína bitna á einhverjum öðrum.Skar þar til hann hélt hann hefði séð raddböndin Hann sagðist hafa skorið í háls stúlunnar þar til hann taldi sig sjá í raddböndin hennar. Hann hélt að hún væri að deyja og hætti þá að skera í hana og kastaði hnífnum í sjóinn. Hann segir frá því að maður hafi þá veitt honum eftirför. Hann segist hafa stoppað og leyft manninum að ná sér. Maðurinn hringdi á lögregluna og viðurkenndi drengurinn verknaðinn fyrir lögreglumönnum þegar þeir komu á vettvang. Í yfirheyrslu sagðist strákurinn sjá eftir brotinu.Öryggisgæsla á viðeigandi stofnun Drengurinn var sakfelldur og skal sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Geðlæknar og sálfræðingar komu fyrir dóminn og báru vitni um sálrænt ástand hans. Fram kom að hann væri með greindavísitöluna 57 og að hann ætti við djúpan geðrænan vanda að stríða. Dómara þótti varhugavert að slá því föstu að pilturinn hefði verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum. Vitni töldu að refsing bæri ekki árangur og gæti verið skaðleg, en allir voru sammála um að hann þyrfti örugga gæslu og væri hættulegur. Hann var því dæmdur í öryggisgæslu. Hann var einnig dæmdur til greiða stúlkunni tvær milljónir í skaðabætur auk þess að greiða allan sakarkostnað af málinu, upp á rúmar tvær milljónir auk þóknunar til verjanda síns upp á rúmar 700 þúsund krónur. Kærður fyrir aðra tilraun til manndráps Drengurinn var kærður fyrir aðra tilraun til manndráps, en mánuði áður en hann réðst á stúlkuna braust hann inn í hús og var talinn ætla að myrða aðra stúlku sem þar bjó sem var ekki heima. Ekki tókst að sanna að hann hafi ætlað að myrða þá stúlku og var hann því sýknaður. Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
Fimmtán ára drengur var í gær sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að gera tilraun til þess að ráða níu ára stúlku bana í fjörunni við Herjólfsgötu í Hafnarfirði þann 27. apríl í fyrra. Drengurinn tjáði lögreglumönnum, í kjölfar verknaðarins, að hann hafi fengið hugmyndina að árásinni eftir að hafa horft á kvikmyndina Halloween. Stúlkan sem hann réðst á sagði lögreglu að hún hafi verið að leik í fjörunni við Herjólfsgötu ásamt tveimur vinkonum sínum. Hún sá drenginn koma gangandi að sér með hvíta húfu sem var dreginn yfir andlit hans, þannig að aðeins sást í augun. Hann gekk að henni, reif í hár hennar og kastaði henni á steinanna í fjörunni. Hún sá drenginn svo standa yfir sér og gerði hann tilraun til að skera hana á háls með brauðhníf. Hún reyndi að verja sig og bar hendurnar fyrir sig. Hún skarst á höndum. Síðan komst drengurinn aftan að stúlkunni og hélt í hár hennar á meðan hann skar hana ítrekað hægra meginn á hálsinum. Alls þurfti að sauma 34 spor á hálsi stúlkunnar. Hún hlaut fjölda skurða og stungusára. Í læknisvottorði sem notað var fyrir dómi kemur fram að dýpstu skurðirnir hafi verið yfir hálsæðum og barka og hefðu þeir verið aðeins dýpri eru allar líkur á því að um lífshættulega áverka hefði verið að ræða.Borgaði öðrum til þess að myrða óvin Í dóminum kemur jafnframt fram að móðir drengsins sagðist, í samtali við lögreglu, hafa reynt að finna úrræði fyrir hann og látið félagsþjónustu og heilbrigðisyfirvöld vita að hún teldi eitthvað hættulegt í vændum. Að drengurinn væri öðrum hættulegur. Hún sagði hann vera einhverfan og þjást af ranghugmyndum. Móðir hans tjáði lögreglunni að hann væri með langan lista af fólki sem hann vildi drepa. Móðir drengsins tjáði lögreglu jafnframt að hann hafi verið búinn að fá annan, 17 ára gamlan dreng sem var vistaður á stuðlum á sama tíma og sonur hennar, til þess að ráða óvin sinn af lífi. Hafi drengurinn sem var sakfelldur í gær borgað þessum 17 ára pilti 15 þúsund krónur fyrir að myrða óvininn. Skýrslur af samskiptum drengjanna í gegnum SMS staðfesta þetta. 17 ára drengurinn ætlaði jafnframt að útvega 15 ára drengnum vopn.Fékk hugmyndina úr Halloween Drengurinn sem sakfelldur var í gær sagðist, í yfirheyrslu hjá lögreglu, hafa fengið hugmyndina að árásinni eftir að hafa horft á myndina Halloween sem fjallar um morðóðan brjálæðing. Drengurinn segir heila sinn hafa sagt sér að myrða alla sem ættu það skilið. Drengurinn sagðist jafnframt vilja kála öllum lögregluþjónum sem hann myndi sjá, eftir að lögreglan handtók hann í mars á síðasta ári. Honum þótti handtakan harkaleg og í kjölfar hennar hafði hann þróað með sér áráttu; að vilja myrða lögregluþjóna. Drengurinn var ósáttur við tilveru sína og ákvað, þennan afdrifaríka dag, að taka líf einhverrar manneskju. Hann sagði lögreglu að hann hafi tekið hníf sem hann faldi undir rúmi sínu, útbúið grímu úr hvítri húfu sem hann átti og haldið út. Hann ákvað „að taka líf af einhverjum.“ Hann vildi láta vanlíðan sína bitna á einhverjum öðrum.Skar þar til hann hélt hann hefði séð raddböndin Hann sagðist hafa skorið í háls stúlunnar þar til hann taldi sig sjá í raddböndin hennar. Hann hélt að hún væri að deyja og hætti þá að skera í hana og kastaði hnífnum í sjóinn. Hann segir frá því að maður hafi þá veitt honum eftirför. Hann segist hafa stoppað og leyft manninum að ná sér. Maðurinn hringdi á lögregluna og viðurkenndi drengurinn verknaðinn fyrir lögreglumönnum þegar þeir komu á vettvang. Í yfirheyrslu sagðist strákurinn sjá eftir brotinu.Öryggisgæsla á viðeigandi stofnun Drengurinn var sakfelldur og skal sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Geðlæknar og sálfræðingar komu fyrir dóminn og báru vitni um sálrænt ástand hans. Fram kom að hann væri með greindavísitöluna 57 og að hann ætti við djúpan geðrænan vanda að stríða. Dómara þótti varhugavert að slá því föstu að pilturinn hefði verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum. Vitni töldu að refsing bæri ekki árangur og gæti verið skaðleg, en allir voru sammála um að hann þyrfti örugga gæslu og væri hættulegur. Hann var því dæmdur í öryggisgæslu. Hann var einnig dæmdur til greiða stúlkunni tvær milljónir í skaðabætur auk þess að greiða allan sakarkostnað af málinu, upp á rúmar tvær milljónir auk þóknunar til verjanda síns upp á rúmar 700 þúsund krónur. Kærður fyrir aðra tilraun til manndráps Drengurinn var kærður fyrir aðra tilraun til manndráps, en mánuði áður en hann réðst á stúlkuna braust hann inn í hús og var talinn ætla að myrða aðra stúlku sem þar bjó sem var ekki heima. Ekki tókst að sanna að hann hafi ætlað að myrða þá stúlku og var hann því sýknaður.
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira