Innlent

„Sami árangur ætti að nást hjá öllum þjóðfélagshópum“

Samkvæmt nýjum tölum frá landlæknisembættinu eru daglegar reykingar landsmanna enn að dragast saman, en sú þróun hefur verið í gangi undanfarna áratugi.

Árið 1991 reykti um þriðjungur landsmanna daglega, árið 2013 er er hlutfall dagreykingafólks komið niður í 11,4 %.

Viðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá embætti landlæknis, segir margt skýra þessa jákvæðu þróun.

Það vekur athygli að mikill munur er á fjölda dagreykingafólks þegar menntun fólks er annars vegar.Til dæmis reykja tæplega 20% þeirra sem lokið hafa grunnskólaprófi daglega á meðan 7,8% háskólamenntaðara einstaklinga reykja daglega.

Þá er einnig mikill munur á tíðni daglegra reykinga eftir fjölskyldutekjum, í lægsta tekjuhópnum segjast um 19% aðspurðra reykja daglega. Hlutfall dagreykingafólks fer svo lækkandi eftir því sem fjölskyldutekjurnar hækka.

Viðar segir vissulega litið til þessarra upplýsinga þegar næstu skref í tóbaksvörnum og meðferðum eru skoðuð, svo að allir sitji við sama borð þegar kemur að því að vinna bug á tóbaksfíkninni.

"Við viljum að sami góði árangurinn náist hjá öllum þjóðfélagshópum. Það gæti mögulega komið til greina að niðurgreiða nikótínlyf, allavega til ákveðinna þjóðfélagshópa.

Umfjöllunina má sjá í heild sinni á meðfylgjandi myndskeiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×