Lífríki sjávar: Íslendingar sinna forvörnum illa Hrund Þórsdóttir skrifar 27. janúar 2014 20:00 Í fréttum okkar í gær greindum við frá því að framandi sjávarlífverum við Ísland hefði fjölgað mikið á undanförnum árum og sumar þeirra væru skaðlegar. Aukninguna má helst rekja til aukinnar skipaumferðar, en skip sem koma til landsins hafa sleppt kjölfestuvatni fullu af framandi lífverum í sjóinn umhverfis landið. Hagsmunir Íslendinga af verndun lífríkis sjávarins eru miklir og erfitt er að verjast ágengum tegundum í sjó eftir að þær hafa náð fótfestu. Forvarnir eru því besta ráðið. Guðrún Þórarinsdóttir, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir Íslendinga ekki hafa sinnt forvörnum nógu vel en bendir þó á að árið 2010 hafi verið tekin í gildi reglugerð sem feli í sér að ekki megi lengur losa kjölfestuvatn innan mengunarlögsögu Íslands. Þá var í bígerð að breyta lögum um innflutning á sjávarlífverum. „Vegna þess að í mörgum tilfellum er það innflutningur á sjávarlífverum sem verður þess valdandi að það koma nýjar tegundir. Þær sleppa út og verða ráðandi eða önnur dýr sem fylgja þeim. Með ostrum geta til dæmis komið veirur og þess háttar,“ segir Guðrún. Ný náttúruverndarlög áttu að taka gildi nú í byrjun apríl en ráðherra felldi þau úr gildi svo ekki varð af þessu. Lífverur hafa einnig borist til landsins sem ásætur á skipsskrokkum. Ekki er hægt að ætlast til þess að skip séu hreinsuð áður en þau sigla til landsins en Guðrún bendir á leið sem Ástralir hafa farið. „Þeir vita að það eru tegundir sem þeir vilja alls ekki fá í sína lögsögu og þá er útbúinn listi og fenginn þeim aðilum sem koma á skipum og þeir þurfa að votta að þessar tegundir fylgi ekki skipunum.“ Langflestar nýjar tegundir hafa fundist á Suðvesturhorninu, aðallega í Hvalfirði, því þar er sjávarhiti mikill, þangað koma mörg skip og þar er besta vöktunin. „Þannig að við þurfum að auka rannsóknir annars staðar. Í Reyðarfirði er t.d. mikil skipaumferð og við þurfum að fylgjast betur með þar, á Akureyri og alls staðar þar sem eru stórar hafnir.“ Tengdar fréttir Framandi sjávarlífverur ógna lífríki í íslenskum sjó Fjöldi framandi sjávarlífvera við Ísland hefur aukist mikið á undanförnum árum og hafa um 15 nýjar tegundir tekið sér bólfestu. 26. janúar 2014 00:01 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Í fréttum okkar í gær greindum við frá því að framandi sjávarlífverum við Ísland hefði fjölgað mikið á undanförnum árum og sumar þeirra væru skaðlegar. Aukninguna má helst rekja til aukinnar skipaumferðar, en skip sem koma til landsins hafa sleppt kjölfestuvatni fullu af framandi lífverum í sjóinn umhverfis landið. Hagsmunir Íslendinga af verndun lífríkis sjávarins eru miklir og erfitt er að verjast ágengum tegundum í sjó eftir að þær hafa náð fótfestu. Forvarnir eru því besta ráðið. Guðrún Þórarinsdóttir, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir Íslendinga ekki hafa sinnt forvörnum nógu vel en bendir þó á að árið 2010 hafi verið tekin í gildi reglugerð sem feli í sér að ekki megi lengur losa kjölfestuvatn innan mengunarlögsögu Íslands. Þá var í bígerð að breyta lögum um innflutning á sjávarlífverum. „Vegna þess að í mörgum tilfellum er það innflutningur á sjávarlífverum sem verður þess valdandi að það koma nýjar tegundir. Þær sleppa út og verða ráðandi eða önnur dýr sem fylgja þeim. Með ostrum geta til dæmis komið veirur og þess háttar,“ segir Guðrún. Ný náttúruverndarlög áttu að taka gildi nú í byrjun apríl en ráðherra felldi þau úr gildi svo ekki varð af þessu. Lífverur hafa einnig borist til landsins sem ásætur á skipsskrokkum. Ekki er hægt að ætlast til þess að skip séu hreinsuð áður en þau sigla til landsins en Guðrún bendir á leið sem Ástralir hafa farið. „Þeir vita að það eru tegundir sem þeir vilja alls ekki fá í sína lögsögu og þá er útbúinn listi og fenginn þeim aðilum sem koma á skipum og þeir þurfa að votta að þessar tegundir fylgi ekki skipunum.“ Langflestar nýjar tegundir hafa fundist á Suðvesturhorninu, aðallega í Hvalfirði, því þar er sjávarhiti mikill, þangað koma mörg skip og þar er besta vöktunin. „Þannig að við þurfum að auka rannsóknir annars staðar. Í Reyðarfirði er t.d. mikil skipaumferð og við þurfum að fylgjast betur með þar, á Akureyri og alls staðar þar sem eru stórar hafnir.“
Tengdar fréttir Framandi sjávarlífverur ógna lífríki í íslenskum sjó Fjöldi framandi sjávarlífvera við Ísland hefur aukist mikið á undanförnum árum og hafa um 15 nýjar tegundir tekið sér bólfestu. 26. janúar 2014 00:01 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Framandi sjávarlífverur ógna lífríki í íslenskum sjó Fjöldi framandi sjávarlífvera við Ísland hefur aukist mikið á undanförnum árum og hafa um 15 nýjar tegundir tekið sér bólfestu. 26. janúar 2014 00:01