Tennur grísa slípaðar til að minnka skaða Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 28. janúar 2014 16:11 Hörður segir ummæli dýralæknis lýsa vanþekkingu. „Mér þykir furðulegt að heyra virtan dýralækni gefa það í skyn að það sé ekki verið að huga að velferð svína þegar tennur þeirra eru slípaðar,“ segir Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands.Sif Traustadóttir, eftirlitsdýralæknir og formaður Dýraverndarsambands Íslands, sagði í þættinum Sunnudagsmorgun á RÚV að svín og fuglar lifðu ekki við fullnægjandi aðstæður hér á landi. „Halinn er klipptur af svínunum og tennur þeirra slípaðar. Það er búið að vera að gelda og klippa af hala án þess að deyfa skepnurnar en það er nú bannað. Nú þarf að fylgjast með því að nýsamþykktum lögum um velferð dýra sé framfylgt. Það er stutt síðan lögin tóku gildi og það á því eftir að koma í ljós hvernig þeim verður framfylgt,“ segir Sif í samtali við Vísi.Ummæli dýralæknis lýsa vanþekkingu „Mér þykir mjög slæmt að dýralæknir skuli segja svona,“ segir Hörður, um ummæli Sifjar um slípun tanna. Honum þykir ummælin lýsa mikilli vanþekkingu en aðeins sé um það að ræða að spíssinn sé tekinn úr tönnum grísanna í því skyni að þeir skaði ekki gyltuna og aðra grísi undir sömu gyltu. Baráttan um spenana sé mikil og grísirnir geti bitið þannig að sár myndist á gyltunni eða hinum grísunum. Inn í sárin berist svo bakteríur sem framkalli sýkingar sem hafi slæm áhrif á dýrin og geti kallað á sýklalyfjanotkun. Hvað halana varðar segir Hörður að með auknu plássi fyrir svínin, sem nú sé stefnt að, komi það vandamál að svínin séu að bíta hvert annað líklega til þess að minnka og vonandi hverfa. Ný lög um dýravelferð hafi tekið gildi og Hörður telur að með þeim verði miklar framfarir. Hér á landi hafi verið unnið eftir þeim reglum sem hafa verið í gildi og það verði áfram gert. Með lögunum sé þó ekki rekinn neinn endapunktur á málefnið, framfarir verði áfram og stöðugt sé leitað nýrra leiða til að bæta aðbúnað dýranna. Svínabændur hafi þurft að þreifa fyrir sér hvað aðbúnað svína varðar. Sem dæmi hafi það verið ákveðið á níunda áratug síðstu aldar að setja svínin í tveggja til þriggja hæða stíur en svo hafi komið í ljós að með því var velferð dýranna stefnt í hættu og því var hætt.Svínin hér á landi eru húsdýr Hann minnir jafnframt á að svínin sem eru hér á landi hafi verið ræktuð í þeim tilgangi að afurðir þeirra nýttust sem best. Svínin séu húsdýr og séu viðkvæm fyrir sól, því sé ekki endilega best fyrir þau að vera mikið úti við. Þau séu með þunna húð og brenni auðveldlega í sólinni. Svínaræktarfélagið hafi óskað eftir því við atvinnuvegaráðuneytið að gerð verði úttekt á því hvert umfang breytinganna eftir að nýju lögin voru sett séu, en það hafi ekki verið gert. Svínabændur séu ekki að leggjast á móti breytingum, en vilja vita hvert umfangið verður.Hjarta þjóðarinnar slær með lömbunum Hann segir ósamræmi í lögunum þegar kemur að verndun og aðbúnaði dýra. Á fundi í ráðuneytinu síðasta vor þegar nýju lögin voru kynnt hafi einn dýralæknir varpað þeirri spurningu fram af hverju heimilt sé að marka lömb sem sé heilmikil aðgerð án deyfinga en ekki megi stífa hala á grísum án deyfinga, slíkt sé þó miklu minni aðgerð. Svarið sem læknirinn fékk hafi verið á þá leið að hjarta þjóðarinnar slægi með lömbunum en ekki grísunum. „Hvað sem það á nú að þýða,“ segir Hörður. Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
„Mér þykir furðulegt að heyra virtan dýralækni gefa það í skyn að það sé ekki verið að huga að velferð svína þegar tennur þeirra eru slípaðar,“ segir Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands.Sif Traustadóttir, eftirlitsdýralæknir og formaður Dýraverndarsambands Íslands, sagði í þættinum Sunnudagsmorgun á RÚV að svín og fuglar lifðu ekki við fullnægjandi aðstæður hér á landi. „Halinn er klipptur af svínunum og tennur þeirra slípaðar. Það er búið að vera að gelda og klippa af hala án þess að deyfa skepnurnar en það er nú bannað. Nú þarf að fylgjast með því að nýsamþykktum lögum um velferð dýra sé framfylgt. Það er stutt síðan lögin tóku gildi og það á því eftir að koma í ljós hvernig þeim verður framfylgt,“ segir Sif í samtali við Vísi.Ummæli dýralæknis lýsa vanþekkingu „Mér þykir mjög slæmt að dýralæknir skuli segja svona,“ segir Hörður, um ummæli Sifjar um slípun tanna. Honum þykir ummælin lýsa mikilli vanþekkingu en aðeins sé um það að ræða að spíssinn sé tekinn úr tönnum grísanna í því skyni að þeir skaði ekki gyltuna og aðra grísi undir sömu gyltu. Baráttan um spenana sé mikil og grísirnir geti bitið þannig að sár myndist á gyltunni eða hinum grísunum. Inn í sárin berist svo bakteríur sem framkalli sýkingar sem hafi slæm áhrif á dýrin og geti kallað á sýklalyfjanotkun. Hvað halana varðar segir Hörður að með auknu plássi fyrir svínin, sem nú sé stefnt að, komi það vandamál að svínin séu að bíta hvert annað líklega til þess að minnka og vonandi hverfa. Ný lög um dýravelferð hafi tekið gildi og Hörður telur að með þeim verði miklar framfarir. Hér á landi hafi verið unnið eftir þeim reglum sem hafa verið í gildi og það verði áfram gert. Með lögunum sé þó ekki rekinn neinn endapunktur á málefnið, framfarir verði áfram og stöðugt sé leitað nýrra leiða til að bæta aðbúnað dýranna. Svínabændur hafi þurft að þreifa fyrir sér hvað aðbúnað svína varðar. Sem dæmi hafi það verið ákveðið á níunda áratug síðstu aldar að setja svínin í tveggja til þriggja hæða stíur en svo hafi komið í ljós að með því var velferð dýranna stefnt í hættu og því var hætt.Svínin hér á landi eru húsdýr Hann minnir jafnframt á að svínin sem eru hér á landi hafi verið ræktuð í þeim tilgangi að afurðir þeirra nýttust sem best. Svínin séu húsdýr og séu viðkvæm fyrir sól, því sé ekki endilega best fyrir þau að vera mikið úti við. Þau séu með þunna húð og brenni auðveldlega í sólinni. Svínaræktarfélagið hafi óskað eftir því við atvinnuvegaráðuneytið að gerð verði úttekt á því hvert umfang breytinganna eftir að nýju lögin voru sett séu, en það hafi ekki verið gert. Svínabændur séu ekki að leggjast á móti breytingum, en vilja vita hvert umfangið verður.Hjarta þjóðarinnar slær með lömbunum Hann segir ósamræmi í lögunum þegar kemur að verndun og aðbúnaði dýra. Á fundi í ráðuneytinu síðasta vor þegar nýju lögin voru kynnt hafi einn dýralæknir varpað þeirri spurningu fram af hverju heimilt sé að marka lömb sem sé heilmikil aðgerð án deyfinga en ekki megi stífa hala á grísum án deyfinga, slíkt sé þó miklu minni aðgerð. Svarið sem læknirinn fékk hafi verið á þá leið að hjarta þjóðarinnar slægi með lömbunum en ekki grísunum. „Hvað sem það á nú að þýða,“ segir Hörður.
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira