Fleiri fréttir

Augun leysa glæpi

Vísindamenn segja að með nútímatækni sé það raunhæfur möguleiki að nýta sér speglun í augum fólks til að leysa glæpi.

Flugeldasala hefst í dag

Flugeldasala björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefst í dag en þá verða flestir af sölustöðum opnaðir. Flugeldamarkaðir björgunarsveita um land allt eru 110 talsins, þar af 33 á höfuðborgarsvæðinu.

Opið beinbrot eftir vélsleðaslys

Björgunarsveitir í Árnessýslu hafa verið kallaðar út vegna slyss á Lyngdalsheiði. Sá slasaði er vélsleðamaður sem ók fram af klettabrún þar sem fallið var 3-4 metrar.

Mikil hætta á snjóflóðum

Mikil hætta er á snjóflóðum utan byggðar á norðanverðum Vestfjörðum, utanverðum Tröllaskaga og Austfjörðum. Almannavarnir vilja vara snjósleðamenn og aðra sem stefna á fjöll á þessum slóðum við.

Vilhjálmur gefur lítið fyrir ummæli forseta ASÍ

Forseti ASÍ segir að sú leið sem að þau stéttafélög, sem höfnuðu nýgerðum kjarasamningum, vildu fara hefði valdið 14% verðbólgu. Ekki boðlegur málflutningur segir formaður Verkalýðsfélags Akraness.

Opið í Bláfjöllum og Hlíðarfjalli

Gott færi er í Bláfjöllum sem opnuðu klukkan 10 og verða opin fram eftir degi. Þar er spáð hægum vindi í dag. Sömu sögu er að segja af Hlíðarfjalli á Akureyri og verður opið þar í dag.

Sló dyravörð í andlitið

Fjórir voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu í nótt, þar af einn grunaður undir áhrifum fíkniefna og var sá sviptur ökuréttindum.

Engir flugeldar við brennurnar

Meðferð flugelda er alltaf bönnuð frá miðnætti til klukkan níu um morgun, að undanskilinni nýársnótt.

Leikskólabörn fengu iPad

Um miðjan desember færði Sigurður H. Engilbertsson, formaður Lionsklúbbs Seltjarnarness, fyrir hönd félaga sinna í klúbbnum, Leikskóla Seltjarnarness þrjár spjaldtölvur frá Apple að gjöf.

Biðja að Friðrik snúi til baka

Fjölskylda Friðriks Kristjánssonar sem hvarf í Suður-Ameríku fyrr á árinu hefur stofnað vefsíðu með myndum og upplýsingum um Friðrik.

Kyrkislanga drap öryggisvörð

Maðurinn ætlaði að koma til bjargar og handsama slönguna. Öryggisvörðurinn náði tökum á höfði og hala slöngunnar og setti hana á axlirnar.

Búið að ákveða að ég gæti ekki gert hlutina

Blindur maður segir hræðslu ríkja við að hleypa fötluðum inn í atvinnulífið og jafnvel í skólana. Vetrarhæfileikarnir 2013 fóru fram í Borgarleikhúsinu í morgun, við setningu átaks sem ætlað er að auka vitund almennings um styrkleika fatlaðs fólks.

"Hann bara kyssti okkur bless"

Við verðum öll að vera tilbúin að missa þá út hvenær sem er og í hvað sem er, segir eiginkona björgunarsveitarmanns sem hefur oft verið fjarverandi á stórhátíðum og varði aðfangadagskvöldi og jólanótt í erfiðu útkalli. Flugeldasala björgunarsveitanna hefst á morgun.

Mikill biðtími á bráðamóttöku LSH

Spítalinn segir að því geti verið að þeir sem leita vegna minniháttar veikinda eða áverka þurfi að bíða í einhvern tíma áður en þeir komast að.

Færeyjaflugið á leið til Keflavíkur meðan ekki fæst svar um Airbus

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways og Flugfélag Íslands hafa neyðst til að auglýsa að Færeyjaflugið flytjist til Keflavíkur tímabundið í febrúar þar sem ekkert svar fæst frá íslenskum samgönguyfirvöldum um hvort Færeyingar megi nota Airbus-þotur sínar á Reykjavíkurflugvelli.

Færri afbrot yfir jólin

Skráð afbrot voru fleiri á jóladag í ár en þau voru í fyrra. Brot á aðfangadag voru aftur á móti færri.

Vaxandi veðuráraun á rafmagnslínur

Óvissustig er á norðanverðum Vestfjörðum og hættustig sé vegna snjóflóða á Bolungarvík, utan þéttbýlis, Hnífsdal og Ísafirði.

Fæti brugðið fyrir fornfræga göngu

Skíðagangan Fossavatnsgangan sem haldin hefur verið á Ísafirði frá árinu 1935 er í uppnámi því bærinn leigði út íþróttahúsið á Torfnesi gönguhelgina. Bæjarráðið harmar málið. Eftirlitsmenn Alþjóðlega skíðasambandsins fylgjast með göngunni.

„Við erum vön þessu“

Bærin Hraun á Hnífsdal var rýmdur í gærkvöldi og eru íbúarnir orðnir vanir því að þurfa að yfirgefa heimili sitt vegna snjóflóðahættu. Þó sé ekki skemmtilegt að standa í því.

Óþefur af Vísindabók Villa

Sögum fer af því að fólk hafi þurft að leggja frá sér metsölubók Vilhelms Antons Jónssonar því svo mikill óþefur gýs upp þegar hún er lesin. Villi valdi pappírinn sjálfur.

Snjóflóð féll á Hnífsdalsveg í morgun

Snjóflóð féll á veginn inn í Hnífsdal rétt fyrir klukkan sjö í morgun og er vegurinn á milli Hnífsdals og Ísafjarðar því lokaður. Að sögn lögreglunnar á Ísafirði er um stórt flóð að ræða og verður tekin ákvörðun í birtingu með hvort reyna eigi að opna veginn í dag. Enginn virðist hafa verið á ferðinni um svæðið þegar flóðið féll.

Áhættuhegðun að baki mörgum banaslysum í umferðinni

Fjórtán hafa látist í umferðinni það sem af er ári. Það er talsverð aukning frá fyrra ári en þó undir meðaltali síðustu ára. Bílbeltaleysi, hraðakstur, ölvunarakstur og önnur áhættuhegðun, þar á meðal hraðakstur, ölvunarakstur og því að sleppa bílbeltunum virðist fara vaxandi milli ára.

Vernda þarf rétt fólks á netinu

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í síðustu viku ályktun þar sem segir meðal annars að vernda þurfi sömu réttindi fólks á internetinu og utan þess, þar á meðal friðhelgi einkalífsins.

Nærri helmingi ráðherra skipt út

Forsætisráðherra Tyrklands Recep Tayyip Erdogan tilkynnti um breytingar á ríkisstjórn sinni í gær eftir að þrír ráðherrar hennar sögðu af sér vegna spillingarrannsóknar.

Stífur vindur á gamlárskvöld

Útlit er fyrir svolítið stífan vind víðast hvar á landinu á gamlárskvöld og einhverri úrkomu, aðallega á suðausturhluta landsins.

Skilar sér að byggja upp launin hægar

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir að það þurfi að tryggja að hækkanir samkvæmt kjarasamningum skili sér í veski félagsmanna í auknum kaupmætti.

Fjölmennt fékk styrk fyrir iPad

Sunnusjóður hefur afhent Fjölmennt styrk til að þróa og efla boðskiptakennslu með iPad fyrir hóp fjölfatlaðra nemenda.

Borga menningarhúsið sjálfir

Vestmannaeyjabær greiðir úr eigin vasa endurbætur á gamla félagsheimilinu við Heiðarveg sem á að breyta í menningarhús.

Ófærð á Akureyri

Á Akureyri kyngdi niður snjónum í nótt þannig að töluverð ófærð er í bænum. Að sögn lögreglu gekk skemmtanahald vel þrátt fyrir að töluvert hafi verið af fólki úti að skemmta sér. Síðan tók að snjóa og draga í skafla og nú í morgunsárið er bærinn illfær smærri bílum að sögn lögreglu. Fólk er beðið um að íhuga það alvarlega hvort nauðsynlegt sé að hreyfa bílinn á meðan færðin er svo slæm. Enn snjóar í bænum.

Ók á skemmtistað í miðbænum

Nokkuð virðist hafa verið um ölvun og ólæti í höfuðborginni í nótt ef marka má tilkynningu frá lögreglu. Til að mynda var maður handtekinn grunaður um að hafa ekið bifreið á útihurð veitingastaðar í miðborginni. Engin slys urðu á fólki en maðurinn, sem var ölvaður, var vistaður í fangageymslu.

Sjá næstu 50 fréttir