Vilhjálmur gefur lítið fyrir ummæli forseta ASÍ Jón Júlíus Karlsson skrifar 28. desember 2013 13:06 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. mynd/365 Forseti ASÍ segir að sú leið sem að þau stéttafélög, sem höfnuðu nýgerðum kjarasamningum, vildu fara hefði valdið 14% verðbólgu. Ekki boðlegur málflutningur segir formaður Verkalýðsfélags Akraness. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, skrifaði grein á vefsíðu Pressunar í gær þar sem hann fer yfir þann ágreining sem er innan ASÍ með nýgerðan kjarasamning. Fimm stéttafélög höfnuðu samningum á þeim grundvelli að launahækkanir til þeirra lægst launuðu væru of rýrar. Gylfi segir að gengi íslensku krónunnar myndi ekki standa af sér 13-15% launahækkun. Þá hefði farið í gang hefðbundin víxlverkun gengis, launa og verðlags með þeim afleiðingum að verðbólgan gæti farið í allt að 14%. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segist ekki vita á hvaða vegferð forysta Alþýðusambandins sé á. „Það sem að kröfugerð Starfsgreinasambands Íslands byggðist á var 20 þúsund króna hækkun lægstu launa. Að lægsti taxti færi úr rétt rúmum 191 þúsund krónum og upp í 211 þúsund,“ segir Vilhjálmur. „Menn verða að fyrirgefa mér það að ef forseti Alþýðusambands Íslands vill meina það að það verði nánast jafnmikið hrun hér og þegar bankahrunið mikla varð hér árið 2008 við það eitt að verkafólk fá hækkun á sínum launum þá veit ég bara ekki á hvaða vegferð forysta Alþýðusambands Íslands er á.“ Ekkert sagt þegar laun stjórnenda hækka Vilhjálmur undrast málfutning forseta ASÍ og segir að lítið hafi heyrst í forystu ASÍ þegar laun ríkissforstjóra voru hækkuð um 20%. „Það voru ekki 20 þúsund krónur sem þeir hækkuðu um á mánuði - nei þeir voru að hækka um allt að 280 þúsund. Núna fyrir örfáum dögum síðan þá hækkaði forstjóri Íbúðalánasjóðs um tæp 80 þúsund til viðbótar þeim 110 þúsundum sem hann fékk í júlí eins og aðrir sem heyra undir kjararáð. Svo eru lykilstjórnendur fyrirtækja líkt og Arion banka, Íslandsbanka og ég tala nú ekki um olíufélagið N1 að taka upp kaupaukakerfi sem getur skilað eins og hjá N1 allt að 19 milljónum meðfram þeim launum sem lykilstjórnendur hafa. Svo þegar það á að láta verkafólk hafa 20 þúsund krónur hækkun á sínum mánaðarlaunum, nei heyrðu þá á að verða hér annað efnahagshrun,“ segir Vilhjálmur. Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Forseti ASÍ segir að sú leið sem að þau stéttafélög, sem höfnuðu nýgerðum kjarasamningum, vildu fara hefði valdið 14% verðbólgu. Ekki boðlegur málflutningur segir formaður Verkalýðsfélags Akraness. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, skrifaði grein á vefsíðu Pressunar í gær þar sem hann fer yfir þann ágreining sem er innan ASÍ með nýgerðan kjarasamning. Fimm stéttafélög höfnuðu samningum á þeim grundvelli að launahækkanir til þeirra lægst launuðu væru of rýrar. Gylfi segir að gengi íslensku krónunnar myndi ekki standa af sér 13-15% launahækkun. Þá hefði farið í gang hefðbundin víxlverkun gengis, launa og verðlags með þeim afleiðingum að verðbólgan gæti farið í allt að 14%. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segist ekki vita á hvaða vegferð forysta Alþýðusambandins sé á. „Það sem að kröfugerð Starfsgreinasambands Íslands byggðist á var 20 þúsund króna hækkun lægstu launa. Að lægsti taxti færi úr rétt rúmum 191 þúsund krónum og upp í 211 þúsund,“ segir Vilhjálmur. „Menn verða að fyrirgefa mér það að ef forseti Alþýðusambands Íslands vill meina það að það verði nánast jafnmikið hrun hér og þegar bankahrunið mikla varð hér árið 2008 við það eitt að verkafólk fá hækkun á sínum launum þá veit ég bara ekki á hvaða vegferð forysta Alþýðusambands Íslands er á.“ Ekkert sagt þegar laun stjórnenda hækka Vilhjálmur undrast málfutning forseta ASÍ og segir að lítið hafi heyrst í forystu ASÍ þegar laun ríkissforstjóra voru hækkuð um 20%. „Það voru ekki 20 þúsund krónur sem þeir hækkuðu um á mánuði - nei þeir voru að hækka um allt að 280 þúsund. Núna fyrir örfáum dögum síðan þá hækkaði forstjóri Íbúðalánasjóðs um tæp 80 þúsund til viðbótar þeim 110 þúsundum sem hann fékk í júlí eins og aðrir sem heyra undir kjararáð. Svo eru lykilstjórnendur fyrirtækja líkt og Arion banka, Íslandsbanka og ég tala nú ekki um olíufélagið N1 að taka upp kaupaukakerfi sem getur skilað eins og hjá N1 allt að 19 milljónum meðfram þeim launum sem lykilstjórnendur hafa. Svo þegar það á að láta verkafólk hafa 20 þúsund krónur hækkun á sínum mánaðarlaunum, nei heyrðu þá á að verða hér annað efnahagshrun,“ segir Vilhjálmur.
Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira