Innlent

Ók á skemmtistað í miðbænum

Mynd/Valli
Nokkuð virðist hafa verið um ölvun og ólæti í höfuðborginni í nótt ef marka má tilkynningu frá lögreglu. Til að mynda var maður handtekinn grunaður um að hafa ekið bifreið á útihurð veitingastaðar í miðborginni. Engin slys urðu á fólki en maðurinn, sem var ölvaður, var vistaður í fangageymslu.

Þá var annar ölvaður maður handtekinn fyrir að ráðast að dyraverði og fékk hann einnig að gista í fangageymslu í nótt. Tilkynnt var um eina líkamsárás á Laugavegi um klukkan þrjú í nótt, sá sem ráðist var á var fluttur með sjúkrabíl á Slysadeild og er talið að hann sé kjálkabrotinn auk þess sem tennur brotnuðu. Málið er í rannsókn en sá sem fyrir árásinni stóð virðist hafa komist undan.

Þá voru tveir menn teknir í Hafnarfirði grunaðir um ölvun við akstur og einn var handtekinn í miðborginni skömmu eftir að honum hafði verið vísað út úr strætisvagni, sökum ölvunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×