Innlent

Færri afbrot yfir jólin

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Vilhelm
Skráð afbrot voru fleiri á jóladag í ár en þau voru í fyrra. Brot á aðfangadag voru aftur á móti færri. Skráð brot yfir þorláksmessu, aðfangadag og jóladag voru 77 í ár, að umferðarlagabrotum undanskildum.

Þetta kemur fram í Afbrotatíðindum Ríkislögreglustjóra.

https://logreglan.is/upload/files/Afbrotat%ED%F0indi%20n%F3v%2013%20m.%20fr%E9tt.pdf

Flest brotin á aðfangadag voru þjófnaðir, en á jóladag voru þau af ýmsum toga.

Jólin 2012 voru skráð brot alls 83, en þar áður voru þau 64. Árið 2010 voru 95 brot skráð til lögreglunnar og þar af 59 brot á þorláksmessu.

Fjöldi skráðra brota á þorláksmessu, aðfangadag og jóladag undanfarin ár.Skjáskot



Fleiri fréttir

Sjá meira


×