Innlent

Fjölmennt fékk styrk fyrir iPad

Freyr Bjarnason skrifar
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra var viðstaddur.
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra var viðstaddur. Fréttablaðið/Daníel
Sunnusjóður hefur afhent Fjölmennt styrk til að þróa og efla boðskiptakennslu með iPad fyrir hóp fjölfatlaðra nemenda.

Fjölmennt hefur haldið námskeið um notkun á iPad sem stöðugt er verið að þróa og útbúa ný kennslugögn enda er iPad stórkostlegt til boðskipta fyrir fatlaða.

Frá byrjun hefur námskeiðið verið vel sótt og Fjölmennt þurft að fjölga kennslutímum til að anna eftirspurn. Verkefnastjóri á vegum Fjölmenntar hefur auk þess annast ráðgjöf til þeirra sem vinna við aðstoð og umönnun fjölfatlaðra.

Lækkuð fjárframlög til Fjölmenntar hafa orðið til þess að draga þarf verulega saman í tækjakaupum og því kemur tækjastyrkurinn sér mjög vel. Sunnusjóður afhendir á hverju ári styrki sem nýttir eru til kaupa á náms- og þjálfunartækjum handa fjölfötluðum námsmönnum.

Stofnendur sjóðsins eru hjónin Ingibjörg Guðmundsdóttir og Sverrir Sigurðsson. Árlegt ráðstöfunarfé er um 1,5 milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×