Innlent

Nýtt flugfélag hefur störf í vor

Eva Bjarnadóttir skrifar
Nýtt íslenskt-grænlenskt flugfélag hefur í vor áætlunarflug milli Grænlands og Danmerkur með viðkomu á Íslandi. Þetta kemur fram á frétta- og afþreyingarvefnum alltumflug.is. Flugfélagið Eyjaflug keypti síðastliðið haust hlut í grænlenska flugfélaginu Greenland Express og var rekstur félaganna sameinaður í kjölfarið. Til að byrja með mun félagið leigja flugvél af hollenska flugfélaginu Demin Air, en stefnt er að sækja um flugrekstrarleyfi árið 2015.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×