Innlent

Ólíkegt að fleiri svæði verði rýmd

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Frá Ísafirði, úr safni.
Frá Ísafirði, úr safni.
Eins og staðan er nú er ekki gert ráð fyrir frekari rýmingu á norðanverðum Vestfjörðum en eins og fram kom í fréttum Vísis fyrr í dag hefur verið óvissustig á svæðinu og í Bolungavík var lýst yfir hættustigi.

Frá almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps er tilkynning um að vegirnir við Súðavíkurhlíð og Eyrarhlíð verði áfram lokaðir. Gangi veðurspá eftir megi gera ráð fyrir að hægt verði að hleypa umferð um þá í fyrramálið, laugardaginn 28. desember.

Neyðarflutningur fyrir sjúkralið, slökkvilið, björgunarsveitir og lögreglu um Eyrarhlíð verður tryggður.

Umferð um Skutulsfjarðarbraut verður vöktuð af björgunarsveitarmönnum til klukkan 3 í nótt, 28. desember en þá verður umferð um veginn lokað fyrir allri umferð. Flateyrarvegi verður lokað kl.19:00 í kvöld.

Búist er við aukinni úrkomu og meiri vindi á norðanverðum Vestfjörðum næstu klukkustundirnar en veðurspáin gerir ráð fyrir að veður gangi niður undir morgun.

Varðandi nánari upplýsingar um veður og færð er vísað á vefsíðu Vegagerðarinnar  og  síma 1777 og vefsíðu Veðurstofu Íslands.


Tengdar fréttir

Snjóflóð féll á Hnífsdalsveg í morgun

Snjóflóð féll á veginn inn í Hnífsdal rétt fyrir klukkan sjö í morgun og er vegurinn á milli Hnífsdals og Ísafjarðar því lokaður. Að sögn lögreglunnar á Ísafirði er um stórt flóð að ræða og verður tekin ákvörðun í birtingu með hvort reyna eigi að opna veginn í dag. Enginn virðist hafa verið á ferðinni um svæðið þegar flóðið féll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×