Innlent

Starfsmannafjöldi utanríkisráðuneytisins sami og árið 1999

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Einar
Utanríkisráðuneytið hefur tekið saman tölfræði um íslenska utanríkisþjónustu. Meðal annars eru þær byggðar á tölum frá öðrum löndum. Um skemmtilegan samanburð er að ræða og er farið yfir allskonar tölur.

Á Facebook síðu Utanríkisráðuneytisins er samantektin kynnt á eftirfarandi hátt: „Búin að lesa allar jólabækurnar? Hér er frábært lesefni fyrir fróðleiksfúsa og þá sem hafa verið að velta fyrir sér utanríkisráðuneytinu en þorðu ekki að spyrja.“

„Vissuð þið t.d. að rekstur utanríkisþjónustunnar í heild er tæp 2% af ríkisútgjöldum? Eða að framlög til þróunarsamvinnu og alþjóðastofnana, er yfir helmingur útgjalda ráðuneytisins? Eða að útsendir starfsmenn eru jafnmargir og árið 1999?“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×