Vilja fækka slysum vegna flugelda frekar Samúel Karl Ólason skrifar 27. desember 2013 13:08 Mynd/Anton Flugeldar eru fastur liður áramótanna hjá Íslendingum en nauðsynlegt er að umgangast flugelda með mikilli varúð. Á vef VÍS er sagt að undanfarin ár hafi tekist að fækka slysum vegna flugelda mikið og þar spili margt inní. „Regluverkið hefur breyst, flugeldavörurnar orðnar öruggari, notkun hlífðargleraugna almennari og fræðsla um rétta meðhöndlun hefur aukist með áherslu á að ná til unglingsdrengja og foreldra þeirra vegna hættunnar sem fikt leiðir af sér,“ segir í frétt VÍS. Þá segir að um síðustu áramót hafi verið óvenju fá slys miðað við árin á undan. Þó hafi einn fengið alvarlega augnáverka. „Halda þarf áfram á sömu braut. Það tekst þó ekki nema allir fari eftir leiðbeiningum og noti flugeldagleraugu ásamt skinn- eða ullarhönskum.“ Algengustu slysin völdum flugelda eru bruni á höndum og augnáverkar, en hitinn sem myndast við sprengingu flugelda getur verið 1.200 gráður. „Flest vegna þess að ekki er farið eftir leiðbeiningum um meðhöndlun, hlífðarbúnaður ekki notaður eða verið er að fikta, taka í sundur og búa til sprengjur.“ Þá eru tæp fjögur ár síðan ungur maður lést við að búa til rörasprengju, „sem á ekkert skylt við flugelda annað en púðrið sem úr þeim kemur.“ VÍS birtir nokkrar vísbendingar um meðferð flugelda en frekari upplýsingar má finna hér.Flugelda má nota án sérstakra leyfa frá 28. desember til 6. janúar.Flugelda á að geyma á þurrum stað og þar sem börn ná ekki til. Ekki er mælt með að geyma þá milli ára.Yngri en 12 ára mega ekki kaupa neinar flugeldavörur. 12 til 16 ára mega kaupa vörur sem ekki eru aldurstakmörk á, til dæmis þær sem ætlaðar eru til notkunar innanhúss.Lesið vel allar leiðbeiningar sem fylgja flugeldum áður en skotið er upp.Lokið gluggum og læsið hurðum áður en farið er út að fagna áramótunum.Hlífðargleraugu eiga allir að nota, óháð því hvort þeir skjóta upp eða horfa bara á.Hendur þeirra sem skjóta upp eða handleika blys eru best varðar með skinn- eða ullarhönskum.Gætið vel að börnum því þau þekkja hætturnar ekki eins vel og fullorðnir.Hugið að dýrum í kringum áramótin, þau hræðast gjarnan hljóðin og ljósin.Flugeldavörur eru ekki leikföng. Varanlegur heyrnarskaði hefur m.a. orðið vegna hrekkja.Áfengi og flugeldar fara aldrei saman. Margir virða þetta ekki og hafa einkum karlmenn slasað sig af þessum sökum.Þegar skotið er upp á að geyma aðra flugelda fjarri skotstað. Aldrei má geyma flugeldavörur í vasa.Skjótið upp á opnu svæði í a.m.k. 20 m fjarlægð frá húsum, bílum og fólki og látið þá sem fylgjast með standa vindmegin við skotstað.Aldrei má kveikja í flugeldum sem haldið er á, það má eingöngu við þar til gerð handblys.Rakettur verða að vera í traustri undirstöðu þegar þeim er skotið upp.Stöðug undirstaða og mikið rými er nauðsynleg fyrir standblys og skotkökur.Aldrei má halla sér yfir vöru þegar kveikt er í. Tendra skal á kveiknum með útréttri hendi og víkja strax frá.Ef flugeldur springur ekki skal ekki nálgast hann í nokkrar mínútur þar sem hætta er á að hann rjúki allt í einu upp. Ekki reyna að kveikja aftur í heldur hellið vatni yfir hann.Brunasár á að kæla strax með 15-17°C vatni. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Flugeldar eru fastur liður áramótanna hjá Íslendingum en nauðsynlegt er að umgangast flugelda með mikilli varúð. Á vef VÍS er sagt að undanfarin ár hafi tekist að fækka slysum vegna flugelda mikið og þar spili margt inní. „Regluverkið hefur breyst, flugeldavörurnar orðnar öruggari, notkun hlífðargleraugna almennari og fræðsla um rétta meðhöndlun hefur aukist með áherslu á að ná til unglingsdrengja og foreldra þeirra vegna hættunnar sem fikt leiðir af sér,“ segir í frétt VÍS. Þá segir að um síðustu áramót hafi verið óvenju fá slys miðað við árin á undan. Þó hafi einn fengið alvarlega augnáverka. „Halda þarf áfram á sömu braut. Það tekst þó ekki nema allir fari eftir leiðbeiningum og noti flugeldagleraugu ásamt skinn- eða ullarhönskum.“ Algengustu slysin völdum flugelda eru bruni á höndum og augnáverkar, en hitinn sem myndast við sprengingu flugelda getur verið 1.200 gráður. „Flest vegna þess að ekki er farið eftir leiðbeiningum um meðhöndlun, hlífðarbúnaður ekki notaður eða verið er að fikta, taka í sundur og búa til sprengjur.“ Þá eru tæp fjögur ár síðan ungur maður lést við að búa til rörasprengju, „sem á ekkert skylt við flugelda annað en púðrið sem úr þeim kemur.“ VÍS birtir nokkrar vísbendingar um meðferð flugelda en frekari upplýsingar má finna hér.Flugelda má nota án sérstakra leyfa frá 28. desember til 6. janúar.Flugelda á að geyma á þurrum stað og þar sem börn ná ekki til. Ekki er mælt með að geyma þá milli ára.Yngri en 12 ára mega ekki kaupa neinar flugeldavörur. 12 til 16 ára mega kaupa vörur sem ekki eru aldurstakmörk á, til dæmis þær sem ætlaðar eru til notkunar innanhúss.Lesið vel allar leiðbeiningar sem fylgja flugeldum áður en skotið er upp.Lokið gluggum og læsið hurðum áður en farið er út að fagna áramótunum.Hlífðargleraugu eiga allir að nota, óháð því hvort þeir skjóta upp eða horfa bara á.Hendur þeirra sem skjóta upp eða handleika blys eru best varðar með skinn- eða ullarhönskum.Gætið vel að börnum því þau þekkja hætturnar ekki eins vel og fullorðnir.Hugið að dýrum í kringum áramótin, þau hræðast gjarnan hljóðin og ljósin.Flugeldavörur eru ekki leikföng. Varanlegur heyrnarskaði hefur m.a. orðið vegna hrekkja.Áfengi og flugeldar fara aldrei saman. Margir virða þetta ekki og hafa einkum karlmenn slasað sig af þessum sökum.Þegar skotið er upp á að geyma aðra flugelda fjarri skotstað. Aldrei má geyma flugeldavörur í vasa.Skjótið upp á opnu svæði í a.m.k. 20 m fjarlægð frá húsum, bílum og fólki og látið þá sem fylgjast með standa vindmegin við skotstað.Aldrei má kveikja í flugeldum sem haldið er á, það má eingöngu við þar til gerð handblys.Rakettur verða að vera í traustri undirstöðu þegar þeim er skotið upp.Stöðug undirstaða og mikið rými er nauðsynleg fyrir standblys og skotkökur.Aldrei má halla sér yfir vöru þegar kveikt er í. Tendra skal á kveiknum með útréttri hendi og víkja strax frá.Ef flugeldur springur ekki skal ekki nálgast hann í nokkrar mínútur þar sem hætta er á að hann rjúki allt í einu upp. Ekki reyna að kveikja aftur í heldur hellið vatni yfir hann.Brunasár á að kæla strax með 15-17°C vatni.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira