Hélt á lokuðu umslagi Agnar Már Másson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 10. júlí 2025 20:09 Þingfokksformennirnir ræddu við fréttastofu í beinni í kvöld. Sýn Stjórn og stjórnarandstaða hafa átt í heitum deilum um „lokuð umslög“ í dag þar sem forsætisráðherra sagði stjórnarandstæðinga hafa lagt fram sitt eigið frumvarp í umslagi í þinglokaviðræðum. Stjórnarandstæðingar neituðu því en þingflokksformaður Samfylkingarinnar hélt einmitt á lokuðu umslagi í viðtali í kvöldfréttum Sýnar í kvöld. Þung orð voru látin falla í þingsal í dag þar sem ákvörðun Hildar Sverrisdóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, um að fresta þingfundi rétt fyrir miðnætti í gær án samráðs við forseta þingsins hefur verið gagnrýnd af stjórnarliðum en varin af stjórnarandstöðunni. Hildur sagðist í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum hafa talið sig fylgja réttu fyrirkomulagi. Skömmu eftir að formenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi hófu fund sinn klukkan 17.00 í von um að stilla til friðar eftir hitaþingfund dagsins var hlé gert á fundinum. Stjórnarandstöðuformennirnir fóru afsíðis til að ræða málin sín á milli. Fundur þingflokksformanna átti að hefjast klukkan 19.30 en hann hefur tafist þar sem fundur formanna stendur enn yfir. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flutti yfirlýsingu við upphaf þingfundar og sagði stöðuna fordæmalausa í sögu lýðveldisins og sagði minnihlutann ekki viðurkenna umboð meirihlutans og standa í vegi fyrir lýðræðislegri afgreiðslu mála. Þá nefndi Kristrún einnig að stjórnarandstæðingar hefðu lagt fram umslög á fundinum. Formenn stjórnarandstöðunnar höfnuðu því aftur á móti í yfirlýsingu í dag að þeir hefðu lagt fram tillögur „í lokuðu umslagi yfir borðið“ í þinglokaviðræðum. Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, hélt einmitt á umslagi í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. Heimildarmenn Vísis úr röðum stjórnarliða segja að í þessu umslagi hafi verið frumvarp sem stjórnarandstaðan hafi lagt fram í þinglokaviðræðum. „Þurfum nú aðeins að sprauta okkur niður í orðavalinu“ Enn sést ekki fyrir endann á veiðigjaldaumræðunni í þinginu en Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, sagði í fréttatíma Sýnar í kvöld að enn væri nóg eftir af umræðunni. „Þegar talað er um að þurfa að skjóta menn undir húsvegg og valdaránstilraun í nokkrum ræðum, sem er nú svona eitthvað sem að innifelur dauðarefsingu í mörgum löndum, þá held ég að við þingmenn þurfum nú aðeins að sprauta okkur niður í orðavalinu,“ sagði Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins. Hann vísaði þar meðal annars til orða Ingu Sæland félagsmálaráðherra og Guðmundar Inga Kristinssonar menntamálaráðherra. Bergþór telur þó að hnúturinn geti verið að leysast og að svigrúm sé til að ná saman í samningaviðræðum um þinglok. „Skýrt að greidd verði atkvæði“ Guðmundur Ari ítrekaði í fréttatímanum að síðustu vikurnar hafi verið fordæmalausar. Steininn hafi slegið út þegar Hildur frestaði þingfundinum í gærkvöldi í óþökk stjórnarliða. Ein af stóru spurningunum eftir hitafund dagsins er hvort stjórnin hyggist beita 71. grein þingskaparlaga til að þvinga veiðigjaldamálið í atkvæðagreiðslu. Eru stjórnarflokkarnir að gera sig tilbúna að beita einhverjum ákvæðum þannig að þið náið í gegn að það verði greitt atkvæði um þetta, klárið ekki umræðuna á hefðbundinn hátt? „Ég held að það sé alveg skýrt að það verði greitt atkvæði um þetta mál þegar málþófinu lýkur,“ svaraði Guðmundur en þingmenn eru sumir sagðir ýja að því hvort beita eigi lagaákvæðum til að binda endi á málþóf stjórnarandstöðunnar. Þegar uppi er staðið sé það meirihlutinn sem ræður. „Það er stjórnarmeirihlutinn sem ber ábyrgð á þeim málum sem hér fara í gegn og það er verkefni okkar þingmanna, bæði í meiri- og minnihluta, að tryggja það að þingstörfin gangi og mál gangi til atkvæðagreiðslu.“ Eins og að setja varalit á svín Hvenær þurfum við bara að ákveða að hleypa þessu máli í gegn, greiða atkvæði og útkljá það? „Það er nú býsna mikið eftir af þessum umræðum miðað við hversu illa unnið frumvarpið er,“ svaraði Bergþór sem bætti við að hluti vandans væri kannski sá hversu seint málið hafi komið fram. „Ég held að þetta hljóti nú svona með einum eða öðrum hætti að leiðast í jörðu á endanum. En málið er svo brogað að þetta er nú svona dálítið verkefnið eins og að reyna að setja varalit á svín,“ bætir Bergþór við. Guðmundur Ari bætir þó við að minnihlutinn geti ekki skýlt sér bak við að málið hafi ekki fengið nægilega þinglega meðferð. „Hér erum við að tala um það mál sem hefur fengið lengstu þinglegu meðferð í sögu Alþingis.“ Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Sjá meira
Þung orð voru látin falla í þingsal í dag þar sem ákvörðun Hildar Sverrisdóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, um að fresta þingfundi rétt fyrir miðnætti í gær án samráðs við forseta þingsins hefur verið gagnrýnd af stjórnarliðum en varin af stjórnarandstöðunni. Hildur sagðist í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum hafa talið sig fylgja réttu fyrirkomulagi. Skömmu eftir að formenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi hófu fund sinn klukkan 17.00 í von um að stilla til friðar eftir hitaþingfund dagsins var hlé gert á fundinum. Stjórnarandstöðuformennirnir fóru afsíðis til að ræða málin sín á milli. Fundur þingflokksformanna átti að hefjast klukkan 19.30 en hann hefur tafist þar sem fundur formanna stendur enn yfir. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flutti yfirlýsingu við upphaf þingfundar og sagði stöðuna fordæmalausa í sögu lýðveldisins og sagði minnihlutann ekki viðurkenna umboð meirihlutans og standa í vegi fyrir lýðræðislegri afgreiðslu mála. Þá nefndi Kristrún einnig að stjórnarandstæðingar hefðu lagt fram umslög á fundinum. Formenn stjórnarandstöðunnar höfnuðu því aftur á móti í yfirlýsingu í dag að þeir hefðu lagt fram tillögur „í lokuðu umslagi yfir borðið“ í þinglokaviðræðum. Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, hélt einmitt á umslagi í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. Heimildarmenn Vísis úr röðum stjórnarliða segja að í þessu umslagi hafi verið frumvarp sem stjórnarandstaðan hafi lagt fram í þinglokaviðræðum. „Þurfum nú aðeins að sprauta okkur niður í orðavalinu“ Enn sést ekki fyrir endann á veiðigjaldaumræðunni í þinginu en Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, sagði í fréttatíma Sýnar í kvöld að enn væri nóg eftir af umræðunni. „Þegar talað er um að þurfa að skjóta menn undir húsvegg og valdaránstilraun í nokkrum ræðum, sem er nú svona eitthvað sem að innifelur dauðarefsingu í mörgum löndum, þá held ég að við þingmenn þurfum nú aðeins að sprauta okkur niður í orðavalinu,“ sagði Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins. Hann vísaði þar meðal annars til orða Ingu Sæland félagsmálaráðherra og Guðmundar Inga Kristinssonar menntamálaráðherra. Bergþór telur þó að hnúturinn geti verið að leysast og að svigrúm sé til að ná saman í samningaviðræðum um þinglok. „Skýrt að greidd verði atkvæði“ Guðmundur Ari ítrekaði í fréttatímanum að síðustu vikurnar hafi verið fordæmalausar. Steininn hafi slegið út þegar Hildur frestaði þingfundinum í gærkvöldi í óþökk stjórnarliða. Ein af stóru spurningunum eftir hitafund dagsins er hvort stjórnin hyggist beita 71. grein þingskaparlaga til að þvinga veiðigjaldamálið í atkvæðagreiðslu. Eru stjórnarflokkarnir að gera sig tilbúna að beita einhverjum ákvæðum þannig að þið náið í gegn að það verði greitt atkvæði um þetta, klárið ekki umræðuna á hefðbundinn hátt? „Ég held að það sé alveg skýrt að það verði greitt atkvæði um þetta mál þegar málþófinu lýkur,“ svaraði Guðmundur en þingmenn eru sumir sagðir ýja að því hvort beita eigi lagaákvæðum til að binda endi á málþóf stjórnarandstöðunnar. Þegar uppi er staðið sé það meirihlutinn sem ræður. „Það er stjórnarmeirihlutinn sem ber ábyrgð á þeim málum sem hér fara í gegn og það er verkefni okkar þingmanna, bæði í meiri- og minnihluta, að tryggja það að þingstörfin gangi og mál gangi til atkvæðagreiðslu.“ Eins og að setja varalit á svín Hvenær þurfum við bara að ákveða að hleypa þessu máli í gegn, greiða atkvæði og útkljá það? „Það er nú býsna mikið eftir af þessum umræðum miðað við hversu illa unnið frumvarpið er,“ svaraði Bergþór sem bætti við að hluti vandans væri kannski sá hversu seint málið hafi komið fram. „Ég held að þetta hljóti nú svona með einum eða öðrum hætti að leiðast í jörðu á endanum. En málið er svo brogað að þetta er nú svona dálítið verkefnið eins og að reyna að setja varalit á svín,“ bætir Bergþór við. Guðmundur Ari bætir þó við að minnihlutinn geti ekki skýlt sér bak við að málið hafi ekki fengið nægilega þinglega meðferð. „Hér erum við að tala um það mál sem hefur fengið lengstu þinglegu meðferð í sögu Alþingis.“
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Sjá meira