Innlent

Þjóðkirkjan safnaði fimmtán milljónum fyrir Landspítalann

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Agnes M. Sigurðardóttir og Páll Matthíasson.
Agnes M. Sigurðardóttir og Páll Matthíasson. mynd/Þorkell Þorkelsson
Rúmlega fimmtán milljónir söfnuðust til stuðnings kaupa á línuhraðli á Landspítalann. Agnes M. Sigurðardóttir afhenti Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans, í dag staðfestingu á því að söfnunarféð hafi verið lagt inn á reikning Geislans.

Það var Þjóðkirkjan sem stóð fyrir söfnuninni.

Geislinn er sérsjóður sem Landspítalasjóður Íslands hefur komið á fót til þess að styðja Landspítalann við kaup á línuhraðlinum.

Agnes fangar því að nýr Línuhraðall hafi verið tekinn í notkun á spítalanum. MARgir hafi komið að verkefninu og lagt gott til málanna. Krabbameinsfélagið framför, félagið Blái naglinn og Kvenfélagssambandið ásamt fjölda fyrirtækja, líknarfélaga og einstaklinga hafi stutt Landspítalann með beinum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×