Innlent

Sleginn í and­litið með hnúajárni

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Lögregla á Hverfisgötu rannsakar málið.
Lögregla á Hverfisgötu rannsakar málið. Vísir/vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um líkamsárás í Reykjavík. Árásarmaður sló fórnarlambið í andlitið með hnúajárni. Málið er í rannsókn.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en atvikið átti sér stað í miðborg Reykjavíkur.

Þá barst lögreglunni í Kópavogi og Breiðholti tilkynning um einstakling á annarlegu ástandi í garði við heimahús. Viðkomandi var vistaður í fangaklefa þar sem sökum ástands var ekki hægt að ræða við hann og fá upplýsingar um hver hann er.

Lögreglan sá einnig um umferðareftirlit en nokkrir einstaklingar voru handteknir eftir að hafa keyrt í annarlegu ástandi. Auk þess voru nokkrir ökumenn stöðvaðir fyrir hraðakstur eða fyrir að aka gegn rauðu ljósi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×