Innlent

Augun leysa glæpi

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Mynd/Sky News
Vísindamenn segja að með nútímatækni sé það raunhæfur möguleiki að nýta sér speglun í augum fólks til að uppljóstra um glæpi.

Rannsókn sem gerð var af nemum við sálfræðideild Háskólans í Glasgow leiddi í ljós að hægt var að greina andlit fólks sem speglaðist í augum einhvers einstaklings, þrátt fyrir slæm gæði ljósmyndanna. Getur þessi tækni komið vel að notum í málum þar sem fórnarlömbin eru ljósmynduð, líkt og gerist í mansalsmálum eða gíslatökum svo eitthvað sé nefnt.

Segja sálfræðinemendurnir einnig að möguleiki sé að búa til þrívíddarmynd af umhverfinu með speglun sjáist hún í báðum augum viðkomandi.



Nánar á Sky News.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×