Innlent

Opið í Bláfjöllum og Hlíðarfjalli

Skíðasvæði eru víða opin í dag.Gott færi er í Bláfjöllum sem opnuðu klukkan 10 og verða opin fram eftir degi. Þar er spáð hægum vindi í dag. Sömu sögu er að segja af Hlíðarfjalli á Akureyri og verður opið þar í dag.



Á Dalvík verður lokað í dag. Mikill klaki hefur sest á togvíra skíðalyftna með þeim afleiðingum að þær eru óstarfhæfar. Unnið er að því að hreinsa klakann af vírunum. Stefnt er að því að opna á morgun ef veður leyfir.

Lokað er í skíðabrekkur á Ólafsfirði vegna snjóleysis og óljóst hvort að opnað verði á Siglufirði í dag vegna veðurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×