"Hann bara kyssti okkur bless" Hrund Þórsdóttir skrifar 27. desember 2013 20:00 Í fyrrakvöld fjölluðum við um útkall björgunarsveitarinnar Gerpis á Neskaupsstað á aðfangadagskvöld en erfið björgunaraðgerð varði alla nóttina og komu síðustu menn í hús klukkan sex á jóladagsmorgunn. Eiríkur Karl Bergsson er einn þeirra. Í hádeginu á aðfangadag beið fjölskyldan Eiríks í sundlaug í bænum en hann kom aldrei vegna útkalls. Um kvöldið, þegar fjölskyldan var að byrja að taka upp pakkana, kom svo stóra útkallið. „Hann bara kyssti okkur bless og við reyndum að halda áfram. Við erum svo sem ýmsu vön, þetta er ekki fyrsta aðfangadagskvöldið sem hann er ekki heima. Það hefur komið fyrir oft á stórhátíðum að hann er ekki heima vegna útkalla,“ segir Svala Guðmundsdóttir, eiginkona Eiríks. Þau Svala og Eiríkur eiga þrjú börn og Svala hélt jólin með þeim eftir bestu getu. „En maður er náttúrlega alltaf með þetta undirliggjandi; hvar er hann, hvað er hann að gera og hvenær kemur hann heim?“ Svala hefur stundum óttast um Eirík í útköllum og þau eru honum ekki alltaf auðveld. „En þeir sem lifa og hrærast í þessum heimi þeir gera þetta bara af heilum hug. Þegar svona útkall kemur, kemur ekkert til greina annað en að fara af stað, þótt það sé aðfangadagskvöld og börnin þín séu að byrja að opna pakkana.“ Svala minnir á að í björgunarsveitunum sé venjulegt fólk sem sé tilbúið að fórna öllu fyrir starf þeirra. „Þeir gefa sig alla í þetta og ég veit að þeir geta það ekki nema fjölskyldurnar standi á bak við þá. Við verðum öll að vera tilbúin að missa þá út hvenær sem er og í hvað sem er,“ segir hún. „En þetta er ekki alltaf auðvelt og þetta er ekki auðvelt fyrir börnin.“ Ein helsta fjáröflunarleið björgunarsveitanna er flugeldasala og hefst hún á morgun. Alvarlegum augnslysum hefur fækkað töluvert síðan Landsbjörg fór að gefa flugeldagleraugu í samvinnu við Blindrafélagið. Í ár ætla auðvitað allir að nota gleraugu og það er meira að segja í boði ný tegund fyrir fullorðna, sem sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Í fyrrakvöld fjölluðum við um útkall björgunarsveitarinnar Gerpis á Neskaupsstað á aðfangadagskvöld en erfið björgunaraðgerð varði alla nóttina og komu síðustu menn í hús klukkan sex á jóladagsmorgunn. Eiríkur Karl Bergsson er einn þeirra. Í hádeginu á aðfangadag beið fjölskyldan Eiríks í sundlaug í bænum en hann kom aldrei vegna útkalls. Um kvöldið, þegar fjölskyldan var að byrja að taka upp pakkana, kom svo stóra útkallið. „Hann bara kyssti okkur bless og við reyndum að halda áfram. Við erum svo sem ýmsu vön, þetta er ekki fyrsta aðfangadagskvöldið sem hann er ekki heima. Það hefur komið fyrir oft á stórhátíðum að hann er ekki heima vegna útkalla,“ segir Svala Guðmundsdóttir, eiginkona Eiríks. Þau Svala og Eiríkur eiga þrjú börn og Svala hélt jólin með þeim eftir bestu getu. „En maður er náttúrlega alltaf með þetta undirliggjandi; hvar er hann, hvað er hann að gera og hvenær kemur hann heim?“ Svala hefur stundum óttast um Eirík í útköllum og þau eru honum ekki alltaf auðveld. „En þeir sem lifa og hrærast í þessum heimi þeir gera þetta bara af heilum hug. Þegar svona útkall kemur, kemur ekkert til greina annað en að fara af stað, þótt það sé aðfangadagskvöld og börnin þín séu að byrja að opna pakkana.“ Svala minnir á að í björgunarsveitunum sé venjulegt fólk sem sé tilbúið að fórna öllu fyrir starf þeirra. „Þeir gefa sig alla í þetta og ég veit að þeir geta það ekki nema fjölskyldurnar standi á bak við þá. Við verðum öll að vera tilbúin að missa þá út hvenær sem er og í hvað sem er,“ segir hún. „En þetta er ekki alltaf auðvelt og þetta er ekki auðvelt fyrir börnin.“ Ein helsta fjáröflunarleið björgunarsveitanna er flugeldasala og hefst hún á morgun. Alvarlegum augnslysum hefur fækkað töluvert síðan Landsbjörg fór að gefa flugeldagleraugu í samvinnu við Blindrafélagið. Í ár ætla auðvitað allir að nota gleraugu og það er meira að segja í boði ný tegund fyrir fullorðna, sem sjá má í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira