Fleiri fréttir

Persónulegri afmæliskveðjur - Gott ráð til að muna afmælisdaga

Facebook hefur gert það að verkum að enginn þarf að muna neina afmælisdaga lengur. Í hvert sinn sem einhver á afmæli kemur upp áminning þess efnis á Facebook. Það er orðið jafn auðvelt að muna eftir því að óska móður sinni til hamingju með afmælið og gömlum félaga úr grunnskóla.

Líkir Makrílgengd við engisprettufaraldur

„Þetta minnir að vissu leyti á engisprettufaraldur í Biblíunni.“ Þetta segir Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, um aukningu á makrílgengd hér við land síðustu ár.

Skurðstofan í Eyjum mönnuð þar til í nóvember

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur falið forstjóra sjúkrahússins í Vestmannaeyjum að tryggja mönnun skurðstofu þar til samstarfshópur sem hann hefur skipað hefur skilar tillögum sínum.

Slagsmál um borð í flugvél

Kona á fimmtugsaldri lét illa um borð í flugvél frá flugfélaginu Lufthansa í neyðarlendingu á Keflavíkurflugvelli. Hún slóst meðal annars við förunaut sinn, karlmann um fimmtugt.

Forræðisdeila: Dönsk yfirvöld krefjast framsals Hjördísar Svan

Yfirvöld í Danmörku hafa farið fram á að Hjördís Svan verði framseld, en hún hefur lengi staðið í harðvítugri forræðisdeilu við danskan barnsföður sinn. Gefin var út handtökuskipun gegn Hjördísi í morgun en hún var dregin til baka seinni partinn í dag.

Myndband af Krónusnáknum

Snákur olli usla í Krónunni í Kórahverfi í morgun. Meindýraeyðir var kallaður á vettvang og fargaði hann snáknum í kjölfarið. Helgi Guðbrandsson tók myndbandið sem fylgir þessari frétt og sýnir snákinn í Krónunni hlykkja sér með gólfi verslunarinnar.

Vigdís segir netheima hafa gaman af sér

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, segist ekki vilja skemma fyrir netverjum sem hent hafa gaman af ummælum hennar í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær, þar sem hún sagði „strax vera teygjanlegt hugtak“.

Óska eftir aðkomu Landlæknisembættisins

Þröstur Óskarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, óskaði í gærkvöldi formlega eftir aðkomu Embættis landlæknis í að leysa deilu sem komið hefur upp meðal lækna hjá stofnuninni.

Kastaði sér fyrir bíl í sveppavímu

Lögregla á Suðurnesjum segir mikila mildi að ekki fór verr en raun bar vitni þegar rúmlega tvítugur karlmaður kastaði sér fyrir bifreið í Reykjanesbæ í gærkvöld.

Snákur í Krónunni

Viðskiptavinur Krónunnar í Kórahverfi fullyrðir í samtali við fréttastofu að hafa séð snák í verslunni í morgun.

Vigdís segir engin leyndarmál í hagræðingarhópnum

Þingflokkur Vinstri grænna fer fram á að forsætisráðherra afhendi öll gögn um störf hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Vigdís Hauksdóttir segir þetta hið besta mál enda hafi hagræðingarhópurinn ekkert að fela.

187% verðmunur á ávaxtaperum

Í nýrri verðlagskönnun sem ASÍ framkvæmdi víðsvegar um land mánudaginn 30. september síðastliðinn kemur í ljós að verslunin Bónus í Borgarnes var oftast með lægsta verðið.

Ökufantur grunaður um tvær nauðganir

Maður, sem stefndi lífi vegfarenda í háska á mánudagskvöld með því að ræna bíl eftir árekstur og flýja síðan lögreglu á ofsahraða, er grunaður um tvær nauðganir. Hann sætir nú farbanni vegna ótta yfirvalda við að hann stingi af til Danmerkur.

Klipptu númer af átta bifreiðum

Lögreglan á Suðurnesjum fjarlægði í vikunni skráningarnúmer af átta bifreiðum, sem voru ótryggðar eða höfðu ekki verið færðar til skoðunar á réttum tíma.

Fékk risaeðlu í skófluna

Verktakafyrirtæki í bænum Grande Prairie í Alberta, Kanada átti líklega ekki von á því að finna leifar af risaeðlu þegar þeir grófu fyrir olíuleiðslu.

Stracta fær hótellóð í Skaftárhreppi

Skipulags- og byggingarnefnd Skaftárhrepps hefur samþykkt að gerð verði breyting á aðalskipulagi svo Stracta hótelkeðjan geti reist hótel að Orrustustöðum.

Milljarðar fyrir hausa, roð og bein

Velta fyrirtækja í fullvinnslu aukaafurða úr sjávarfangi og líftækni var um 22 milljarðar króna í fyrra. Veltan jókst um 17% frá fyrra ári.

Tómatar í fimmtán hektara gróðurhúsi

Bæjarstjóri Grindavíkur gerði á þriðjudag bæjarráðinu grein fyrir stöðu viðræðna við hollenskan aðila sem hefur áhuga á að reisa fimmtán hektara gróðurhús til tómataframleiðslu.

Öryrkjabandalagið harðlega gagnrýnt í nýrri úttekt

Helstu samstarfsaðilar Öryrkjabandalags Íslands eru harðorðir í garð bandalagsins í nýrri úttekt nefndar á vegum ÖBÍ. Varaformaður bandalagsins segir niðurstöður úttektarinnar sláandi og hefur tilkynnt um mótframboð gegn sitjandi formanni.

Sögð hafa svikið fé af Háskólanum

Tæplega sextug kona hefur verið ákærð fyrir umboðssvik og fjárdrátt í starfi sínu sem skrifstofustjóri Jarðvísindastofnunar hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands.

Tvö ár í fangelsi fyrir nauðgun

Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í gær um að sakfella karlmann á þrítugsaldri fyrir nauðgun.

Erfðabreytt fóður gæti skaðað sölu á skyri

Stór hluti íslenskra mjólkurvara er erfðabreyttur að sögn framkvæmdastjóra Yggdrasils. Eitt hundrað tonn af skyri eru flutt út til Bandaríkjanna á ári hverju. Væntanlegar reglur um merkingar gætu haft slæm áhrif á sölu mjólkurvara.

Ein af hverjum fjórum í Malaví fær ekki menntun

Ég var bara heppin. Ég hefði getað flosnað upp úr námi eins og margar skólasystur mínar. Þetta segir Anjimile Oponyo, ráðuneytisstjóri menntamálaráðuneytis Malaví í Afríku,

Brenndi dóttur sína með sígarettu og beitti ofbeldi

Í ákæru segir að faðirinn hafi slegið dóttur sína ítrekað í líkamann, hrint henni, brennt hana með logandi sígarettu í andlitið og í beinu framhaldi tekið upp tvo eldhúshnífa úr skúffu og hótað henni lífláti. "Ég vona að hann læri af mistökum sínum og taki þessu eins og maður,“ segir stúlkan.

Allt samkvæmt áætlun í Kosti

Eftirlit í versluninni Kosti á Dalvegi á mánudag leiddi í ljós að þar er unnið samkvæmt sérstakri úrbótaáætlun sem Kostur lagði fram í byrjun september.

Tvöhundruðþúsund króna boð í Glaðasta hund í heimi

Átakið Bleika slaufan verður með nýstárlegum hætti í ár. Meðfram sölu á slaufunni verður vakin athygli á málstaðnum með bleiku uppboði á síðunni bleikaslaufan.is, þar sem hægt verður að bjóð í ýmsa skemmtilega hluti og viðburði.

Óttast ekki að hótelin standi auð

Hótelum í Reykjavík mun fjölga um meira þriðjung á næstu fimm árum. Skrifstofustjóri eignaþróunar hjá Reykjavíkurborg óttast ekki að hótelherbergin eigi eftir að standa auð.

Safnaði 190 þúsund krónum fyrir börn í bata eftir krabbamein

Thelma Líf Gautadóttir segir að henni hafi dottið í hug að snoða á sér á hárið og gera eitthvað gott með það í leiðinni. "Mér fannst bara sniðugt að styrkja þá sem lifa af, mér fannst það góð hugmynd að hjálpa þeim,“ segir hún.

Hænsni á Íslandi jafn mörg og íbúarnir

Hænsni á Íslandi eru álíka mörg og íbúar landsins. Íbúar á Íslandi eru rúmlega 321 þúsund miðað við tölur frá því í janúar á þessu ári. Hænsnin eða alifuglarnir eru um 322 þúsund.

Sjá næstu 50 fréttir