Innlent

Kona keyrði á öryggishlið Hvíta hússins og var skotin til bana

Elimar Hauksson skrifar
Eftirför lögreglunnar í Washington endaði með því að ökumaður bifreiðar var skotinn til bana í miðbæ Washington skammt frá þinghúsinu en ökumaðurinn hafði hunsað stöðvunarmerki lögreglu og ók sem óður væri.
Eftirför lögreglunnar í Washington endaði með því að ökumaður bifreiðar var skotinn til bana í miðbæ Washington skammt frá þinghúsinu en ökumaðurinn hafði hunsað stöðvunarmerki lögreglu og ók sem óður væri. mynd/AFP
Lögreglan í Washington hóf eftirför á eftir ökumanni bifreiðar sem hafði keyrt inn í öryggishlið fyrir utan Hvíta húsið í kvöld. Eftirförin hófst þegar ökumaður keyrði á öryggishlið Hvíta hússins og keyrði síðan af vettvangi eftir að lögregla hafði reynt að nálgast hann. Ökumaðurinn brunaði af vettvangi með lögreglu á eftir sér og fljótlega heyrðust byssuhvellir.

Eftirförin endaði með því að ökumaðurinn var skotinn til bana í miðbæ Washington skammt frá þinghúsinu.

Konan sem keyrði bílinn var óvopnuð samkvæmt því sem lögregla segir og voru öll skot af hálfu lögreglu. Einn lögreglumaður slasaðist í eftirförinni.

Haft er eftir lögregluyfirvöldum í Washington að barn hafi verið með konunni í bílnum á meðan á eftirförinni stóð. Eftir að konan hafði verið stöðvuð var barnið flutt á spítala með alvarleg en þó ekki lífshættuleg meiðsl.

Lögregluyfirvöld telja atvikið ekki tengt hryðjuverkum en fyrir neðan má sjá myndband af atvikinu á vef Washington Post. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×