Ökufantur grunaður um tvær nauðganir Stígur Helgason skrifar 4. október 2013 11:15 Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður á fertugsaldri, sem grunaður er um tvær nauðganir, skuli sæta farbanni til 29. október. Lögregla handtók manninn á mánudagskvöld eftir að hafa veitt honum eftirför á miklum hraða um Breiðholt, Kópavog og aftur inn í Reykjavík. Maðurinn hafði lent í árekstri við Rauðavatn og í kjölfarið komið askvaðandi að hinum bílnum, dregið ökumanninn út úr honum, sest í bílstjórasætið og ekið á brott. Lögregla reyndi að stöðva manninn en hann sinnti því engu, ók gegn rauðum ljósum á ofsahraða sem leið lá inn í Kópavog. Til móts við Byko í Breiddinni sprakk á öðru framdekkja bílsins, en hann lét það ekki á sig fá, hélt áfram, ók meðal annars á móti umferð norður Kringlumýrarbraut og stöðvaði ekki fyrr en undir Bústaðavegi. Þar steig hann út úr bílnum með vínflösku í hendi og kastaði henni í læri lögreglumanns. Maðurinn hafði þá ekið tólf kílómetra leið á ránsfengnum og lögregla hafði í þrígang keyrt utan í bílinn til að reyna að stöðva hann. Í farbannsúrskurði héraðsdóms segir að maðurinn hafi með þessu stofnað lífi og heilsu vegfarenda „á ófyrirleitinn hátt í augljósa hættu“. Í farbannsúrskurðinum segir að maðurinn hafi verið undir áhrifum áfengis og vímuefna en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var hann þó alls ekki í slíkri vímu að hann hafi hvorki vitað í þennan heim né annan. Ákæra var gefin út á hendur þessum sama manni fyrir nauðgun í janúar og Ríkissaksóknari hefur annað slíkt mál gegn honum til meðferðar núna. Í báðum tilfellum mun stúlka hafa kært hann fyrir nauðgun í heimahúsi. Þá var hann í sumar ákærður fyrir ræktun á sjötíu kannabisplöntum. Maðurinn á fjölskyldu í Danmörku og fór þangað þegar taka átti síðastnefnda málið fyrir í sumar. Í úrskurðinum segir að hann hafi komið heim 17. september og ástæða sé til að ætla að hann stingi aftur af sé hann frjáls ferða sinna. Heimildir blaðsins herma að maðurinn eigi ekki langan brotaferil að baki að öðru leyti. Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður á fertugsaldri, sem grunaður er um tvær nauðganir, skuli sæta farbanni til 29. október. Lögregla handtók manninn á mánudagskvöld eftir að hafa veitt honum eftirför á miklum hraða um Breiðholt, Kópavog og aftur inn í Reykjavík. Maðurinn hafði lent í árekstri við Rauðavatn og í kjölfarið komið askvaðandi að hinum bílnum, dregið ökumanninn út úr honum, sest í bílstjórasætið og ekið á brott. Lögregla reyndi að stöðva manninn en hann sinnti því engu, ók gegn rauðum ljósum á ofsahraða sem leið lá inn í Kópavog. Til móts við Byko í Breiddinni sprakk á öðru framdekkja bílsins, en hann lét það ekki á sig fá, hélt áfram, ók meðal annars á móti umferð norður Kringlumýrarbraut og stöðvaði ekki fyrr en undir Bústaðavegi. Þar steig hann út úr bílnum með vínflösku í hendi og kastaði henni í læri lögreglumanns. Maðurinn hafði þá ekið tólf kílómetra leið á ránsfengnum og lögregla hafði í þrígang keyrt utan í bílinn til að reyna að stöðva hann. Í farbannsúrskurði héraðsdóms segir að maðurinn hafi með þessu stofnað lífi og heilsu vegfarenda „á ófyrirleitinn hátt í augljósa hættu“. Í farbannsúrskurðinum segir að maðurinn hafi verið undir áhrifum áfengis og vímuefna en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var hann þó alls ekki í slíkri vímu að hann hafi hvorki vitað í þennan heim né annan. Ákæra var gefin út á hendur þessum sama manni fyrir nauðgun í janúar og Ríkissaksóknari hefur annað slíkt mál gegn honum til meðferðar núna. Í báðum tilfellum mun stúlka hafa kært hann fyrir nauðgun í heimahúsi. Þá var hann í sumar ákærður fyrir ræktun á sjötíu kannabisplöntum. Maðurinn á fjölskyldu í Danmörku og fór þangað þegar taka átti síðastnefnda málið fyrir í sumar. Í úrskurðinum segir að hann hafi komið heim 17. september og ástæða sé til að ætla að hann stingi aftur af sé hann frjáls ferða sinna. Heimildir blaðsins herma að maðurinn eigi ekki langan brotaferil að baki að öðru leyti.
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira