Erfðabreytt fóður gæti skaðað sölu á skyri Valur Grettisson skrifar 4. október 2013 07:00 Whole Foods Market Bandaríska heilsukeðjan er gríðarlega stór. „Ef mjólkursamsalan myndi flytja íslenska skyrið út eftir fimm ár, væri það merkt sem erfðabreytt matvara,“ segir Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Yggdrasils, um íslenskan landbúnað en hún telur að slíkar merkingar gætu þrengt verulega að íslenskum landbúnaði. Samkvæmt upplýsingum frá Mjólkursamsölunni eru 100 tonn af skyri flutt árlega til sölu í Whole Foods Markets en verslunarkeðjan hyggst merkja allar vörur sérstaklega sem nota erfðabreytt fóður eftir fimm ár. Ráðstefna um erfðabreytt matvæli verður haldin á Grand hóteli næstkomandi mánudag. Það eru helst sojabaunir, olíufræ, kartöflur og tómatar auk baðmullar og tóbaks sem eru erfðabreytt. Bandaríkin eru langstærsti framleiðandi og útflytjandi erfðabreyttra nytjaplantna. Á eftir þeim koma Kanada og Kína en minnst er framleiðslan í Evrópu þar sem reglur eru mjög strangar. „Íslenskt smjör, sem verður flutt til Bandaríkjanna og selt í Whole Foods-verslunum, verður merkt sem erfðabreytt matvæli árið 2018,“ fullyrðir Oddný, en fulltrúar Whole Foods Market í Bandaríkjunum komu hingað til lands fyrir skömmu eins og Fréttablaðið greindi frá. Að sögn Oddnýjar Önnu tilkynntu þeir þá að árið 2018 mun verslunarkeðjan merkja skilmerkilega afurðir dýra sem eru alin á erfðabreyttu kjarnfóðri. Hún segir þetta slæm tíðindi fyrir landbúnað á Íslandi. Með þessu er þrengt allverulega að íslenskum landbúnaði á stærsta heilsumarkaði vestanhafs. Besta leiðin að mati Oddnýjar er að hagnast á sérstöðu Íslands, sem er hin hreina ímynd, en Oddný Anna segir þá ímynd ekki eiga við rök að styðjast í matvælaframleiðslu hér á landi. „Punkturinn er kannski þessi, og skilaboðin til neytenda eru þau, að íslenskar mjólkurvörur eru að stórum hluta erfðabreyttar,“ segir Oddný Anna. „Það væri sterkur leikur að hreinsa iðnaðinn af þessu fóðri, enda viljum við vera náttúruleg í okkar framleiðslu,“ segir Oddný Anna.Ómögulegt að spá fyrir um framtíðina „Við erum að nota mjólk úr kúastofni sem er með eins hreinar erfðir og hægt er í heiminum,“ segir Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, og bendir jafnframt á að 75 prósent af fóðri kúa hér á landi sé gróffóður eins og hey. Aðeins tuttugu prósent eru innflutt kjarnfóður. „Við höfum enga tilkynningu fengið um breytingu á innkaupastefnu frá Whole Foods Market,“ segir Einar. Mjólkursamsalan flytur 100 tonn af skyri til Whole Foods-verslunarkeðjunnar, sem er stærsta heilsukeðja Bandaríkjanna. Einar segir ómögulegt að spá um afleiðingar þess sem á eftir að gerast eftir fimm ár. Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
„Ef mjólkursamsalan myndi flytja íslenska skyrið út eftir fimm ár, væri það merkt sem erfðabreytt matvara,“ segir Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Yggdrasils, um íslenskan landbúnað en hún telur að slíkar merkingar gætu þrengt verulega að íslenskum landbúnaði. Samkvæmt upplýsingum frá Mjólkursamsölunni eru 100 tonn af skyri flutt árlega til sölu í Whole Foods Markets en verslunarkeðjan hyggst merkja allar vörur sérstaklega sem nota erfðabreytt fóður eftir fimm ár. Ráðstefna um erfðabreytt matvæli verður haldin á Grand hóteli næstkomandi mánudag. Það eru helst sojabaunir, olíufræ, kartöflur og tómatar auk baðmullar og tóbaks sem eru erfðabreytt. Bandaríkin eru langstærsti framleiðandi og útflytjandi erfðabreyttra nytjaplantna. Á eftir þeim koma Kanada og Kína en minnst er framleiðslan í Evrópu þar sem reglur eru mjög strangar. „Íslenskt smjör, sem verður flutt til Bandaríkjanna og selt í Whole Foods-verslunum, verður merkt sem erfðabreytt matvæli árið 2018,“ fullyrðir Oddný, en fulltrúar Whole Foods Market í Bandaríkjunum komu hingað til lands fyrir skömmu eins og Fréttablaðið greindi frá. Að sögn Oddnýjar Önnu tilkynntu þeir þá að árið 2018 mun verslunarkeðjan merkja skilmerkilega afurðir dýra sem eru alin á erfðabreyttu kjarnfóðri. Hún segir þetta slæm tíðindi fyrir landbúnað á Íslandi. Með þessu er þrengt allverulega að íslenskum landbúnaði á stærsta heilsumarkaði vestanhafs. Besta leiðin að mati Oddnýjar er að hagnast á sérstöðu Íslands, sem er hin hreina ímynd, en Oddný Anna segir þá ímynd ekki eiga við rök að styðjast í matvælaframleiðslu hér á landi. „Punkturinn er kannski þessi, og skilaboðin til neytenda eru þau, að íslenskar mjólkurvörur eru að stórum hluta erfðabreyttar,“ segir Oddný Anna. „Það væri sterkur leikur að hreinsa iðnaðinn af þessu fóðri, enda viljum við vera náttúruleg í okkar framleiðslu,“ segir Oddný Anna.Ómögulegt að spá fyrir um framtíðina „Við erum að nota mjólk úr kúastofni sem er með eins hreinar erfðir og hægt er í heiminum,“ segir Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, og bendir jafnframt á að 75 prósent af fóðri kúa hér á landi sé gróffóður eins og hey. Aðeins tuttugu prósent eru innflutt kjarnfóður. „Við höfum enga tilkynningu fengið um breytingu á innkaupastefnu frá Whole Foods Market,“ segir Einar. Mjólkursamsalan flytur 100 tonn af skyri til Whole Foods-verslunarkeðjunnar, sem er stærsta heilsukeðja Bandaríkjanna. Einar segir ómögulegt að spá um afleiðingar þess sem á eftir að gerast eftir fimm ár.
Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira