Ein af hverjum fjórum í Malaví fær ekki menntun Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 4. október 2013 07:00 Anjimile Oponyo Ráðuneytisstjóri menntamálaráðuneytis Malaví segir aðstoð Þróunarsamvinnustofnunar Íslands hafa verið mikilvæga. fréttablaðið/Daníel „Ég var bara heppin. Ég hefði getað flosnað upp úr námi eins og margar skólasystur mínar ef faðir minn hefði ekki lagt mikla áherslu á að við systkinin hlytum góða menntun. Það var mjög óvenjulegt.“ Þetta segir Anjimile Oponyo, ráðuneytisstjóri menntamálaráðuneytis Malaví í Afríku, sem kom til Íslands í tengslum við átaksviku frjálsra félagasamtaka og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands um mikilvægi og gildi þróunarsamvinnu. Oponyo hlaut skólastyrk frá Alþjóðabankanum til framhaldsnáms í kennslufræðum í Bandaríkjunum. „Menntunin hefur bjargað lífi mínu. Vegna hennar hef ég sjálf getað tekið ákvarðanir sem varða mitt líf. Ég vildi óska þess að allar stúlkur í Malaví hefðu kost á því sama og ég hafði.“ Hún telur að um fjórðungur allra stúlkna í Malaví fái ekki eðlilega skólagöngu. „Sumar koma ekki í skóla fyrr en þær eru orðnar tíu ára og hætta um 14 til 15 ára gamlar þegar þær eru látnar ganga í hjónaband. Aðrar verða að hætta vegna þess að þær hafa misst foreldra sína úr til dæmis alnæmi og verða að sjá um sig sjálfar og systkini sín. Fjölmörg dæmi eru um að foreldrar láti ekki stúlkur fara í skóla vegna þess hversu langar vegalengdir þær þurfa að fara gangandi. Skólarnir sem Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur aðstoðað við að koma upp í Mangochi-héraði í Malaví hafa gert mörgum kleift að sækja sér menntun. Með því að byggja víða komast fleiri í skóla.“ Að sögn Oponyo eru dæmi um að 150 börn séu saman í kennslusal á fyrstu stigum grunnskólans. Á síðustu stigum grunnskólans og fyrstu stigum framhaldsskóla kemur fyrir að um 300 nemendur séu saman í kennslusal í 1.000 nemenda skóla. „Ég var í heimsókn í grunnskóla hér og þar voru 15 börn í bekknum og þau höfðu alls kyns kennslugögn sem okkur skortir sárlega. Heima í Malaví er ekki hægt að sjá öllum fyrir kennslugögnum þannig að sum barnanna þurfa að deila þeim með öðrum. Hér hef ég séð hvernig skólastarf getur virkað vel ef nægar kennslustofur og skólagögn eru fyrir hendi.“ Sú leið sem Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur valið til að aðstoða heimamenn í Malaví hefur fyllt þá sjálfstrausti, að því er Oponyo greinir frá. „Stofnunin hefur spurt um þarfir okkar og svo gefið okkur tækifæri til þess að stýra sjálf verkefnum. Það hefur jákvæð áhrif á heimamenn, þeir verða ánægðir og finna hvers þeir eru megnugir.“ Oponyo telur að mögulega hafi stutt skólaganga föður hennar, sem var lögreglumaður og tónlistarmaður, átt sinn þátt í því að hann hvatti börnin sín, fjórar stúlkur og einn son, til að ganga menntaveginn. Elsta systir hennar, Joyce Banda, er nú forseti Malaví. Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Sjá meira
„Ég var bara heppin. Ég hefði getað flosnað upp úr námi eins og margar skólasystur mínar ef faðir minn hefði ekki lagt mikla áherslu á að við systkinin hlytum góða menntun. Það var mjög óvenjulegt.“ Þetta segir Anjimile Oponyo, ráðuneytisstjóri menntamálaráðuneytis Malaví í Afríku, sem kom til Íslands í tengslum við átaksviku frjálsra félagasamtaka og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands um mikilvægi og gildi þróunarsamvinnu. Oponyo hlaut skólastyrk frá Alþjóðabankanum til framhaldsnáms í kennslufræðum í Bandaríkjunum. „Menntunin hefur bjargað lífi mínu. Vegna hennar hef ég sjálf getað tekið ákvarðanir sem varða mitt líf. Ég vildi óska þess að allar stúlkur í Malaví hefðu kost á því sama og ég hafði.“ Hún telur að um fjórðungur allra stúlkna í Malaví fái ekki eðlilega skólagöngu. „Sumar koma ekki í skóla fyrr en þær eru orðnar tíu ára og hætta um 14 til 15 ára gamlar þegar þær eru látnar ganga í hjónaband. Aðrar verða að hætta vegna þess að þær hafa misst foreldra sína úr til dæmis alnæmi og verða að sjá um sig sjálfar og systkini sín. Fjölmörg dæmi eru um að foreldrar láti ekki stúlkur fara í skóla vegna þess hversu langar vegalengdir þær þurfa að fara gangandi. Skólarnir sem Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur aðstoðað við að koma upp í Mangochi-héraði í Malaví hafa gert mörgum kleift að sækja sér menntun. Með því að byggja víða komast fleiri í skóla.“ Að sögn Oponyo eru dæmi um að 150 börn séu saman í kennslusal á fyrstu stigum grunnskólans. Á síðustu stigum grunnskólans og fyrstu stigum framhaldsskóla kemur fyrir að um 300 nemendur séu saman í kennslusal í 1.000 nemenda skóla. „Ég var í heimsókn í grunnskóla hér og þar voru 15 börn í bekknum og þau höfðu alls kyns kennslugögn sem okkur skortir sárlega. Heima í Malaví er ekki hægt að sjá öllum fyrir kennslugögnum þannig að sum barnanna þurfa að deila þeim með öðrum. Hér hef ég séð hvernig skólastarf getur virkað vel ef nægar kennslustofur og skólagögn eru fyrir hendi.“ Sú leið sem Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur valið til að aðstoða heimamenn í Malaví hefur fyllt þá sjálfstrausti, að því er Oponyo greinir frá. „Stofnunin hefur spurt um þarfir okkar og svo gefið okkur tækifæri til þess að stýra sjálf verkefnum. Það hefur jákvæð áhrif á heimamenn, þeir verða ánægðir og finna hvers þeir eru megnugir.“ Oponyo telur að mögulega hafi stutt skólaganga föður hennar, sem var lögreglumaður og tónlistarmaður, átt sinn þátt í því að hann hvatti börnin sín, fjórar stúlkur og einn son, til að ganga menntaveginn. Elsta systir hennar, Joyce Banda, er nú forseti Malaví.
Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Sjá meira