Síðasti Vestmannaeyingurinn fæddur í Eyjum: "Er að springa úr reiði og vonbrigðum“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. október 2013 12:47 Hildur Sólveig Sigurðardóttir er komin 36 vikur á leið og þarf að fara frá Vestmannaeyjum til að fæða barn sitt. Barnshafandi konur eru sendar frá Vestmanneyjum fyrir áætlaða fæðingu því aðstæður á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja bjóða ekki upp á annað. Hildur Sólveig Sigurðardóttir býr í Vestmannaeyjum og er komin 36 vikur á leið. Hún sendi þingmönnum suðurkjördæmis bréf og afrit á heilbrigðisráðherra þar sem hún lýsir áhyggjum sínum á ástandinu á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja. „Nú er svo komið að ég fæ ekki lengur orða bundist. Ég er að springa, ekki bara vegna þess að ég er komin 36 vikur á leið og mér finnst ég bókstaflega geta sprungið á hverjum degi en aðallega af því að ég er að springa úr reiði og vonbrigðum. Í fjárlögum 2014 er HSVE eina heilbrigðisstofnunin á landsbyggðinni sem má sæta enn frekari niðurskurði. Í fyrradag varð svo ástandið á sjúkradeild HSVE slíkt að starfsfólki var uppálagt að fara mjög sparlega með súrefni þar sem ekki eru til nægir peningar til að liggja með þetta lífsnauðsynlega efni á lager. Því má með sanni segja að fjárhagslegir erfiðleikar stofnunarinnar séu bókstaflega að svipta sjúklinga í Vestmannaeyjum réttindunum á nægu súrefni! Telja þingmenn þessa kjördæmis þetta vera viðunandi ástand?“Niðurskurðurinn á Heilbrigðisstofnuninni í Vestmannaeyjum hefur haft gríðarleg áhrif á fæðingarþjónustu á eyjunni. Ábyrgð á fæðandi konum og nýburum þeirra er nú eingöngu á herðum einu starfandi ljósmóður Vestmannaeyja. Þær aðstæður jafngilda aðstæðum við heimafæðingar og eru á lægsta fæðingarþjónustustiginu. Í ljósi þessa hefur verið tekin ákvörðun að allar barnshafandi konur skulu sendar af eyjunni fyrir áætlaða fæðingu. Hildur Sólveig segir þetta hafa miklar breytingar á högum fæðandi kvenna. „Í dag hef ég ekkert val varðandi þennan mikilvæga og eftirvæntingarfulla atburð í mínu lífi þar sem öllum barnshafandi konum er nú vísað til höfuðborgarsvæðisins. Ég þarf að flytjast búferlum upp á land í guð má vita hve langan tíma því fæðingardagur barns er langt frá því að vera nákvæm vísindi. Ég þarf að vera frá eiginmanni og syni, þar sem við höfum ekki tök á að vera bæði frá vinnu í langan tíma og ekki hef ég leikskólaúrræði önnur en í mínu eigin sveitarfélagi. Ætlar fæðingarorlofssjóður að bæta þessum konum upp tekjumissinn sem þær verða fyrir? Ætlar heilbrigðisráðuneyti að greiða leigukostnað vegna þessara aðstæðna? Ætlar núverandi ríkisstjórn virkilega að svipta íbúa Vestmannaeyja þessu mikla öryggisneti sem starfandi skurðstofa er fyrir jafn einangraða byggð. Slík ákvörðun myndi væntanlega hafa skelfilegar afleiðingar á íbúaþróun samfélagsins og gera þann jákvæða viðsnúning sem fjölgun Vestmannaeyinga undanfarin ár er, að engu. Kom virkilega síðasti Vestmannaeyingurinn fæddur í Eyjum í heiminn í síðustu viku?“ Hildur Sólveig segir ennfremur í bréfi sínu að þar sem enginn starfandi svæfingarlæknir og skurðlæknir séu á spítalanum þurfi Vestmannaeyingar að treysta á sjúkraflug frá Akureyri. Í skelfilegum slysum og bráðum veikindum gætu sjúklingar þurft að bíða í fleiri klukktíma til að geta komist undir læknishendur í höfuðborginni, ef það er þá möguleiki yfir höfuð vegna veðurs, vinda og fleira. Í því samhengi spyr hún: „Ætla þingmenn kjördæmisins virkilega að bjóða þessum einangraða þéttbýliskjarna upp á að hverfa aftur um a.m.k. hálfa öld í heilbrigðisþjónustu?“ Bréf Hildar í heild sinni: Fársjúk heilbrigðisstofnunNú er svo komið að mér er ekki lengur orða bundist. Ég er að springa, ekki bara vegna þess að ég er komin 36 vikur á leið og mér finnst ég bókstaflega geta sprungið á hverjum degi en aðallega af því að ég er að springa úr reiði og vonbrigðum. Reiði í garð þeirra frambjóðenda sem ég lagði allt mitt traust á, þeirra frambjóðenda sem ég var viss um að myndu forgangsraða rétt, myndu styrkja grunnþjónustu landsbyggðarinnar allrar. Jú, skref hafa verið tekin í rétta átt, dregið úr ,,gæluverkefnum” og reynt að ná fram hallalausum rekstri sem er eina leiðin úr sívaxandi skuldasöfnun þjóðarinnar og göfugt markmið. En ég er mjög minnug þess þegar hæstvirtur iðnaðarráðherra, fjármálaráðherra, og margir þingmenn kjördæmisins komu inn fyrir dyr Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja og gengu út klökk með grátstafina í kverkum að manni þótti bera skynbragð á það skelfilega ástand sem ríkti á stofnuninni. Hallarekstur stofnunarinnar var það mikill að birgjar voru búnir að loka fyrir pantanir, lyf og ýmislegan nauðsynlegan búnað var erfitt að fá vegna þess að HSVE var jú í rauninni gjaldþrota.SúrefnisskorturNú um hálfu ári síðar virðist þessi skilningur háttvirtra þingmanna fokinn út í veður og vind. Í fjárlögum 2014 er HSVE eina heilbrigðisstofnunin á landsbyggðinni sem má sæta enn frekari niðurskurði. Heilbrigðisstofnun Suðurlands sem hæstvirtur heilbrigðisráðherra sagði á starfsmannafundi HSVE vera með mesta hallareksturinn á landsbyggðinni fær 7,5% aukningu á meðan HSVE sætir 11% niðurskurði (skv. heimildum Eyjafrétta). Í fyrradag varð svo ástandið á sjúkradeild HSVE slíkt að starfsfólki var uppálagt að fara mjög sparlega með súrefni þar sem ekki eru til nægir peningar til að liggja með þetta lífsnauðsynlega efni á lager. Því má með sanni segja að fjárhagslegir erfiðleikar stofnunarinnar séu bókstaflega að svipta sjúklinga í Vestmannaeyjum réttindunum á nægu súrefni! Telja þingmenn þessa kjördæmis þetta vera viðunandi ástand?Aftur í moldarkofanaNú hefur skurðstofu í Vestmannaeyjum verið formlega lokað, starfsmenn þar fengið uppsagnarbréf og þrátt fyrir að sú ákvörðun sé tekin af framkvæmdastjórn HSVE, þvert gegn vilja ráðuneytis og væntanlega bæjarfélagsins í heild sinni hefur ekkert verið aðhafst í því að snúa þeirri skelfilegu ákvörðun. Starfandi læknar á heilsugæslu og sjúkradeild hafa sent yfirlýsingu til landlæknis um að þeir afsali sér ábyrgð á fæðingarþjónustu sem hingað til hefur verið á herðum skurðlæknis. Því er öll ábyrgð á fæðandi konum og nýburum þeirra einvörðungu á herðum einu starfandi ljósmóður Vestmannaeyja. Samkvæmt skilgreiningu landlæknis við val á fæðingarstöðum jafngilda þessar aðstæður í dag lægsta fæðingarþjónustustiginu; D-2 sem eru sömu aðstæður og við heimafæðingar en sú þjónusta hefur einmitt nýlega verið umdeild innan læknastéttarinnar. Með sanni má segja að fæðingarþjónusta í Vestmannaeyjum falli m.a.s. utan þessa lægsta flokks því samhangandi skilgreiningu á fæðingarstað D2 kemur fram að þar sé aðgangur að fæðingarstað með hærra þjónustustig (A-C) en aðstæður geta, hafa og munu koma upp í Vestmannaeyjum þar sem samgöngur liggja alveg niðri og við höfum því ekki alltaf greiðan aðgang að meginlandinu, enda er sérstaklega minnst á landfræðilega einangrun Vestmannaeyja í þessum leiðbeiningum landlæknis. Í ljósi þessa var sú erfiða ákvörðun tekin af ljósmóður að allar barnshafandi konur skyldu sendar af eyjunni fyrir áætlaða fæðingu. Ætla þingmenn að sitja aðgerðarlausir og horfa uppá þessa þróun?Treystum á sjúkraflug norðan af landiÍ skelfilegum slysum og bráðum veikindum geta starfandi svæfingarlæknir og skurðlæknir skilið á milli lífs og dauða, enda oft fleiri klukkutímar sem sjúklingar í Vestmannaeyjum þurfa að bíða til að geta komist undir læknishendur í höfuðborginni þ.e.a.s. ef það er möguleiki yfir höfuð vegna veðurs, vinda og fleira. Sjúkraflutningavélin sem Eyjamenn munu nú þurfa í síauknum mæli að treysta á er staðsett á Akureyri sem eykur töluvert viðbragðstíma. Í því samhengi má nefna að nú í vikunni frestaði heilbrigðisráðherra fundi með starfsfólki á stofnuninni í tvígang því hér lenti ekki flugvél í á annan sólarhring. Ætla þingmenn kjördæmisins virkilega að bjóða þessum einangraða þéttbýliskjarna upp á að hverfa aftur um a.m.k. hálfa öld í heilbrigðisþjónustu?Hver ber ábyrgðina?Jú heilbrigðisráðuneytið hefur tekið vel í það síðasta hálmstrá bæjarstjórnar Vestmannaeyja í varnarbaráttu samfélagsins fyrir HSVE að taka að hluta til ábyrgð á því mikilvæga hlutverki sem heilbrigðisþjónusta við landsmenn alla er. Sveitarfélagið er s.s. tilbúið að fara út fyrir sitt hlutverk og ýta við bakið á ríkinu, sem sannarlega eitt og sér ber ábyrgð á að allir landsmenn njóti viðunandi heilbrigðisþjónustu en sem hefur satt best að segja dregið lappirnar alvarlega í þeim efnum. Þeirri viðleitni sveitarfélagsins og ráðuneytis ber að fagna og mun vonandi verða farsæl að endingu. Hins vegar er ekki von á að einhverjar haldbærar niðurstöður úr slíkri vinnu muni leysa þann vanda sem steðjar að stofnuninni þessa dagana fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. Ekki er verið að vinna að mönnun skurðstofu þar sem yfirstjórn stofnunarinnar hefur ekki fé til að borga starfsfólki á skurðstofu laun, stjórnendur vísa á ráðuneyti sem vísar til baka á stjórnendur og á meðan er ástand Heilbrigðisstofnunarinnar vægast sagt óviðunandi og batnar ekki. Læknaflótti er orðinn alvarlegur við stofnunina og munu einungis tveir heimilislæknar vera að störfum eftir áramót ef allt fer fram sem horfir, enginn sjúkrahúslæknir, skurðlæknir né svæfingalæknir og ekki virðist vera unnið að frekari mönnun við stofnunina.Aukin skattheimta á samfélagiðÞeir íbúar Vestmannaeyja sem hafa áttað sig á að þeir búa við þetta falska öryggi eru farnir að upplifa sig sem annars flokks manneskjur, líf þeirra virðast ekki vera metin að jafn miklum verðleikum og líf einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu. Í einfeldni minni hélt ég að þegar verið væri að setja ofurskatt á nokkur byggðarfélög, eins og raunin er með Fjarðabyggð og Vestmannaeyjar með nýja veiðileyfagjaldinu, en framlag Vestmannaeyja vegna þess mun t.d. skila 2300 milljónum til ríkissjóðs, að hægt væri að minnsta kosti að gefa veika fólkinu í Vestmannaeyjum nægt súrefni.Ég mun ekki una fyrr en tekið hefur verið í taumana og stöðugra ástandi komið á stofnunina og ásættanlegri heilbrigðisþjónustu og sönnu öryggi komið á fyrir þegna þessa ágæta lands sem telja sig eiga jafnan rétt og aðrir til heilbrigðis þrátt fyrir landfræðilega einangrun. Því biðla ég nú til þingmanna minna sem ég treysti á að taki nú höndum saman og snúi þessu ástandi við hið fyrsta.Síðasti Vestmannaeyingurinn?Að endingu þá veit ég ósköp vel að ég valdi mér að búa í Vestmanneyjum, ég vel mér líka á hverjum degi að búa á Íslandi, ég valdi að eignast börn og þannig fjölga Íslendingum . Að sama skapi þá valdi ég að mennta mig, ég valdi að starfa áfram á Íslandi og skila tekjum í ríkissjóð, ég valdi að vera virkur þegn í mínu samfélagi, óhrædd við að hafa skoðanir á hlutunum og tjá þær. En þrátt fyrir það mikla valfrelsi sem íslenskt samfélag hefur gefið mér og ég þakka fyrir á hverjum degi þá hef ég í dag ekkert val varðandi þennan mikilvæga og eftirvæntingarfulla atburð í mínu lífi þar sem öllum barnshafandi konum er nú vísað til höfuðborgarsvæðisins. Ég þarf að flytjast búferlum upp á land í guð má vita hve langan tíma því fæðingardagur barns er langt frá því að vera nákvæm vísindi. Ég þarf að vera frá eiginmanni og syni, þar sem við höfum ekki tök á að vera bæði frá vinnu í langan tíma og ekki hef ég leikskólaúrræði önnur en í mínu eigin sveitarfélagi. Sem betur fer á ég góða að sem skjóta skjólshúsi yfir mig þannig að ekki þarf ég að standa straum af leigukostnaði en veit um aðra sem eru í þeim sporum. Ætlar fæðingarorlofssjóður að bæta þessum konum upp tekjumissinn sem þær verða fyrir? Ætlar heilbrigðisráðuneyti að greiða leigukostnað vegna þessara aðstæðna? Ætlar núverandi ríkisstjórn virkilega að svipta íbúa Vestmannaeyja þessu mikla öryggisneti sem starfandi skurðstofa er fyrir jafn einangraða byggð. Slík ákvörðun myndi væntanlega hafa skelfilegar afleiðingar á íbúaþróun samfélagsins og gera þann jákvæða viðsnúning sem fjölgun Vestmannaeyinga undanfarin ár er, að engu. Kom virkilega síðasti Vestmannaeyingurinn fæddur í Eyjum í heiminn í síðustu viku?Hildur Sólveig SigurðardóttirHöfundur er barnshafandi Vestmannaeyingur, sjúkraþjálfari og varabæjarfulltrúi. Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Sjá meira
Barnshafandi konur eru sendar frá Vestmanneyjum fyrir áætlaða fæðingu því aðstæður á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja bjóða ekki upp á annað. Hildur Sólveig Sigurðardóttir býr í Vestmannaeyjum og er komin 36 vikur á leið. Hún sendi þingmönnum suðurkjördæmis bréf og afrit á heilbrigðisráðherra þar sem hún lýsir áhyggjum sínum á ástandinu á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja. „Nú er svo komið að ég fæ ekki lengur orða bundist. Ég er að springa, ekki bara vegna þess að ég er komin 36 vikur á leið og mér finnst ég bókstaflega geta sprungið á hverjum degi en aðallega af því að ég er að springa úr reiði og vonbrigðum. Í fjárlögum 2014 er HSVE eina heilbrigðisstofnunin á landsbyggðinni sem má sæta enn frekari niðurskurði. Í fyrradag varð svo ástandið á sjúkradeild HSVE slíkt að starfsfólki var uppálagt að fara mjög sparlega með súrefni þar sem ekki eru til nægir peningar til að liggja með þetta lífsnauðsynlega efni á lager. Því má með sanni segja að fjárhagslegir erfiðleikar stofnunarinnar séu bókstaflega að svipta sjúklinga í Vestmannaeyjum réttindunum á nægu súrefni! Telja þingmenn þessa kjördæmis þetta vera viðunandi ástand?“Niðurskurðurinn á Heilbrigðisstofnuninni í Vestmannaeyjum hefur haft gríðarleg áhrif á fæðingarþjónustu á eyjunni. Ábyrgð á fæðandi konum og nýburum þeirra er nú eingöngu á herðum einu starfandi ljósmóður Vestmannaeyja. Þær aðstæður jafngilda aðstæðum við heimafæðingar og eru á lægsta fæðingarþjónustustiginu. Í ljósi þessa hefur verið tekin ákvörðun að allar barnshafandi konur skulu sendar af eyjunni fyrir áætlaða fæðingu. Hildur Sólveig segir þetta hafa miklar breytingar á högum fæðandi kvenna. „Í dag hef ég ekkert val varðandi þennan mikilvæga og eftirvæntingarfulla atburð í mínu lífi þar sem öllum barnshafandi konum er nú vísað til höfuðborgarsvæðisins. Ég þarf að flytjast búferlum upp á land í guð má vita hve langan tíma því fæðingardagur barns er langt frá því að vera nákvæm vísindi. Ég þarf að vera frá eiginmanni og syni, þar sem við höfum ekki tök á að vera bæði frá vinnu í langan tíma og ekki hef ég leikskólaúrræði önnur en í mínu eigin sveitarfélagi. Ætlar fæðingarorlofssjóður að bæta þessum konum upp tekjumissinn sem þær verða fyrir? Ætlar heilbrigðisráðuneyti að greiða leigukostnað vegna þessara aðstæðna? Ætlar núverandi ríkisstjórn virkilega að svipta íbúa Vestmannaeyja þessu mikla öryggisneti sem starfandi skurðstofa er fyrir jafn einangraða byggð. Slík ákvörðun myndi væntanlega hafa skelfilegar afleiðingar á íbúaþróun samfélagsins og gera þann jákvæða viðsnúning sem fjölgun Vestmannaeyinga undanfarin ár er, að engu. Kom virkilega síðasti Vestmannaeyingurinn fæddur í Eyjum í heiminn í síðustu viku?“ Hildur Sólveig segir ennfremur í bréfi sínu að þar sem enginn starfandi svæfingarlæknir og skurðlæknir séu á spítalanum þurfi Vestmannaeyingar að treysta á sjúkraflug frá Akureyri. Í skelfilegum slysum og bráðum veikindum gætu sjúklingar þurft að bíða í fleiri klukktíma til að geta komist undir læknishendur í höfuðborginni, ef það er þá möguleiki yfir höfuð vegna veðurs, vinda og fleira. Í því samhengi spyr hún: „Ætla þingmenn kjördæmisins virkilega að bjóða þessum einangraða þéttbýliskjarna upp á að hverfa aftur um a.m.k. hálfa öld í heilbrigðisþjónustu?“ Bréf Hildar í heild sinni: Fársjúk heilbrigðisstofnunNú er svo komið að mér er ekki lengur orða bundist. Ég er að springa, ekki bara vegna þess að ég er komin 36 vikur á leið og mér finnst ég bókstaflega geta sprungið á hverjum degi en aðallega af því að ég er að springa úr reiði og vonbrigðum. Reiði í garð þeirra frambjóðenda sem ég lagði allt mitt traust á, þeirra frambjóðenda sem ég var viss um að myndu forgangsraða rétt, myndu styrkja grunnþjónustu landsbyggðarinnar allrar. Jú, skref hafa verið tekin í rétta átt, dregið úr ,,gæluverkefnum” og reynt að ná fram hallalausum rekstri sem er eina leiðin úr sívaxandi skuldasöfnun þjóðarinnar og göfugt markmið. En ég er mjög minnug þess þegar hæstvirtur iðnaðarráðherra, fjármálaráðherra, og margir þingmenn kjördæmisins komu inn fyrir dyr Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja og gengu út klökk með grátstafina í kverkum að manni þótti bera skynbragð á það skelfilega ástand sem ríkti á stofnuninni. Hallarekstur stofnunarinnar var það mikill að birgjar voru búnir að loka fyrir pantanir, lyf og ýmislegan nauðsynlegan búnað var erfitt að fá vegna þess að HSVE var jú í rauninni gjaldþrota.SúrefnisskorturNú um hálfu ári síðar virðist þessi skilningur háttvirtra þingmanna fokinn út í veður og vind. Í fjárlögum 2014 er HSVE eina heilbrigðisstofnunin á landsbyggðinni sem má sæta enn frekari niðurskurði. Heilbrigðisstofnun Suðurlands sem hæstvirtur heilbrigðisráðherra sagði á starfsmannafundi HSVE vera með mesta hallareksturinn á landsbyggðinni fær 7,5% aukningu á meðan HSVE sætir 11% niðurskurði (skv. heimildum Eyjafrétta). Í fyrradag varð svo ástandið á sjúkradeild HSVE slíkt að starfsfólki var uppálagt að fara mjög sparlega með súrefni þar sem ekki eru til nægir peningar til að liggja með þetta lífsnauðsynlega efni á lager. Því má með sanni segja að fjárhagslegir erfiðleikar stofnunarinnar séu bókstaflega að svipta sjúklinga í Vestmannaeyjum réttindunum á nægu súrefni! Telja þingmenn þessa kjördæmis þetta vera viðunandi ástand?Aftur í moldarkofanaNú hefur skurðstofu í Vestmannaeyjum verið formlega lokað, starfsmenn þar fengið uppsagnarbréf og þrátt fyrir að sú ákvörðun sé tekin af framkvæmdastjórn HSVE, þvert gegn vilja ráðuneytis og væntanlega bæjarfélagsins í heild sinni hefur ekkert verið aðhafst í því að snúa þeirri skelfilegu ákvörðun. Starfandi læknar á heilsugæslu og sjúkradeild hafa sent yfirlýsingu til landlæknis um að þeir afsali sér ábyrgð á fæðingarþjónustu sem hingað til hefur verið á herðum skurðlæknis. Því er öll ábyrgð á fæðandi konum og nýburum þeirra einvörðungu á herðum einu starfandi ljósmóður Vestmannaeyja. Samkvæmt skilgreiningu landlæknis við val á fæðingarstöðum jafngilda þessar aðstæður í dag lægsta fæðingarþjónustustiginu; D-2 sem eru sömu aðstæður og við heimafæðingar en sú þjónusta hefur einmitt nýlega verið umdeild innan læknastéttarinnar. Með sanni má segja að fæðingarþjónusta í Vestmannaeyjum falli m.a.s. utan þessa lægsta flokks því samhangandi skilgreiningu á fæðingarstað D2 kemur fram að þar sé aðgangur að fæðingarstað með hærra þjónustustig (A-C) en aðstæður geta, hafa og munu koma upp í Vestmannaeyjum þar sem samgöngur liggja alveg niðri og við höfum því ekki alltaf greiðan aðgang að meginlandinu, enda er sérstaklega minnst á landfræðilega einangrun Vestmannaeyja í þessum leiðbeiningum landlæknis. Í ljósi þessa var sú erfiða ákvörðun tekin af ljósmóður að allar barnshafandi konur skyldu sendar af eyjunni fyrir áætlaða fæðingu. Ætla þingmenn að sitja aðgerðarlausir og horfa uppá þessa þróun?Treystum á sjúkraflug norðan af landiÍ skelfilegum slysum og bráðum veikindum geta starfandi svæfingarlæknir og skurðlæknir skilið á milli lífs og dauða, enda oft fleiri klukkutímar sem sjúklingar í Vestmannaeyjum þurfa að bíða til að geta komist undir læknishendur í höfuðborginni þ.e.a.s. ef það er möguleiki yfir höfuð vegna veðurs, vinda og fleira. Sjúkraflutningavélin sem Eyjamenn munu nú þurfa í síauknum mæli að treysta á er staðsett á Akureyri sem eykur töluvert viðbragðstíma. Í því samhengi má nefna að nú í vikunni frestaði heilbrigðisráðherra fundi með starfsfólki á stofnuninni í tvígang því hér lenti ekki flugvél í á annan sólarhring. Ætla þingmenn kjördæmisins virkilega að bjóða þessum einangraða þéttbýliskjarna upp á að hverfa aftur um a.m.k. hálfa öld í heilbrigðisþjónustu?Hver ber ábyrgðina?Jú heilbrigðisráðuneytið hefur tekið vel í það síðasta hálmstrá bæjarstjórnar Vestmannaeyja í varnarbaráttu samfélagsins fyrir HSVE að taka að hluta til ábyrgð á því mikilvæga hlutverki sem heilbrigðisþjónusta við landsmenn alla er. Sveitarfélagið er s.s. tilbúið að fara út fyrir sitt hlutverk og ýta við bakið á ríkinu, sem sannarlega eitt og sér ber ábyrgð á að allir landsmenn njóti viðunandi heilbrigðisþjónustu en sem hefur satt best að segja dregið lappirnar alvarlega í þeim efnum. Þeirri viðleitni sveitarfélagsins og ráðuneytis ber að fagna og mun vonandi verða farsæl að endingu. Hins vegar er ekki von á að einhverjar haldbærar niðurstöður úr slíkri vinnu muni leysa þann vanda sem steðjar að stofnuninni þessa dagana fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. Ekki er verið að vinna að mönnun skurðstofu þar sem yfirstjórn stofnunarinnar hefur ekki fé til að borga starfsfólki á skurðstofu laun, stjórnendur vísa á ráðuneyti sem vísar til baka á stjórnendur og á meðan er ástand Heilbrigðisstofnunarinnar vægast sagt óviðunandi og batnar ekki. Læknaflótti er orðinn alvarlegur við stofnunina og munu einungis tveir heimilislæknar vera að störfum eftir áramót ef allt fer fram sem horfir, enginn sjúkrahúslæknir, skurðlæknir né svæfingalæknir og ekki virðist vera unnið að frekari mönnun við stofnunina.Aukin skattheimta á samfélagiðÞeir íbúar Vestmannaeyja sem hafa áttað sig á að þeir búa við þetta falska öryggi eru farnir að upplifa sig sem annars flokks manneskjur, líf þeirra virðast ekki vera metin að jafn miklum verðleikum og líf einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu. Í einfeldni minni hélt ég að þegar verið væri að setja ofurskatt á nokkur byggðarfélög, eins og raunin er með Fjarðabyggð og Vestmannaeyjar með nýja veiðileyfagjaldinu, en framlag Vestmannaeyja vegna þess mun t.d. skila 2300 milljónum til ríkissjóðs, að hægt væri að minnsta kosti að gefa veika fólkinu í Vestmannaeyjum nægt súrefni.Ég mun ekki una fyrr en tekið hefur verið í taumana og stöðugra ástandi komið á stofnunina og ásættanlegri heilbrigðisþjónustu og sönnu öryggi komið á fyrir þegna þessa ágæta lands sem telja sig eiga jafnan rétt og aðrir til heilbrigðis þrátt fyrir landfræðilega einangrun. Því biðla ég nú til þingmanna minna sem ég treysti á að taki nú höndum saman og snúi þessu ástandi við hið fyrsta.Síðasti Vestmannaeyingurinn?Að endingu þá veit ég ósköp vel að ég valdi mér að búa í Vestmanneyjum, ég vel mér líka á hverjum degi að búa á Íslandi, ég valdi að eignast börn og þannig fjölga Íslendingum . Að sama skapi þá valdi ég að mennta mig, ég valdi að starfa áfram á Íslandi og skila tekjum í ríkissjóð, ég valdi að vera virkur þegn í mínu samfélagi, óhrædd við að hafa skoðanir á hlutunum og tjá þær. En þrátt fyrir það mikla valfrelsi sem íslenskt samfélag hefur gefið mér og ég þakka fyrir á hverjum degi þá hef ég í dag ekkert val varðandi þennan mikilvæga og eftirvæntingarfulla atburð í mínu lífi þar sem öllum barnshafandi konum er nú vísað til höfuðborgarsvæðisins. Ég þarf að flytjast búferlum upp á land í guð má vita hve langan tíma því fæðingardagur barns er langt frá því að vera nákvæm vísindi. Ég þarf að vera frá eiginmanni og syni, þar sem við höfum ekki tök á að vera bæði frá vinnu í langan tíma og ekki hef ég leikskólaúrræði önnur en í mínu eigin sveitarfélagi. Sem betur fer á ég góða að sem skjóta skjólshúsi yfir mig þannig að ekki þarf ég að standa straum af leigukostnaði en veit um aðra sem eru í þeim sporum. Ætlar fæðingarorlofssjóður að bæta þessum konum upp tekjumissinn sem þær verða fyrir? Ætlar heilbrigðisráðuneyti að greiða leigukostnað vegna þessara aðstæðna? Ætlar núverandi ríkisstjórn virkilega að svipta íbúa Vestmannaeyja þessu mikla öryggisneti sem starfandi skurðstofa er fyrir jafn einangraða byggð. Slík ákvörðun myndi væntanlega hafa skelfilegar afleiðingar á íbúaþróun samfélagsins og gera þann jákvæða viðsnúning sem fjölgun Vestmannaeyinga undanfarin ár er, að engu. Kom virkilega síðasti Vestmannaeyingurinn fæddur í Eyjum í heiminn í síðustu viku?Hildur Sólveig SigurðardóttirHöfundur er barnshafandi Vestmannaeyingur, sjúkraþjálfari og varabæjarfulltrúi.
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Sjá meira