Innlent

Myndband af Krónusnáknum

Kristján Hjálmarsson skrifar
Skjáskot af Krónusnáknum.
Skjáskot af Krónusnáknum.
Snákur olli usla í Krónunni í Kórahverfi í morgun. Meindýraeyðir var kallaður á vettvang og fargaði hann snáknum í kjölfarið. Helgi Guðbrandsson tók myndbandið sem fylgir þessari frétt og sýnir snákinn í Krónunni hlykkja sér með gólfi verslunarinnar.

„Þetta var svo lítið dýr. Mér finnst fólk nú vera að búa til úlfalda úr mýflugu í þessu máli. Ég kramdi hann bara milli fingra mér,“ segir Konráð Magnússon, meindýraeyðir hjá Firringu.

„Þetta er nú frekar algengt gæludýr sem er alveg meinlaust. Þau eru ræktuð hér á landi og ganga kaupum og sölum á milli manna. Ég gæti best trúað að þetta unga kvikindi hafi dottið úr vasa hjá viðskiptavini,“ segir Konráð Magnússon, meindýraeyðir hjá Firringu, sem fangaði og fargaði kornsnáki í verslun Krónunnar í Kórahverfinu í Kópavogi fyrr í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×